Hafdís Bára Kristmundsdóttir

Framboð: Uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði sem ljósálfur í Vífli 9 ára gömul og var virk í starfi fram á unglingsár, almennur skáti og foringi. Hóf síðan störf aftur í Vífli 2007 sem foreldri og settist í stjórn. Var félagsforingi í átta ár. Starfa nú í baklandi félagsins, skálanefnd og húsnefnd.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Skemmtilegast við skátastarf er að vinna með frábæru fólki og upplifa vöxt og þroska barna og ungmenna. Að vinna með skátunum og bakalndinu og styðja við starfið. Útilegur og Landsmótin standa upp úr bæði sem þátttakandi og baklandsliði.

Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að styðja við öflugt skátastarf. Að eiga þátt í því að velja úr fjölbreyttum leiðtogahópi skáta til forystu og trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. Er þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að gefa til baka með þakklæti fyrir minn vöst og þroska.