Skátaþing 2024
Þema skátaþings í ár er “Leiðtogar í 100 ár”.
Á þinginu verður lögð sérstök áhersla á leiðtogastörf í skátastarfi í gegnum árin til að fagna 100 ára afmæli Bandalagi íslenskra skáta.
Fundargerð Skátaþings 2024
Samkvæmt 21.gr laga BÍS skulu fundarstjórar auk allsherjarnefndar yfirfara og undirrita fundargerð frá fundarriturunum.
Upptaka skátaþings 2024
Upptaka frá föstudeginum 5. apríl
Upptaka frá aðalfundarhluta laugardags 6. apríl
Dagsetning Skátaþings
Skátaþing 2024 fer fram helgina 5.-7. apríl á Sólheimum og á Úlfljótsvatni.
Skátaþing verður sett á föstudegi klukkan 19:00 og slitið á sunnudegi klukkan 13:00.
Mikilvægar dagsetningar fram að skátaþingi
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
8. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 12:00 – Framboðsfrestur í stjórn og fastaráð BÍS rennur út.
22. mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
29. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
29. mars kl. 19:00 – Skráning á Skátaþing lýkur.
5. apríl kl. 19:00 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til skrifstofu BÍS lýkur.
5. apríl kl. 19:00 – Skátaþing er sett.
Erindi skulu berast með tölvupósti til stjórnar BÍS eða Skátamiðstöðvar.
Skráning þingfulltrúa
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 29.mars klukkan 19:00 Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Skil kjörbréfa
Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.
Þinggögn
Hér birtast þinggögn jafnóðum og þau berast
Fundarboð og dagskrá Skátaþings 2024:
Fundarboð Skátaþings 2024
Dagskrá Skátaþings 2024 – samþykkt samhljóða
Uppgjör ársins 2023:
Árskýrsla BÍS 2023
Ársreikningar BÍS 2023 – samþykktir með 71,7% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði Já – 38, Nei – 11, Sitja hjá – 4)
Stefnumál framtíðar:
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2024-2025 – samþyykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun BÍS 2024-2025 – samþykkt samhljóða
Starfsáætlun BÍS 2024-2028 – samþykkt samhljóða
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Lög BÍS
Grunngildi BÍS
Stefna BÍS til 2025 – Fyrirmynd til framtíðar
Reglugerð BÍS um einkenni íslenskra skáta
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um merki BÍS
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Jafnréttisstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Persónuverndarstefna BÍS
Embætti laus til kjörs á Skátaþingi 2024:
STJÓRN
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Áheyrnarfulltrúi ungmenna var kosinn á ungmennaþingi 2.-4. Febrúar
FASTARÁÐ
Fjögur sæti í alþjóðaráði
Fjögur sæti í starfsráði
Fimm sæti í sjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Fimm sæti í ungmennaráði voru kosin á ungmennaþingi 2.-4. febrúar
ANNAÐ
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi embætti óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 15. mars kl. 12:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar. Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Bent er á tilkynningu frá uppstillingarnefnd til að nálgast nánari upplýsingar um embættin og hlutverk ráðanna.
UPPSTILLINGARNEFND SKIPA:
Berglind Lilja Björnsdóttir, form | s. +45 50 18 13 25 | berglind@skatarnir.is |
Hafdís Bára Kristmundsdóttir | s. 617-1591 | barahafdis@gmail.com |
Jón Ingvar Bragason | s. 699-3642 | joningvarbragason@gmail.com |
Reynir Tómas Reynisson | s. 698-6226 | reynirtomas@gmail.com |
Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is |
Kynning frambjóðenda
Framboðslisti á pdf.
Skátahöfðingi til tveggja ára
Harpa Ósk Valgeirsdóttir – Skátafélagið Ægisbúar
Gjaldkeri til tveggja ára
Sævar Skaptason – Skátafélagið Kópar
Fimm meðstjórnendur til tveggja ára
Auður Sesselja Gylfadóttir – Skátafélagið Ægisbúar
Davíð Þrastarson – Skátafélagið Garðbúar
Guðrún Stefánsdóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Unnur Líf Kvaran – Skátafélagið Skjöldungar
Þórhallur Helgason – Skátafélagið Segull
Fjórir meðlimir í Alþjóðaráð til tveggja ára
Andri Rafn Ævarsson – Skátafélagið Ægisbúar
Daði Már Gunnarsson – Skátafélagið Árbúar
Sunna Dís Helgadóttir – Skátafélagið Skjöldungar
Sandra Óskarsdóttir – Skátafélagið Heiðabúar
Fimm meðlimir í Starfsráð til tveggja ára
Jóhanna Björg Másdóttir – Skátafélagið Kópar
Sigurður Viktor Úlfarsson – Skátafélagið Landnemar
Valur Kári Óskarsson – Skátafélagið Skjöldungar
Védís Helgadóttir – Skátafélagið Landnemar
Fanný Björk Ástráðsdóttir – Skátafélag Sólheima
Fimm meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára
Björk Norðdahl – Skátafélagið Kópar
Elín Esther Magnúsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
Harpa Hrönn Grétarsdóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Kristín Hrönn Þráinsdóttir – Skátafélagið Kópar
Sebastian Fjeldal Berg – Skátafélagið Klakkur
Fjórir meðlimir í Útilífsráð til tveggja ára
Anna Margrét Tómasdóttir – Skátafélag Akraness
Erla Sóley Skúladóttir – Skátafélagið Kópar
Jakob Frímann Þorsteinsson – Skátafélagið Garðbúar
Ævar Aðalsteinsson – Skátafélagið Mosverjar
Fimm meðlimir í Uppstillinganefnd
Ásgeir Ólafsson – Skátafélagið Hraunbúar
Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
Hafdís Bára Kristmundsdóttir – Skátafélagið Vífill
Ingimar Eydal – Skátafélagið Klakkur
Reynir Tómas Reynisson – Skátafélagið Garðbúar
Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára
Elfa Björg Aradóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Guðmundur Þór Pétursson – Skátafélagið Skjöldungar
Hanna Guðmundsdóttir – Skátafélagið Árbúar
Löggiltur endurskoðandi
Endurskoðun fer fram hjá PWC
Afgreitt á ungmennaþingi 2024
Lára Marheiður Karlsdóttir – Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Fimm sæti í ungmennaráði:
- Annika Daníelsdóttir Schnell – Skátafélagið Akraness
- Grímur Chunkuo Ólafsson – Skátafélagið Fossbúar
- Hafdís Rún Sveinsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
- Lára Marheiður Karlsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
- Þorkell Grímur Jónsson – Skátafélagið Garðbúar
Lagabreytingartillaga samþykkt á Ungmennaþingi 2024 – Áheyrnafulltrúi ungmenna
Dagskrá
Tillögur til afgreiðslu á skátaþingi
Engar tillögur bárust til afgreiðslu á Skátaþingi 2024
Lagabreytingatillögur
Yfirlit yfir lagabreytingatillögur á pdf.
Lagabreytingartillaga – Lög BÍS kynhlutlaus Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Dregið til baka á þinginu
Lagabreytingartillaga – 2. grein – Félagsaðild að BÍS: Lagfæring á 2. grein Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 96,23% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 1, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingartillaga – 14. grein Aðkoma fullorðinna í skátastarfi: um styrktarpinna Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98,08% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingatillaga – 16. grein. Ungmennaþing: Skýrari hlutverkslýsing á áheyrnarfulltrúa. Flutningsaðili: Ungmennaráð – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða. (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 0, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingartillaga – 17. grein Skátaþing: um fundarboð og rafræna þátttöku Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 0, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingartillaga – 19. grein Uppstillingarnefnd: Aðkoma uppstillingarnefndar varðandi ungmennaþing Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 92,16% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 47, Nei – 1, Sátu hjá – 3)
Lagabreytingartillaga – 20. grein Réttur til setu á Skátaþingi: um rafræna atkvæðagreiðslu Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 50, Nei – 0, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingartillaga – 21. grein Dagskrá Skátaþings: um staðfestingu fundargerðar Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingartillaga – 26. grein Fastaráð BÍS: um kosningu í fastaráð BÍS Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 83,33% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 40, Nei – 5, Sátu hjá – 3)
- Breytingatillaga Ragnheiði Silju á lagabreytingatillögu stjórnar á 26.grein Felld með 56% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 18, Nei – 28, Sátu hjá – 4)
- Breytingatillaga stjórnar á 26.grein Samþykkt með 70,59% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 36, Nei – 11, Sátu hjá – 4)
Lagabreytingartillaga – 29. grein Slit BÍS: um slit BÍS Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 95,74% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 1, Sátu hjá – 1)
- Breytingartillaga Bjarka Geirs Benediktssonar á lagabreytingu stjórnar á 29.grein. Samþykkt með 84,31% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 43, Nei – 5, Sátu hjá – 3)
- Breytingatillaga stjórnar BÍS á breytingatillögu Bjarka Geirs. Samþykkt með 91,3% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 42, Nei – 1, Sátu hjá – 3)
Lagabreytingartillaga – Ábendingar frá WOSM v. GSAT Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 89,8% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 44, Nei – 0, Sátu hjá – 5)
Tillaga um breytingu á reglugerð um styrktarsjóð skáta– Samþykkt samhljóða
tölfræði um kjörmenn
Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða
Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2024 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.
Atkvæði eftir félögum
Skátafélagið Árbúar | 4 |
Skátafélagið Fossbúar | 4 |
Skátafélagið Garðbúar | 4 |
Skátafélagið Heiðabúar | 4 |
Skátafélagið Hraunbúar | 4 |
Skátafélagið Klakkur | 4 |
Skátafélagið Kópar | 4 |
Skátafélagið Landnemar | 4 |
Skátafélagið Mosverjar | 4 |
Skátafélagið Radíóskátar | 1 |
Skátafélagið Skjöldungar | 4 |
Skátafélagið Sólheimar | 1 |
Skátafélagið Strókur | 1 |
Skátafélagið Svanir | 4 |
Skátafélagið Vífill | 4 |
Skátafélagið Ægisbúar | 4 |
Samtals | 55 |
Skiluðu ekki inn kjörbréfi
Skátafélag Akraness
Voru ekki viðstödd á Skátaþingi
Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Eilífsbúar
Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan
Skátafélagið Farfuglar
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélagið Segull
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Vogabúar
Skátafélagið Örninn
Hlutur ungmenna meðal atkvæðisbærra fulltrúa
Kjörmenn á þátttökualdri (13-25 ára) voru 36 af 55 aðalfulltrúum (65%) og 14 af 26 varafulltrúum (54%)
SKÁTAFÉLAG | AÐALFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | AÐALFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI |
Árbúar | 3 | 1 | 1 | |
Fossbúar | 3 | 1 | 2 | 2 |
Garðbúar | 3 | 1 | 1 | 2 |
Heiðabúar | 2 | 2 | ||
Hraunbúar | 2 | 2 | 1 | 1 |
Klakkur | 2 | 2 | 2 | 1 |
Kópar | 3 | 1 | ||
Landnemar | 2 | 2 | 2 | 1 |
Mosverjar | 4 | 3 | 1 | |
Radíóskátar | 1 | |||
Skjöldungar | 3 | 1 | 2 | 1 |
Sólheimar | 1 | |||
Strókur | 1 | 1 | ||
Svanir | 4 | 1 | ||
Vífill | 2 | 2 | 1 | |
Ægisbúar | 3 | 1 | ||
Alls | 36 | 19 | 14 | 12 |
Reglugerð BÍS um hæfi sjálfboðaliða
REGLUGERÐ BÍS
UM HÆFI SJÁLFBOÐALIÐA
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 9. maí 2023
1. GREIN
Með sjálfboðaliða er í reglugerð þessari átt við lögráða einstaklinga sem hafa tekið að sér verkefni fyrir skátafélag, skátasamband eða Bandalag íslenskra skáta (BÍS), önnur en þau að stýra skátasveit barna.
2. GREIN
Þau má skipa sjálfboðaliða sem sækjast eftir því og fullnægja þessum skilyrðum:
- Hafa viðeigandi þjálfun, menntun, þekkingu eða reynslu til að gegna starfi sínu að mati skipunaraðila.
- Hafa unnið skriflegt heiti að viðlögðum heiðri sínum að rækja af trúmennsku og samviskusemi öll þau störf sem þeim kunna að verða falin eða þau taka að sér sem skátaforingjar og að þau muni aldrei gerast brotleg gegn börnum.
- Hafa ekki hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum, eins og Æskulýðslög nr. 70/2007 segja til um.
- Hafa undirritað eyðublað sem veitir Bandalagi íslenskra skáta heimild til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins eins og Æskulýðslög nr. 70/2007 segja til um.
3. GREIN
Framkvæmdaaðili verkefnis skal leitast við að gera skriflegt samkomulag við sjálfboðaliða í samræmi við drög BÍS um Sjálfboðaliðasamkomulag.
4. GREIN
Ef sjálfboðaliði uppfyllir ekki öll skilyrði 2. gr. eftir að hafa hlotið skipun eða brýtur gegn sæmdarheiti sínu, skal viðkomandi láta af störfum að eigin frumkvæði ella er stjórn skátafélags, stjórn skátasambands og/eða stjórn BÍS skylt að víkja viðkomandi frá störfum.
Styrkja skátana
STYRKJA SKÁTANA
Styrktu skátastarf
Skátastarf á Íslandi hefur í yfir 100 ár mótað ungmenni og framtíð þeirra. Með því að efla leiðtogahæfni, sköpunargleði og sjálfstraut ungra skáta aukum við jákvæð áhrif þeirra á samfélagið sem er rauði þráðurinn í öllu starfi skátanna á Íslandi.
Skátarnir eru sjálfboðaliðasamtök.
Þitt framlag og stuðningur mun skipta sköpum til þess að hægt verði að tryggja framtíð ungmenna í skátunum.
Í skátunum kynntist ég mínum bestu vinum og mótaðist í þá manneskju sem ég er í dag.
Salka Guðmundsdóttir, Skátaforingji
Þinn stuðningur skiptir sköpum!
- Byggt upp ný skátafélög í öllum sveitarfélögum á Íslandi. Aukið aðgengi allra Íslendinga að skátastarfi – óháð búsetu.
- Bætt tækifæri ungmenna sem þurfa aukinn stuðning. Gera öllum kleift að taka þátt í sama skátastarfi – óháð getu.
- Veitt þeim sem sem hafa færri tækifæri aðgang að ævintýrum sem breyta lífi þeirra. Gera öllum kleift að taka þátt í sama skátarstarfi – óháð samfélagsstöðu.
- Boðið upp á og byggt upp góða aðstöðu. Uppfylla nútíma staðla um aðgengi, búnað og orkunýtni
Styrkja íslensku skátahreyfinguna
Kærar þakkir fyrir þitt framlag til skátanna!
Með því að velja einn af valkostunum hér að neðan er hægt að gerast annað hvort mánaðarlegur eða árlegur styrktaraðili skátanna með því framlagi sem hentar ykkur. Einnig er möguleiki á að styrkja skátanna með einni stakri greiðslu.
Hægt er að velja hér að neðan hvaða styrktarvalkostur hentar þér til að leggja skátahreyfingunnni lið.
Reglugerð BÍS um merki BÍS
Reglugerð BÍS um merki BÍS
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 14. febrúar 2023
1. grein - gildissvið
Reglugerð þessi gildir um merki og orðmerki Bandalags íslenskra skáta (hér á eftir BÍS).
Eingöngu viðurkenndir aðilar af hálfu BÍS að viðlagðri ábyrgð, hafa heimild til að nota orðmerkið “SKÁTI” og/eða orðmyndanir dregnar af orðmerkinu. Það sama á við um við-og/eða forskeyti á hverju sem er, s.s. í nafni á félagi eða samtökum, á vörum, á fatnaði og í auglýsingum. Það sama gildir um öll önnur einkenni skáta.
2. grein - skilgreining á merki BÍS
Með merki BÍS er átt við íslensku skátaliljuna og -smárann tengd saman með x saumi, ýmist með eða án orðmerkisins „SKÁTARNIR“.
3. grein - notkun merkis BÍS
Merki BÍS skal notað samkvæmt sniðhandbók skátanna sem gefin var út í mars 2019 eða samkvæmt einfaldari sniðhandbók skátanna fyrir skátafélög sem var gefin út 2020.
4. grein - heimild til að nota merki BÍS
Aðildarfélögum BÍS er heimilt að nota merkið í starfi sínu án sérstakrar heimildar sé þess gætt að sú notkun er í samræmi við 3. gr. þessarar reglugerðar.
Notkun annarra á merkinu skal háð skriflegri heimild stjórnar BÍS.
Leiki vafi um heimild til notkunar merkisins skal leita skriflegs álits stjórnar BÍS.
Sé einhver óvissa um að merkið sé notað á réttan máta skal leita ráðgjafar hjá Skátamiðstöð.
Reglugerð BÍS um einkenni íslenskra skáta
Reglugerð BÍS um einkenni íslenskra skáta
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 14. febrúar 2023
1. grein - gildissvið
Reglugerð þessi gildir um öll einkenni íslenskra skáta, þ.m.t. tákn, merki, orðmerki, merkingar, skátaklúta og skátabúninga.
Eingöngu viðurkenndir aðilar af hálfu Bandalags íslenskra skáta (hér á eftir BÍS), að viðlagðri ábyrgð, hafa heimild til að nota orðmerkið “SKÁTI” og/eða orðmyndanir dregnar af orðmerkinu. Það sama á við um við-og/eða forskeyti á hverju sem er, s.s. í nafni á félagi eða samtökum, á vörum, á fatnaði og í auglýsingum. Það sama gildir um öll önnur einkenni skáta.
Óheimilt er að nota einkenni skáta eða einkenni sem eru svo áþekk þeim er skátar notar, að hætta er á að á verði villst eða á þann hátt að það kunni að varpa rýrð á skáta eða skátahreyfinguna.
2. grein - skilgreiningar
Með skátaklút er átt við þríhyrnda hyrnu sem bera skal um háls og taka saman að framanverðu með hnút.
Með skátabúningi er átt við þann ólíka fatnað sem stjórn BÍS hefur samþykkt í reglugerð þessari sem einkennisfatnað skáta til notkunar í skátastarfi.
Með skátafatnaði er átt við allan fatnað sem merktur er skátum með einhverjum hætti sé það með merki BÍS, merki skátafélags eða nokkru öðru merki skáta.
Með merki BÍS er átt við íslensku skátaliljuna og -smárann tengd saman með x saumi, ýmist með eða án orðmerkisins „SKÁTARNIR“.
Með alþjóðamerkjum er átt við einkennismerki WOSM alþjóðabandalags skáta og WAGGGS alþjóðabandalags kvenskáta.
3. grein - heimild til að bera einkenni
Öllum vígðum skátum er heimilt að bera einkenni íslenskra skáta. Einungis skátar sem hafa starfað með íslensku skátahreyfingunni er heimilt að einkenna sig með þeim.
4. grein - skátaklútar
Sérkenni íslenskra skáta er skátaklúturinn.
Klút skal bera um háls yfir kraga og taka saman með hnút að framanverðu. Leitast skal við að bera skátaklútinn ystan klæða á þann hátt að áberandi sé.
Heimilt er að bera klúta sem gerðir eru af sérstöku tilefni, s.s. mótsklúta, eina eða samhliða öðrum klútum.
Skáti ber klút í samræmi við eftirfarandi skilyrði:
- Fjölskyldu- og hrefnuskátar bera fjólubleikan klút með ljósbláum, grænum, rauðum og gulum röndum meðfram brún beggja skammhliða.
- Drekaskátar bera gulan klút,
- Fálkaskátar bera vínrauðan klút,
- Dróttskátar bera grænan klút,
- Rekkaskátar bera bláan klút,
- Róverskátar bera gráan klút,
- Eldri skátar bera fjólubláan klút.
- Gilwellskátar mega bera Gilwellklút með alþjóðlegu merki og öðrum einkennum Gilwell. Heimilt er að bera Gilwellhnút og -perlur með öðrum skátaklútum og án annarra einkenna.
- Hátíðarklútur íslenskra skáta er heiðblár með fánarönd meðfram brún beggja skammhliða og ofnu merki BÍS í hyrnunni. Hátíðarklúturinn er einkenni íslenskra skáta á alþjóðlegum viðburðum skátahreyfingarinnar. Heimilt er að nota hátíðarklút við öll tækifæri en hann skal ávallt borinn við hátíðarbúning og á ferðum íslenskra skáta erlendis.
5. grein - skátafatnaður
Skátaskyrta íslenskra skáta er ljósblá skyrta með tveimur brjóstvösum, með eða án axlaspæla, síðerma eða stutterma.
Skátapeysa íslenskra skáta er skátablá peysa með appelsínugulu BÍS merki á vinstra brjósti.
Skátabolur íslenskra skáta er skátablár bolur með appelsínugulu BÍS merki á vinstra brjósti
Skátaflík er hvers kyns fjölbreyttur fatnaður sem merktur er með merki BÍS, merki skátafélags eða nokkru öðru merki skáta.. Nær þetta til þess fatnaðar sem Skátabúðin lætur framleiða til viðbótar við skátaskyrtu, skátapeysu og skátabol íslenskra skáta. Til fatnaðar sem skátafélögin eða hópar innan félaga láta framleiða og merkja með sínum merkjum og/eða merki BÍS. Einnig til þess fatnaðar sem framleiddur er fyrir viðburði og/eða fararhópa skáta og bera skátatengd merki.
Við hönnun og framboð skátafatnaðar skal taka fullt tillit til þess að fatnaður henti öllum kynjum.
6. grein - skátabúningar
Einfaldasta form skátabúnings er skátaklútur. Skátar skulu bera skátaklút í öllu skátastarfi svo lengi sem aðstæður leyfa.
Fullur skátabúningur er skilgreindur sem skátaklútur ásamt hvers kyns skátafatnaði.
Með skátaklút og/eða skátafatnaði er heimilt að klæðast hverjum þeim fatnaði sem hæfa þykir hverju sinni. Leitast skal við að hafa klútinn yst og að hann sé sýnilegur.
Við skátastörf skulu skátar leitast við að nota skátabúning. Mælst er til þess að eftirfarandi einkenni séu notuð af skátum á ólíkum aldursbilum:
Fálkaskátar og yngri
- Skátaklútur
- Skátapeysa og/eða -bolur íslenskra skáta
- Skátaflíkur framleiddar af félagi og/eða skátunum sjálfum
Dróttskátar og eldri
- Sömu einkenni og fálkaskátar og yngri
- Skátaskyrta
- Skátaflíkur framleiddar af Skátabúðinni
Þau sem skipuleggja og stýra skátastarfi skulu meðvituð um að efnahagsstaða skáta er ólík og einkenni geta haft sömu möguleika að skapa sundrung og samstöðu ef tækifærin til að eignast þau eru ólík. Því er mælst til að félög móti hvaða einkenni séu notuð í þeirra starfi og leitist við að skapa fyrirkomulag þar sem öll eignast þau einkenni með jöfnum hraða t.d. í gegnum félagsgjöld.
Gæta skal að ungir skátar upplifi ekki þrýsting um að eiga öll einkenni sem standa til boða. Eftir því sem skátar eldast geta þau eignast fleiri einkenni eftir því sem iðkun þeirra krefst þess eða áhugi þeirra fyrir því eykst.
7. grein - hátíðarbúningur skáta
Hátíðarbúningur getur hentað við sérstök tækifæri, s.s. þann 22. febrúar, í heiðursverði, í fánaborg, jarðarförum, hátíðarfundum skáta, skátaþingum, öðrum sérstökum hátíðisdögum og hátíðarfundum.
Hátíðarbúningur skáta er skilgreindur sem skátapeysa íslenskra skáta og skátaklútur fyrir fálkaskáta og yngri en sem skátaskyrta og hátíðarklútur íslenskra skáta með snyrtilegum hnút eða gjörð fyrir dróttskáta og eldri.
Við hátíðarbúning er æskilegt að vera í einlitum dökkum buxum og/eða pilsi og í svörtum og/eða dökkum sokkum og dökkum skófatnaði sem hentar tilefninu, sé þess þörf er hægt að nota dökka hanska og dökkt belti.
Í viðeigandi tilfellum eru svartir sorgarborðar bornir um vinstri upphandlegg
8. grein - utanferðabúningur skáta
Í utanferðum í skátastarfi er gjarnan ætlast til að höfð séu með þau einkenni sem einkenna íslenska skáta í alþjóðlegum félagsskap. Þegar ætlast er til þess að hver þjóð sé í skátabúning síns lands við viss tilefni í ferðinni skal miða við fullan utanferðarbúning skáta.
Fullur utanferðabúningur skáta er skilgreindur sem skátaskyrta og hátíðarklútur íslenskra skáta fyrir dróttskáta og eldri en sem skátapeysa og hátíðarklútur íslenskra skáta fyrir fálkaskáta og yngri. Á skátaskyrtu eða skátapeysu skulu borin alþjóðamerki.
Vegna utanferða skáta eru stundum útbúin farareinkenni og eru þau einkenni sérstakur utanferðabúningur þeirrar ferðar.
Í utanferðum í skátastarfi skal ávallt hafa meðferðis hátíðarklút íslenskra skáta. Mælst er til þess að í utanferðum klæðist íslenskir skátar íslenskum skátafatnaði eins og kostur er án þess að það komi á nokkurn hátt niður velferð þeirra eða upplifun af ferðinni.
9. grein - notkun einkenna utan skátastarfs
Þegar skátar klæðast skátafatnaði og bera jafnvel skátaklút utan skátastarfs, eða einkenna sig með þeim hætti á öðrum vettvangi svo sem á samfélagsmiðlum, ber að hafa í huga að framkoma, hegðun og aðstæður samræmist gildum skátastarfs.
Þá eru eftirtalin dæmi með öllu óheimil:
- Að nota einkenni skáta við aðstæður sem teljast augljóslega vanvirðandi fyrir skátastarf eða skátahreyfinguna.
- Að nota einkenni skáta í hvers kyns auglýsingum án fengins leyfis stjórnar BÍS.
- Að nota einkenni skáta í pólitískum tilgangi.
- Að bera einkenni skáta og neyta áfengis eða vímuefna eða verandi undir áhrifum þeirra.
10. grein - frekari reglur um skátabúninga
Stjórn BÍS getur sett frekari fyrirmæli um notkun skátabúninga, svo sem hvar skuli bera merki á þeim, með öðrum reglugerðum. Allar helstu upplýsingar um notkun skátabúninga skulu teknar saman og birtar á vef BÍS.
Skátamiðstöðin
Skátamiðstöðin
Skátamiðstöðin í Hraunbæ 123 hýsir starfsólk Bandalags íslenskra skáta.
Á efri hæð hússins er stór og góður salur, vel búið fundarherbergi og skrifstofur BÍS. Auk daglegrar starfsemi starfsfólks er góð funda- og vinnuaðstaða í húsinu fyrir sjálfboðaliða skátanna og reglulega fara þar fram ýmsir fundir, hittingar og námskeið. Skátum með félagsaðild að BÍS er ávallt velkomið að nýta rýmin.
Opnunartímar skátamiðstöðvarinnar:
Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00
Föstudaga: 09:00 – 13:00
Lokað um helgar
Framkvæmdastjóri BÍS
Ragnar Þór Þrastarson
Netfang: ragnar@skatarnir.is
Sími: 550 9809
Ragnar Þór Þrastarson er framkvæmdarstjóri BÍS, hann stýrir daglegum rekstri og framþróun Skátamiðstöðvarinnar og framfylgir stefnu BÍS. Hann á tryggt samstarf við sjálfboðaliðana sem skipa stjórn BÍS og fylgir samþykktum stjórnar eftir en einnig á Ragnar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir dótturfyrirtækja. Ragnar er í forsvari fyrir BÍS gagnvart hinu opinbera, fjölmiðlum og helstu samstarfsaðilum skátahreyfingarinnar á Íslandi. Áherslur Ragnars í starfi eru að innleiða ferla til þess að auka skilvirkni og auðvelda samskipti. Á sama tíma mun Ragnar styðja við þá góðu vinnu sem farið hefur fram síðastliðin ár og halda áfram að bæta þjónustu, fagmennsku, ásýnd og gæði Skátastarfsins á Íslandi.
Fræðsla og þjálfun
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Verkefnastýra fræðslumála
Netfang: katrin@skatarnir.is
Sími: 550 9804
Katrín er verkefnastýra fræðslumála, hún hefur yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur líka með leiðbeinendasveit BÍS sem sinnir skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar. Katrín og erindrekar BÍS vinna líka oft saman að átaksverkefnum sem snúa að fræðslu- og þjálfunarmálum.
Erindrekar
Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir
Netfang: halldoraolafs@skatarnir.is
Sími: 550 9803
Sædís Ósk Helgadóttir
Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805
Allir erindrekar
Netfang: erindrekar@skatarnir.is
Sími: 550 9800
Erindrekar BÍS vinna með sjálfboðaliðum BÍS og í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Sem erindrekar eru þau í samskiptum við skátafélög um allt land og styðja þau í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja félagsstarf þeirra, miðla reynslu á milli félaga og vinna að lausnum á sameiginlegum áskorunum þeirra. Erindrekar sinna líka allskyns átaksverkefnum sem miða að því að því að styðja sjálfboðaliða í þeirra hlutverkum s.s. með útgáfu fræðsluefnis og verkfæra, með þjálfun og með virkri handleiðslu. Þau vinna líka að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi.
Erindrekar vinna líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem ekki fyrirfinnst skátastarf nú þegar. Í slíkum verkefnum bjóðast þau að koma hvert á land sem er að kynna starfið fyrir áhugasömum sjálfboðaliðum og þátttakendum, halda námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og reka dagskrá fyrir þátttakendur í nokkur skipti.
Skiptingu erindrekanna milli félaga má sjá hér
Fjármál og miðlun
Halldóra Inga Ingileifsdóttir
Fjármálastjóri
Netfang: halldora@skatarnir.is
Sími: 550 9807
Halldóra Inga er fjármálastjóri BÍS og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja. Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.
Hilda Ösp Stefánsdóttir
Bókari
Netfang: hilda@skatarnir.is
Sími: 550 9811
Hilda er bókari og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja ásamt fjármálastjóra. Hennar helstu verkefni snúa að innheimtu, launamálum og færa bókhald BÍS og dótturfyrirtækja þess. Hilda aðstoðar einnig oft við yfirlestur efnis áður en það er gefið út af BÍS.
Rita Osório
Kynningarmálastýra
Netfang: rita@skatarnir.is
Sími: 550 9802
Rita stýrir ímyndarmálum BÍS og dótturfyrirtækja þeirra. Hún stýrir samfélagsmiðlum og býr til skemmtilegt efni til að sýna frá starfinu. Rita vinnur einnig að því að lyfta heimasíðum BÍS og dótturfyrirtækja í nýjar hæðir, búa til nútímalegt og lifandi kynningarefni fyrir skátafélögin og að gera stuðningsefni fyrir skátaforingja og aðra sjálfboðaliða aðgengilegt og flott. Hún tekur einnig myndir og myndbönd úr starfi BÍS.
Úlfur Kvaran
Sölu- og markaðsfulltrúi
Netfang: ulfur@skatarnir.is
Sími: 550 9800
Úlfur er sölu-og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar.
Hans helsta verkefni er ábyrgð á daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar, umsjón með pöntunum og birgðarhaldi, umsjón með rekstri og útleigu á Skátamiðstöð og umsjón með styrktarkerfi skáta ásamt sölu-og markaðsetningu Sígrænna jólratrjáa.
Viðburðir og dagskrá
Kolbrún Ósk Pétursdóttir
Mótstjóri Landsmóts og starfsmaður farastjórnar Alheimsmóts
Netfang: kolbrun@skatarnir.is
Sími: 550 9806
Kolbrún Ósk er viðburðarstjóri að mennt og hefur verið valin mótsstjóri landsmóts skáta 2024. Undirbúningur er hafinn fyrir mótið sem Kolbrún mun sinna sem sjálfboðaliði en hún hefur auk þess verið ráðin í hlutastarf hjá Skátamiðstöðinni til að sinna þeim málum sem snúa að rekstri og skráningarmálum fyrir mótið.
Nú í vetur mun hún einnig sinna verkefnum sem til falla vegna ferðar skáta á alheimsmótið í Suður Kóreu sumarið 2023, svo sem stuðning við fararstjórn, samskipti vegna skráninga og reikninga, og annan undirbúning.
Bjarki Rafn Andrésson
Starfsmaður Skátamóta
Netfang: bjarki@skatarnir.is
Sími: 550 9806
Bjarki er starfsmaður Skátamóta og hefur yfirumsjón með samskiptum við erlenda hópa sem eru að koma á Landsmót skáta 2024. Bjarki vinnur við hlið mótsstýru Landsmóts og sinnir þar einnig verkefnum er koma Landsmóti 2024 beint við.
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Elín Esther Magnúsdóttir
Rekstrarstjóri
Netfang: elin@skatarnir.is
Sér um að framfylgja stefnu BÍS á Úlfljótsvatni, starfsmannahaldi og daglegum rekstri staðarins í samráði við framkvæmdastjóra BÍS. Hún sér um markaðsstefnu staðarins ásamt því að halda vexti og þjónustustigi heilbrigðu. Elín stýrir öllu starfsfólki á Úlfljótsvatni og sér til þess að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir starfsfólk Úlfljótsvatns. Elín er talsmaður Úlfljótsvatns í samráði við stjórn BÍS.
Tero Marin
Tjaldbúða & svæðisstjóri
Netfang: tero@skatarnir.is
Tero er þúsundþjalasmiður og skáti sem sér um skipulagningu og framkvæmd almenns viðhalds á húsnæði og innviðum Úlfljótsvatns. Hann sér bæði um inni og útisvæði ásamt því að sinna tjaldsvæðinu með teymi sjálfboðaliða sem leggja ómælda vinnu í svæðið á ári hverju samkvæmt stefnu Úlfljótsvatns. Tero sér um samskipti við Skóræktina og leiðir verkefni landgræðslu og skóræktar á svæðinu.
Sjöfn Ingvarsdóttir
Skóla- og Sumarbúðarstýra
Netfang: sjofn@skatarnir.is
Sjöfn er ábyrg fyrir skipulagningu, framkvæmd og endurmati á skóla- og sumarbúðum Úlfljótsvatns. Hún er talsmaður skóla- og sumarbúða ásamt því að eiga í samskiptum við viðskiptavini. Sjöfn sér um endurmat og breytingar alls sem kemur að skóla og sumarbúðum á Úlfljótsvatni.
Skátasamband Reykjavíkur
Jón Andri Helgason
Framkvæmdarstjóri Skátasambands Reykjavíkur og Skátalands
Netfang: ssr@ssr.is
Jón Andri sér um samskipti við Reykjavíkurborg fyrir hönd skátafélaganna varðandi samstarfssamning og húsnæðismál. Jón Andri sinnir einnig viðburðarhaldi fyrir Skátasambandið en þar eru viðburðir eins og Vetrarmót Reykjavíkurskáta, Sumardagurinn fyrsti; 17.júní og sér um starfsmannamál fyrir Útilífsskólann.
Daði Már Gunnarsson
Verkefnastjóri Skátasamband Reykjavíkur
Netfang: skatafelog@ssr.is
Daði sér um stuðning við starfandi skátaforingja hjá skátafélögunum í Reykjavík með foringjaþjálfun og aðstoð við skipulagningu á skátastarfi. Daði aðstoðar einnig við viðburði Skátasambandsins.
Fastaráð
fastaráð
Hér má finna helstu upplýsingar, fundargerðir og aðrar upplýsingar um fastaráð bandalagsins.
Á vegum stjórnar BÍS starfa ávallt fimm fastaráð:
ALÞJÓÐARÁÐ
Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðarsamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.
MEÐLIMIR RÁÐS:
Andri Rafn Ævarsson
Daði Már Gunnarsson
Sunna Dís Helgadóttir
Sandra Óskarsdóttir
WOSM IC:
Berglind Lilja | berglind@skatarnir.is
WAGGGS IC:
Egle Sipaviciute | egle@skatarnir.is
Tengiliður í stjórn:
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Sameiginlegt netfang Alþjóðaráðs:
althjodarad@skatarnir.is
Fundargerðir
Fundagerð 28. nóvember 2023
Fundagerð 31. október 2023
Fundagerð 10. október 2023
Fundagerð 19. september 2023
Fundagerð 22. ágúst 2023
Fundagerð 27. júní 2023
Fundagerð 12. júní 2023
Fundagerð 15. maí 2023
Fundagerð 3. maí 2023
Fundagerð 18. apríl 2023
Fundagerð 21. mars 2023
Fundagerð 7. mars 2023
Fundagerð 20. febrúar 2023
Fundagerð 7. febrúar 2023
Fundagerð 24. janúar 2023
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.03.08
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.04.12
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.05.03
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.05.24
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.06.15
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.08.02
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.09.15
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.10.13
Fundargerð Alþjóðaráðs 2021.11.10
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.01.07
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.01.20
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.02.10
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.02.24
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.03.23
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.04.01
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.04.23
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.05.07
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.05.11
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.05.25
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.08.06
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.08.11
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.08.26
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.09.03
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.09.13
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.10.01
Fundargerð Alþjóðaráðs 2020.10.18
SKÁTASKÓLINN
Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.
MEÐLIMIR RÁÐS:
Björk Norðdahl
Elín Esther Magnúsdóttir
Harpa Hrönn Grétarsdóttir
Kristín Hrönn Þráinsdóttir
Sebastian Fjeldal Berg
Tengiliður í stjórn:
Guðrún Stefánsdóttir
Sameiginlegt netfang Skátaskólans:
skataskolinn@skatarnir.is
Fundargerðir
STARFSRÁÐ
Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.
MEÐLIMIR RÁÐS
Fanný Björk Ástráðsdóttir
Jóhanna Björg Másdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson
Valur Kári Óskarsson
Védís Helgadóttir
Tengiliður í stjórn:
Unnur Líf Kvaran
Sameiginlegt netfang Starfsráðs:
starfsrad@skatarnir.is
Fundargerðir
UNGMENNARÁÐ
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs.
MEÐLIMIR RÁÐS
Annika Daníelsdóttir Schnell
Grímur Chunkuo Ólafsson
Hafdís Rún Sveinsdóttir
Lára Marheiður Karlsdóttir – Áheyrnafulltrúi ungmenna í stjórn BÍS.
Þorkell Grímur Jónsson
Tengiliður í stjórn:
Sameiginlegt netfang Ungmennaráðs:
ungmennarad@skatarnir.is
Fundargerðir
1. Fundargerð Ungmennaráðs 27.02.2022 – Ungmennaráðsskipti
2. Fundargerð Ungmennaráðs 02.03.2022
3. Fundargerð Ungmennaráðs 06.04.2022
4. Fundargerð Ungmennaráðs 26.04.2022 – Ráðafundur
5. Fundargerð Ungmennaráðs 28.04.2022
6. Fundargerð Ungmennaráðs 01.05.2022
7. Fundargerð Ungmennaráðs 04.05.2022
8. Fundargerð Ungmennaráðs 06.07.2022
9. Fundargerð Ungmennaráðs 11.07.2022
10. Fundargerð Ungmennaráðs 03.08.2022
11. Fundargerð Ungmennaráðs 24.08.2022
12. Fundargerð Ungmennaráðs 31.10.2022
13. Fundargerð Ungmennaráðs 07.11.2022
14. Fundargerð Ungmennaráðs 21.11.2022
ÚTILÍFSRÁÐ
Hlutverk útilífsráðs er að hvetja til viðburða sem fela í sér útilífs og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
MEÐLIMIR RÁÐS
Anna Margrét Tómasdóttir
Erla Sóley Skúladóttir
Jakob Frímann Þorsteinsson
Ævar Aðalsteinsson
Tengiliður í stjórn:
Sameiginlegt netfang Útilífsráðs:
utilifsrad@skatarnir.is
Skátaþing 2023
Fundargerð Skátaþings 2023
Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2023 á pdf formi með því að smella hér.
Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.
Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.
STREYMI - FÖSTUDAGUR 24. MARS
STREYMI - LAUGARDAGUR 25. MARS
Dagsetning Skátaþings
Skátaþing verður haldið dagana 24.-26. mars 2023, þingið fer fram á í Háskólanum á Akureyri. Skátaþing verður sett á föstudegi kl. 20:30 og slitið á sunnudegi kl. 13:00.
Bíltúrinn á leið norður
Nú er viðbúið að fjölmörg keyri norður til að taka þátt í Skátaþingi 2023. Við höfum því tekið saman skemmtilegan leik fyrir öll að taka þátt í og stytta sér stund í bíltúrnum.
Skráning þingfulltrúa
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Skil kjörbréfa
Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.
Þinggögn
Hér birtast þinggögn jafnóðum og þau berast
Fundarboð og dagskrá Skátaþings 2023:
Fundarboð Skátaþings 2023
Dagskrá Skátaþings 2023 – Samþykkt samhljóða
Uppgjör ársins 2022:
Ársskýrsla BÍS 2022
Ársreikningar BÍS 2022 – Samþykkt samhljóða
Stefnumál framtíðar:
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 – Samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2023 og 2024 – Samþykkt samhljóða
Starfsáætlun BÍS árin 2023-2027 – Samþykkt samhljóða
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Lög BÍS
Grunngildi BÍS
Stefna BÍS til 2025 – Fyrirmynd til framtíðar
Reglugerð BÍS um einkenni íslenskra skáta
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um merki BÍS
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Jafnréttisstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Persónuverndarstefna BÍS
Dagskrá
Fundarstjórar:
Guðmundur Finnbogason & Kjartan Ólafsson
Fundarritarar:
Elín Esther Magnúsdóttir & Erika Eik Bjarkadóttir
FÖSTUDAGURINN 24. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
19:30
Fyrirpartý
20:30
1. Setning Skátaþings 2023
2. Kosning fundastjóra og fundarritara
3. Ávörp
Látnir félagar á árinu
4. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd
Styrktarsjóður skáta – Kynning á úthlutunum 2023
Afhending skipunarbréfa
Afhending heiðursmerkja
Kynningar í pontu
22:00
Kaffihlé
22:15
5. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
6. Tillaga að dagskrá Skátaþings rædd og afgreidd
7. Inntaka nýrra skátafélaga
8. Tillaga stjórnar um gildistöku inngöngu
Skátaþingi frestað til 09:00 daginn eftir
23:05
Dagskrártilboð – Kvölddagskrá
23:20
Frestun
LAUGARDAGURINN 25. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
08:00
Morgunmatur opnar
08:45
Mæting
09:00
9. Skýrsla stjórnar BÍS – kynning og umræður
10. Starfsáætlun BÍS 2023-2027 kynnt, rædd og afgreidd
11. Ársreikningar BÍS kynntir, ræddir og afgreiddir
12. Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 kynnt, rætt og afgreitt
13. Fjárhagsáætlun BÍS 2023-2024 kynnt, rædd og afgreidd
10:30
Kaffihlé
10:45
12:15
Hádegishlé
13:00
15. Reglugerðir BÍS kynntar
16. Önnur mál
13:50
17. Aðalfundarstörfum lýkur
14:00
Kynning á smiðjum og umræðuhópum
14:00 – Smiðjur og umræðuhópar 1 | 15:00 – Smiðjur og umræðuhópar 2 |
Stefnumótun í alþjóðastarfi | Aukið aðgengi að Úlfljótsvatni |
Sóknaráætlun BÍS | Sóknaráætlun BÍS |
Upplýsingagjöf til skátafélaga | Fjármál og eignir félaga |
15:55
Skátaþingi frestað til 09:45 daginn eftir
16:00
Dagskrártilboð – Síðdegisdagskrá
19:30
Hátíðarkvöldverður – val
SUNNUDAGURINN 26. MARS – HAMRAR
09:00
Morgunmatur opnar
09:45
Kynningar á smiðjum og umræðuhópum
10:00 – Smiðjur og umræðuhópar 3 | 11:00 – Smiðjur og umræðuhópar 4 |
Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn | Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn |
Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn | Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn |
Ný hvatamerki | Hamrar vetrarskátamiðstöð |
12:00
Hádegismatur
12:45
Brottför
Inntaka nýrra skátafélaga
Stjórn BÍS hefur borist ein umsókn inngöngu skátafélags í BÍS en slíkt þarf að staðfesta formlega á Skátaþingi skv. 7. grein laga BÍS.
Skátafélagið Farfuglar – umsókn um félagsaðild A – Samþykkt samhljóða
Skátafélagið Farfuglar – lög félagsins
Skátafélagið Farfuglar – skráning í Fyrirtækjaskrá
Skátafélagið Farfuglar – merki félagsins
Tillaga um gildistöku inngöngu – Flutningsaðili: Stjórn BÍS
Tillögur til afgreiðslu á Skátaþingi
Engar tillögur bárust til afgreiðslu á Skátaþingi 2023
Kjör á Skátaþingi
Samkvæmt 17. grein laga BÍS fara kosningar fram á sléttu ártali. Því er ekkert hlutverk innan BÍS laust til kjörs á Skátaþingi 2023.
Eftirfarandi voru kjörin fundarstjórar:
Guðmundur Finnbogason
Kjartan Ólafsson
Eftirfarandi voru kjörin fundarritarar:
Elín Esther Magnúsdóttir
Erika Eik Bjarkadóttir
Eftirfarandi voru kjörin í kjörnefnd:
Eygló Viðarsdóttir Biering – Skátafélagið Heiðabúar
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson – Skátafélagið Fossbúar
Védís Helgadóttir, Skátafélagið Landnemar
Eftirfarandi voru kjörin í allsherjarnefnd:
Ásgerður Magnúsdóttir – Skátafélagið Svanir
Benedikt Þorgilsson – Skátafélagið Garðbúar
Dagbjört Brynjarsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
Jóhann Gunnar Malmquist – Skátafélagið Klakkur
Ólafur Patrick Ólafsson – Skátafélagið Vífill
Lagabreytingatillögur
Lagabreytingartillaga – Um titla lagagreina Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 97,96% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingartillaga – 16. og 26. grein um kosningu ungmennaráðs Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 52, Nei – 1, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingatillaga – 20. grein, um aldur atkvæðisbærra fulltrúa Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
- Breytingartillaga 1 Flutningsaðilar: Ungmennaráð – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
- Breytingartillaga 2 Flutningsaðili: Bjarki Geir Benediktsson – Vísað frá af fundarstjórum sem aðskildri lagabreytingartillögu
- Breytingartillaga 3 Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Felld, náði eingöngu samþykkt 54,55% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 30, Nei – 21, Sátu hjá – 4)
- Breytingartillaga 4 Flutningsaðili: Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir – Samþykkt með 75,93% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 41, Nei – 11, Sátu hjá – 2)
Lagabreytingatillaga – 25. grein, um skipun embætta Flutningsaðilar: stjórn BÍS – Samþykkt með 98,15% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingatillaga – 26. grein, um aldurstakmörk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Samþykkt með 84,91% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 5, Sátu hjá – 3)
Lagabreytingartillaga – 26. grein um brottfall í fastaráðum Flutningsaðilar: Stjórn BÍS
- Breytingartillaga 1 – Flutningsaðili: Jón Andri – Felld með 61,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 33, Já – 11, Sátu hjá – 10)
- Breytingartillaga 2 – Flutningsaðili: Sigurður Viktor Úlfarsson – Samþykkt með 72,22% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 39, Nei – 8, Sátu hjá – 7)
Lagabreytingartillaga – 26. grein um hlutverk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Dregin til baka
Afgreitt á Ungmennaþingi 2023
Eftirfarandi gögn eru til að upplýsa Skátaþing um mál sem afgreidd voru á Ungmennaþingi en eru þó ekki til afgreiðslu á Skátaþingi 2022.
Kjör á ungmennaþingi
Samkvæmt 16. grein laga BÍS átti ekki að kjósa í ungmennaráð á Ungmennaþingi 2023. En ungmennaráð ákvað að auglýsa allar stöður lausar og voru eftirfarandi kjörin í ráðið:
Fjögur sæti í ungmennaráði:
Jóhann Thomasson Viderö
Svava Dröfn Davíðsdóttir
Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir
Högni Gylfason
Áskoranir samþykktar á Ungmennaþingi:
Hægt er að fræðast um áskoranir ungmennaþings í fundargerð undir lið 4 sem má lesa með því að smella hér.
Tölfræði um atkvæðisbæra fulltrúa
TÖLFRÆÐI UM KJÖRMENN
Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða
Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.
Atkvæði eftir félögum
Skátafélagið Árbúar | 4 |
Skátafélagið Eilífsbúar | 1 |
Skátafélagið Fossbúar | 4 |
Skátafélagið Garðbúar | 4 |
Skátafélagið Heiðabúar | 4 |
Skátafélagið Hraunbúar | 4 |
Skátafélagið Klakkur | 4 |
Skátafélagið Kópar | 2 |
Skátafélagið Landnemar | 4 |
Skátafélagið Mosverjar | 4 |
Skátafélagið Radíóskátar | 1 |
Skátafélagið Segull | 2 |
Skátafélagið Skjöldungar | 4 |
Skátafélagið Sólheimar | 1 |
Skátafélagið Strókur | 2 |
Skátafélagið Svanir | 4 |
Skátafélagið Vífill | 4 |
Skátafélagið Ægisbúar | 4 |
Samtals | 57 |
Skiluðu ekki kjörbréfi
Skátafélag Akranes
Voru ekki viðstödd Skátaþing
Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Vogabúar
Skátafélagið Örninn
Um hlut ungmenna meðal atkvæðisbærra fulltrúa
Kjörmenn á þátttökualdri (Róverskátar eða yngri) voru 33 af 57 aðalfulltrúum og 9 af 16 varamönnum.
SKÁTAFÉLAG | AÐALFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | AÐALFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI |
Árbúar | 4 | 0 | 1 | 0 |
Eilífsbúar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Fossbúar | 1 | 3 | 4 | 0 |
Garðbúar | 3 | 1 | 0 | 2 |
Heiðabúar | 2 | 2 | 0 | 0 |
Hraunbúar | 3 | 1 | 2 | 0 |
Klakkur | 2 | 2 | 0 | 2 |
Kópar | 1 | 1 | 0 | 0 |
Landnemar | 3 | 1 | 0 | 0 |
Mosverjar | 2 | 2 | 2 | 2 |
Radíóskátar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Segull | 2 | 0 | 0 | 0 |
Skjöldungar | 3 | 1 | 0 | 3 |
Sólheimar | 0 | 1 | 1 | 0 |
Strókur | 0 | 2 | 0 | 0 |
Svanir | 4 | 0 | 4 | 0 |
Vífill | 2 | 2 | 0 | 1 |
Ægisbúar | 1 | 3 | 0 | 3 |
Alls | 33 | 24 | 14 | 13 |
Jafnréttisstefna BÍS
JAFNRÉTTISSTEFNA BÍS
Samþykkt á Skátaþingi 2. apríl 2022
Gildissvið
Þessi stefna skal ná til alls skátastarfs á á Íslandi.
Telji félagar að aðrir félagar eða starfsfólk Bandalags íslenskra skáta hafi gerst brotleg við jafnréttisstefnu þessa má vísa því til stjórnar Bandalagsins. Telji félagar að stjórn Bandalags íslenskra skáta hafi gerst brotleg við jafnréttisstefnuna má vísa því til Skátaþings.
SÝN:
Stefna þessi miðar að því að skýra hlutverk og leiðir Bandalags íslenskra skáta til að tryggja raunverulega inngildingu og aðgengi allra hópa að skátastarfi og að öll sem vilji fái tækifæri til þess að njóta skátastarfs, óháð kynþætti, þjóðerni, kynvitund, kynhneigð, kyntjáningu, trú, stjórnmálaskoðun, aldri, stétt eða stöðu að öðru leyti.
Hlutverk Bandalags íslenskra skáta er að tryggja að allir skátar njóti jafnréttis í skátastarfi þar sem inngilding og fjölbreytileiki eru í hávegum höfð.
Bandalag íslenskra skáta mun gera allar mögulegar ráðstafanir til að tækla allar gerðir mismununar, ójafnréttis og óréttlátrar meðferðar, gegn eða á milli félaga í hreyfingunni.
MARKMIÐ:
- Að öll sem sinni sjálfboðaliða- eða forystustörfum fyrir skátana búi yfir greinargóðri þekkingu og vitund um mannréttindi, jafnrétti, inngildingu og fjölbreytileika samfélagsins.
- Að ráðstafanir verði teknar til að kynna skátastarf fyrir og taka sérstaklega á móti í skátastarfi þeim hópum samfélagsins sem eiga erfiðara með að stunda tómstundir eða æskulýðsstarf, t.a.m. vegna fjárhags, tungumáls, fötlunar, þjóðernis, kynferðis eða stöðu að öðru leyti.
- Að hvar sem það er hægt skal skátastarf aðlagað að ólíkum þörfum þeirra sem stunda það, svo lengi sem það stríðir ekki gegn Grunngildum skátahreyfingarinnar, markmiðum hennar eða skátaaðferðinni.
- Að öll lög, stefnur og reglugerðir BÍS endurspegli þessa skuldbindingu samtakanna að stuðla að frekari inngildingu og fjölbreytileika í skátahreyfingunni.
- Að miðla þessari stefnu út á við til félaga BÍS og víðar.
- Að endurmeta og endurbæta þessa stefnu eftir því sem við á svo að BÍS geti haldið áfram að þróast í átt að frekari inngildingu og fjölbreytileika í skátahreyfingunni.
SKREF Í ÁTT AÐ MARKMIÐUM:
- Að öll sem sinni sjálfboðaliða- eða forystustörfum fyrir skátana búi yfir greinargóðri þekkingu og vitund um mannréttindi, jafnrétti, inngildingu og fjölbreytileika samfélagsins.
-
- Að þekking og vitund skáta um jafnréttismál og mannréttindi verði aukin með fræðslu til skáta og skátaforingja
- Að búa til dagskrár- og fræðsluefni um jafnrétti, mannréttindi og fjölbreytileika sem miðlað er til skáta og skátaforingja.
- Að tryggja að fjölbreytileikafræðsla og önnur fræðsla um jafnrétti og mannréttindi sé í boði hvenær sem þess er völ, t.d. á sjálfboðaliðanámskeiðum, foringjanámskeiðum og annars staðar.
-
- Að ráðstafanir verði teknar til að kynna skátastarf fyrir og taka sérstaklega á móti í skátastarfi þeim hópum samfélagsins sem eiga erfiðara með að stunda tómstundir eða æskulýðsstarf, t.a.m. vegna fjárhags, tungumáls, fötlunar, þjóðernis, kynferðis eða stöðu að öðru leyti.
-
- Að bjóða skátaforingjum og öðrum sjálfboðaliðum upp á nauðsynlega þjálfun og fræðslu svo þau geti tekið á móti einstaklingum með ólíkar þarfir, reynslu og bakgrunn og gert þeim kleift að njóta sín í skátastarfi.
- Að skapa verkfæri og ferla sem tryggja að bág fjárhagsstaða hindri ekki aðgengi einstaklinga að skátastarfi.
- Að skapa tækifæri í skátastarfi svo skátar, þá sérstaklega skátar á þátttökualdri, fái að upplifa og læra um inngildingu, fjölbreytileika og mannréttindi í skátastarfi, bæði hvað varðar þau sjálf sem og aðra hópa í samfélaginu.
-
- Að hvar sem það er hægt skal skátastarf aðlagað að ólíkum þörfum þeirra sem stunda það, svo lengi sem það stríðir ekki gegn Grunngildum skátahreyfingarinnar, markmiðum hennar eða skátaaðferðinni.
-
- Að dagskrár- og fræðsluefni og annað útgefið efni BÍS verði (þ.m.t. birt efni á samfélagsmiðlum) birt á fleiri en einu tungumáli.
- Að viðburðir BÍS verði, án undantekninga, túlkaðir sé þess þörf eða beðið sé um það, án kostnaðar fyrir þau sem þurfa á túlkun að halda.
- Að viðburðir BÍS verði, alltaf þegar völ er á, haldnir í aðgengilegu húsnæði með tilliti til góðrar hljóðvistar fyrir fólk með heyrnarskerðingu eða heyrnartruflanir og aðgengis fyrir þau sem nota hjólastól eða eru hreyfihömluð.
-
- Að öll lög, stefnur og reglugerðir BÍS endurspegli þessa skuldbindingu samtakanna að stuðla að frekari inngildingu og fjölbreytileika í skátahreyfingunni.
-
- Að lög, stefnur og reglugerðir BÍS verði yfirfarnar og nauðsynlegar breytingar gerða til að þessi plögg stuðli að inngildingu og endurspegli raunverulega þann fjölbreytileika sem fyrirfinnst í skátahreyfingunni sem og samfélaginu öllu.
- Að lög, stefnur og reglugerðir BÍS hindri ekki aðgengi þeirra sem raunverulega vilja stunda skátastarf, gefið að þau séu tilbúin að fylgja markmiðum hreyfingarinnar, Grunngildum og skátaaðferðinni.
-
- Að miðla þessari stefnu út á við til félaga BÍS og víðar.
-
- Að kynna þessa stefnu félögum við tækifæri og hvetja félaga til þess að stefna einnig að því að ná markmiðum þessarar stefnu.
- Að þessi stefna og skrefin sem tekin eru með henni verði kynnt á samfélagsmiðlum BÍS.
- Að vera fyrirmynd fyrir önnur samtök í jafnréttismálum og inngildingu sem og fræðslu um fjölbreytileika og mannréttindi.
-
- Að endurmeta og endurbæta þessa stefnu eftir því sem við á svo að BÍS geti haldið áfram að þróast í átt að frekari inngildingu og fjölbreytileika í skátahreyfingunni.
-
- Að þróa stefnuna eftir því sem nýjar upplýsingar koma í ljós.
- Að fylgjast með hvernig gengur að innleiða þessi skref í skátafélögunum.
- Að endurmeta reglulega hvort það vanti eitthvað í stefnuna eða hvort einhverju sé ofaukið.
-
Skátaþing 2022
Fundargerð Skátaþings 2022
Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2022 á pdf formi með því að smella hér.
Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.
Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.
Upptaka skátaþings 2022
Upptaka frá föstudeginum 1. apríl
Upptaka frá aðalfundarhluta laugardags 2. apríl
Vinnusmiðjur og umræðuhópar fóru fram á síðarai hluta laugardagsins 2. apríl og allan sunnudaginn 3. apríl en því var ekki streymt.
Dagsetning Skátaþings 2022
Skátaþing var haldið dagana 1. – 3. apríl 2022, þingið fór fram á Bifröst. Skátaþing var sett á föstudegi kl. 18:00 og var þinginu slitið á sunnudegi kl. 15:00.
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi
1. mars kl. 00:01 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum skv. 10. grein laga BÍS til Skátamiðstöðvar lýkur
4. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
11. mars kl. 18:00 – Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
11. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
18. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Skráning á Skátaþing lýkur
1. apríl kl. 18:00 – Skátaþing er sett, skátafélög skulu skila inn kjörbréfum.
Þinggögn
Fundarboð og dagskrá Skátaþings 2022:
Fundarboð Skátaþings 2022
Dagskrá Skátaþings 2022 – Samþykkt samhljóma
Uppgjör ársins 2021:
Ársskýrsla BÍS 2021
Ársreikningar BÍS 2021 – Samþykkt með 92,98% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 2, Sátu hjá – 2)
Stefnumál framtíðar:
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2022-2023 – Samþykkt með 84,21% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 3, Sátu hjá – 6)
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2022 og 2023 – Samþykkt með 96,15% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 5, Sátu hjá – 2)
Starfsáætlun BÍS árin 2022-2026 – Samþykkt með 87,5% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 2, Sátu hjá – 2)
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Lög BÍS
Grunngildi BÍS
Stefna BÍS til 2025 – Fyrirmynd til framtíðar
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Persónuverndarstefna BÍS
Dagskrá
Dagskrá Skátaþings 2022 á pdf formi
Fundarstjórar:
Guðmundur Finnbogason
Fundarritarar:
Elín Esther Magnúsdóttir og Erika Eik Bjarkadóttir
FÖSTUDAGURINN 1. APRÍL
18:00
1. Setning Skátaþings 2022
2. Kosning fundastjóra og fundarritara
3. Ávörp
4. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd
Styrktarsjóður skáta – Kynning á úthlutunum 2022
Afhending skipunarbréfa
18:50
Kaffihlé
Starfsgrunnurinn – Kynning
Þjónandi Skátamiðstöð – Kynning
Skátaskólinn – Kynning
Úlfljótsvatn – Kynning
Kynningarcarnival
20:55
5. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
6. Tillaga að dagskrá Skátaþings rædd og afgreidd
7. Kosningar í embætti
8. Afhending heiðursmerkja
Skátaþingi frestað til 09:00 daginn eftir
22:15
Dagskrártilboð – Kvölddagskrá
LAUGARDAGURINN 2. APRÍL
07:00
Dagskrártilboð – Útihlaup, ganga og jóga
08:00
Morgunmatur opnar
08:45
Mæting
09:00
9. Skýrsla stjórnar BÍS – kynning og umræður
10. Starfsáætlun stjórnar 2022-2026 kynnt, rædd og afgreidd
11. Ársreikningar BÍS kynntir, ræddir og afgreiddir
12. Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2022-2023 kynnt, rætt og afgreitt
13. Fjárhagsáætlun BÍS 2022-2023 kynnt, rædd og afgreidd
10:30
Kaffihlé
14. Lagabreytingatillögur
12:15
Hádegishlé
13:00
15. Jafnréttisstefna BÍS kynnt, rædd og afgreidd
16. Önnur mál
Stjórnarskipti
13:50
17. Aðalfundarstörfum lýkur
14:00
Kynning á smiðjum og umræðuhópum
Smiðjur og umræðuhópar – Umferð 1
Skipti, kex og kaffiáfylling
15:05
Smiðjur og umræðuhópar – Umferð 2
15:55
Skátaþingi frestað til 09:45 daginn eftir
16:00
Dagskrártilboð – Síðdegisdagskrá
19:30
Hátíðarkvöldverður – val
SUNNUDAGURINN 3. APRÍL
09:45
Kynningar á smiðjum og umræðuhópum í fyrra holli
10:00
Smiðjur og umræðuhópar fyrra holl – Umferð 1
Skipti, kex og kaffiáfylling
11:05
Smiðjur og umræðuhópar fyrra holl – Umferð 2
Hádegismatur
12:35
Kynningar á smiðjum og umræðuhópum í seinna holli
12:45
Smiðjur og umræðuhópar seinna holl – Umferð 1
Skipti, kex og kaffiáfylling
13:50
Smiðjur og umræðuhópar B holl – Umferð 2
Þingslit
15:00
Brottför
Tillögur til afgreiðslu á Skátaþingi
Tillaga um fjölgun í fastaráðum Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 91,52% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 54, Nei – 2, Sátu hjá – 3)
Drög að jafnréttisstefnu BÍS Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsardóttir skv. samþykkt Skátaþings 2021 – Samþykkt samhljóða
Kjör á Skátaþingi 2022
Samkvæmt 17. grein laga BÍS fara kosningar fram á sléttu ártali. Kosið er í öll hlutverk til tveggja ára.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs:
Stjórn:
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í ungmennaráði
Önnur hlutverk:
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Til þess að sjá nánari upplýsingar um ráðin og hlutverk, Sjá tilkynningu frá uppstillinganefnd vegna Skátaþings 2022.
Tilkynningar um framboð skulu berast skriflega eða í tölvupósti til uppstillingarnefndar eigi síðar en 4. mars kl. 18:00, netfang uppstillingarnefndar er uppstillingarnefnd@skatarnir.is.
Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson
Sædís Ósk Helgadóttir
Kynning frambjóðenda
Hér mun birtast kynning á frambjóðendum eftir að uppstillingarnefnd lýkur störfum. Það verður ekki síðar en 15. mars klukkan 18:00.
Skátahöfðingi til tveggja ára
Harpa Ósk Valgeirsdóttir – Skátafélaginu Ægisbúum
Gjaldkeri til tveggja ára
Sævar Skaptason – Skátafélaginu Kópum
Fimm meðstjórnendur til tveggja ára
Guðrún Stefánsdóttir – Skátafélaginu Hraunbúum
Huldar Hlynsson – Skátafélaginu Vífli
Jón Halldór Jónasson – Skátafélaginu Kópum
Unnur Líf Kvaran – Skátafélaginu Skjöldungum & Fossbúum
Þórhallur Helgason – Skátafélaginu Segli
Þrír meðlimir í alþjóðaráð til tveggja ára
Agnes Lóa Gunnarsdóttir – Skátafélaginu Segli
Daði Björnsson – Skátafélaginu Skjöldungum
Daði Már Gunnarsson – Skátafélaginu Árbúum
Þrír meðlimir í starfsráð til tveggja ára
Jóhanna Björg Másdóttir – Skátafélaginu Kópum
Sigurður Viktor Úlfarsson – Skátafélaginu Landnemum
Védís Helgadóttir – Skátafélaginu Landnemum
Þrír meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára
Björk Norðdahl – Skátafélaginu Kópum
Dagbjört Brynjarsdóttir – Skátafélaginu Mosverjum
Ísak Árni Eiríksson Hjartar – Skátafélaginu Mosverjum
Kristín Hrönn Þráinsdóttir – Skátafélaginu Kópum
Ath! Tillögu stjórnar BÍS um fjölgun í fastaráðum
Þrír meðlimir í útilífsráði til tveggja ára
Hjálmar Snorri Jónsson – Skátafélaginu Kópum
Jakob Frímann Þorsteinsson – Skátafélaginu Garðbúum
Sif Pétursdóttir – Skátafélaginu Skjöldungum
Ævar Aðalsteinsson – Skátafélaginu Mosverjum
Ath! Tillögu stjórnar BÍS um fjölgun í fastaráðum
Fimm meðlimir í uppstillingarnefnd
Berglind Lilja Björnsdóttir – Skátafélaginu Segli
Hafdís Bára Kristmundsdóttir – Skátafélaginu Vífli
Jón Ingvar Bragason – Skátafélaginu Kópum
Reynir Tómas Reynisson – Skátafélaginu Garðbúum
Sædís Ósk Helgadóttir – Skátafélaginu Garðbúum
Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára
Guðmundur Þór Pétursson – Skátafélaginu Skjöldungum
Jón Þór Gunnarsson – Skátafélaginu Hraunbúum
Kristín Birna Angantýrsdóttir – Skátafélaginu Kópum
Löggiltur endurskoðandi
Endurskoðun fer fram hjá PWC
Lagabreytingatillögur
Hér munu birtast lagabreytingatillögur sem bárust stjórn BÍS fyrir 4. mars 2022 jafnóðum og þær berast. Allar skulu þær birtar eigi síðar en 18. mars kl. 18:00.
Lagabreytingatillaga – 2. grein, um styrkingu forvarna og viðbragðsferla ÆV í lögum BÍS Flutningsaðilar: Stjórn BÍS auk hóps félagsforingja – Samþykkt með 98,3% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 58, Nei – 1, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingartillaga – 9. & 20. grein, um stjórnir skátafélaga og félagaþrennuna Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 72,41% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 42, Nei – 14, Sátu hjá – 2)
Lagabreytingartillaga – 10. grein, um skil á gjöldum og gögnum fyrir Skátaþing Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 94,92% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 56, Nei – 3, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingartillaga – 14. grein, um aðkomu fullorðinna að skátastarfi Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 96,67% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 58, Nei – 1, Sátu hjá – 1)
Breytingartillaga á lagabreytingartillögu Þórhildar á 19. grein. Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 96,43% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 54, Nei – 1, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingartillaga – 19. grein, um lagfæringar á lögum um uppstillingarnefnd Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
Lagabreytingartillaga – 19. grein, um störf uppstillingarnefndar Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
Lagbreytingartillaga – 20. grein, um að binda atkvæði á Skátaþingi ungmennum Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Felld, jafn mörg greiddu með og á móti (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 29, Sátu hjá – 2)
Lagabreytingartillaga – 20. grein, um aldurstakmörk atkvæðisbærra fulltrúa á Skátaþingi Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Felld, náði eingöngu samþykkt 53,33% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 32, Nei – 23, Sátu hjá – 5)
Breytingartillaga á lagabreytingartillögu Þórhildar á 22.grein. Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 89,83% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 1, Sátu hjá – 5)
Lagabreytingartillaga – 22. grein, um fundi stjórnar Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
Afgreitt á Ungmennaþingi 2022
Eftirfarandi gögn eru til að upplýsa Skátaþing um mál sem afgreidd voru á Ungmennaþingi en eru þó ekki til afgreiðslu á Skátaþingi 2022.
Kjör á ungmennaþingi
Í samræmi við 16. grein laga BÍS voru eftirtaldir aðilar kjörnir á Ungmennaþingi 4.-6. febrúar 2022 í eftirtalin hlutverk:
Þrjú sæti í ungmennaráði:
Davíð Þrastarson – Skátafélaginu Garðbúum
Hersteinn Skúli Gunnarsson – Skátafélaginu Kópum
Högni Gylfason – Skátafélaginu Kópum
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS:
Davíð Þrastarson – Skátafélaginu Garðbúum
Þingsályktunartillögur samþykktar á Ungmennaþingi:
Tillaga að nýrri reglugerð um skátabúninginn – Tekið áfram af stjórn BÍS
Áskorun um viðburðarhald á vegum BÍS – Tekið áfram af stjórn BÍS
Tölfræði um kjörmenn
Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða
Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.
Atkvæði eftir félögum
Árbúar | 4 |
Fossbúar | 4 |
Garðbúar | 4 |
Heiðabúar | 4 |
Hraunbúar | 4 |
Klakkur | 4 |
Kópar | 4 |
Landnemar | 4 |
Mosverjar | 4 |
Segull | 4 |
Skjöldungar | 4 |
Svanir | 4 |
Vífill | 4 |
Vogabúar | 3 |
Ægisbúar | 4 |
Radíóskátar | 1 |
Samtals: | 60 |
Skiluðu ekki kjörbréfi
Skátafélag Akranes
Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Eilífsbúar
Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélagið Örninn
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Strókur
Skátafélagið Sólheimar
Um ungmennaþátttöku meðal kjörmanna
Kjörmenn á þátttökualdri (Róverskátar eða yngri) voru 27 af 60 aðalfulltrúum og 9 af 16 varamönnum.
Skátafélag | Aðalfulltrúar á þátttökualdri |
Aðalfulltrúar yfir þátttökualdri |
Varafulltrúar á þátttökualdri |
Varafulltrúar yfir þátttökualdri |
Ægisbúar | 0 | 4 | 0 | 0 |
Árbúar | 3 | 1 | 0 | 0 |
Fossbúar | 1 | 3 | 3 | 0 |
Garðbúar | 3 | 1 | 0 | 3 |
Heiðabúar | 1 | 3 | 0 | 0 |
Hraunbúar | 1 | 3 | 1 | 0 |
Klakkur | 0 | 4 | 0 | 0 |
Kópar | 3 | 1 | 1 | 0 |
Landnemar | 3 | 1 | 0 | 0 |
Mosverjar | 2 | 2 | 2 | 2 |
Radíóskátar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Segull | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skjöldungar | 3 | 1 | 1 | 1 |
Svanir | 4 | 0 | 0 | 0 |
Vífill | 2 | 2 | 1 | 0 |
Vogabúar | 0 | 3 | 0 | 0 |
Alls | 27 | 33 | 9 | 7 |