Harpa Hrönn Grétarsdóttir

Framboð : Stjórn Skátaskólans

Ferill þinn í skátastarfi?

Hef verið skáti síðan ég var 8 eða 9 ára.
Hef verið Sveitarforingi á öllum aldursstigm nema Rekka og Róver.
Hef setið í stjórn Hraunbúa, alloft verið í Vormótsstjórn.
Hef verið í fjölskyldubúðateyminu á Landsmóti þrisvar sinnum.
Hef tvisvar verið sveitarforingi í fararhóp á stórt mót erlendis, núna síðast til Kóreu 2023.
Undanfarin 6 ár hef ég verið sveitarforingi í Hraunbúum.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er erfitt að velja. Yfirleitt eru öll verkefni skemmtileg með skemmtilegu fólki.
Það er líka ómetanlegt, dýrmætt og skemmtilegt að vera samferða börnunum sínum í starfi.
Það sem mér er kannski efst í huga núna er annars vegar Jamboree en hins vegar Dróttskáta starfið undanfarin ár með einstöku teymi.
Og fyrst ég er byrjuð, fjölskyldubúðir á Hömrum 2014 og Vormót 2019 voru ofboðslega skemmtileg verkefni.

Hví gefur þú kost á þér í stjórn Skátaskólans?

Ég tel að ég hafi margt fram að færa og geti látið gott af mér leiða. Ég hef mikla reynslu af skátastarfi og í gegnum vinnuna hef ég reynslu af þjálfun og kennslu.
Ég er spennt fyrir því að starfa með góðu fólki að áframhaldandi metnaðarfullu starfi Skátaskólans.