Fundargerð Skátaþings 2023

Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2023 á pdf formi með því að smella hér.

Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.

Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.


STREYMI - FÖSTUDAGUR 24. MARS

STREYMI - LAUGARDAGUR 25. MARS


Dagsetning Skátaþings

Skátaþing verður haldið dagana 24.-26. mars 2023, þingið fer fram á í Háskólanum á Akureyri. Skátaþing verður sett á föstudegi kl. 20:30 og slitið á sunnudegi kl. 13:00.

Sækja fundarboð í pdf formi.


Bíltúrinn á leið norður

Nú er viðbúið að fjölmörg keyri norður til að taka þátt í Skátaþingi 2023. Við höfum því tekið saman skemmtilegan leik fyrir öll að taka þátt í og stytta sér stund í bíltúrnum.

Sækja – Bíltúrinn á leið norður.


Skráning þingfulltrúa

Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.


Skil kjörbréfa

Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.


Dagskrá

Sækja dagskrá á pdf formi.

Fundarstjórar:

Guðmundur Finnbogason & Kjartan Ólafsson

Fundarritarar:

Elín Esther Magnúsdóttir & Erika Eik Bjarkadóttir

FÖSTUDAGURINN 24. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI

19:30

Fyrirpartý
20:30
1.          Setning Skátaþings 2023
2.         Kosning fundastjóra og fundarritara
3.         Ávörp
Látnir félagar á árinu
4.         Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd
Styrktarsjóður skáta – Kynning á úthlutunum 2023
Afhending skipunarbréfa
Afhending heiðursmerkja
Kynningar í pontu

22:00

Kaffihlé

22:15

5.         Niðurstaða kjörnefndar kynnt
6.         Tillaga að dagskrá Skátaþings rædd og afgreidd
7.         Inntaka nýrra skátafélaga
8.         Tillaga stjórnar um gildistöku inngöngu
Skátaþingi frestað til 09:00 daginn eftir

23:05
Dagskrártilboð – Kvölddagskrá

23:20 

Frestun

LAUGARDAGURINN 25. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI

08:00      

Morgunmatur opnar

08:45

Mæting

09:00

9.         Skýrsla stjórnar BÍS – kynning og umræður
10.        Starfsáætlun BÍS 2023-2027 kynnt, rædd og afgreidd
11.         Ársreikningar BÍS kynntir, ræddir og afgreiddir
12.        Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 kynnt, rætt og afgreitt
13.        Fjárhagsáætlun BÍS 2023-2024 kynnt, rædd og afgreidd

10:30

Kaffihlé

10:45

14.        Lagabreytingatillögur

12:15

Hádegishlé

13:00

15.        Reglugerðir BÍS kynntar
16.        Önnur mál

13:50

17.        Aðalfundarstörfum lýkur
14:00

Kynning á smiðjum og umræðuhópum

14:00 – Smiðjur og umræðuhópar 1 15:00 – Smiðjur og umræðuhópar 2
Stefnumótun í alþjóðastarfi Aukið aðgengi að Úlfljótsvatni
Sóknaráætlun BÍS Sóknaráætlun BÍS
Upplýsingagjöf til skátafélaga Fjármál og eignir félaga

15:55

Skátaþingi frestað til 09:45 daginn eftir

16:00

Dagskrártilboð – Síðdegisdagskrá

19:30

Hátíðarkvöldverður – val

SUNNUDAGURINN 26. MARS – HAMRAR

09:00

Morgunmatur opnar

09:45

Kynningar á smiðjum og umræðuhópum

10:00 – Smiðjur og umræðuhópar 3 11:00 – Smiðjur og umræðuhópar 4
Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn
Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn
Ný hvatamerki Hamrar vetrarskátamiðstöð

12:00

Hádegismatur

12:45

Brottför


Inntaka nýrra skátafélaga

Stjórn BÍS hefur borist ein umsókn inngöngu skátafélags í BÍS en slíkt þarf að staðfesta formlega á Skátaþingi skv. 7. grein laga BÍS.

Skátafélagið Farfuglar – umsókn um félagsaðild A – Samþykkt samhljóða
Skátafélagið Farfuglar – lög félagsins
Skátafélagið Farfuglar – skráning í Fyrirtækjaskrá
Skátafélagið Farfuglar – merki félagsins

Tillaga um gildistöku inngöngu – Flutningsaðili: Stjórn BÍS


Tillögur til afgreiðslu á Skátaþingi

Engar tillögur bárust til afgreiðslu á Skátaþingi 2023


Kjör á Skátaþingi

Samkvæmt 17. grein laga BÍS fara kosningar fram á sléttu ártali.  Því er ekkert hlutverk innan BÍS laust til kjörs á Skátaþingi 2023.

Eftirfarandi voru kjörin fundarstjórar:

Guðmundur Finnbogason
Kjartan Ólafsson

Eftirfarandi voru kjörin fundarritarar:

Elín Esther Magnúsdóttir
Erika Eik Bjarkadóttir

Eftirfarandi voru kjörin í kjörnefnd:

Eygló Viðarsdóttir Biering – Skátafélagið Heiðabúar
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson – Skátafélagið Fossbúar
Védís Helgadóttir, Skátafélagið Landnemar

Eftirfarandi voru kjörin í allsherjarnefnd:

Ásgerður Magnúsdóttir – Skátafélagið Svanir
Benedikt Þorgilsson – Skátafélagið Garðbúar
Dagbjört Brynjarsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
Jóhann Gunnar Malmquist – Skátafélagið Klakkur
Ólafur Patrick Ólafsson – Skátafélagið Vífill


Lagabreytingatillögur

Lagabreytingartillaga – Um titla lagagreina Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 97,96% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 0, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingartillaga – 16. og 26. grein um kosningu ungmennaráðs Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 52, Nei – 1, Sátu hjá – 0)

Lagabreytingatillaga – 20. grein, um aldur atkvæðisbærra fulltrúa Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.

  • Breytingartillaga 1 Flutningsaðilar: Ungmennaráð – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
  • Breytingartillaga 2 Flutningsaðili: Bjarki Geir Benediktsson – Vísað frá af fundarstjórum sem aðskildri lagabreytingartillögu
  • Breytingartillaga 3 Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Felld, náði eingöngu samþykkt 54,55% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 30, Nei – 21, Sátu hjá – 4)
  • Breytingartillaga 4 Flutningsaðili: Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir – Samþykkt með 75,93% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 41, Nei – 11, Sátu hjá – 2)

Lagabreytingatillaga – 25. grein, um skipun embætta Flutningsaðilar: stjórn BÍS – Samþykkt með 98,15% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 0, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingatillaga – 26. grein, um aldurstakmörk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Samþykkt með 84,91% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 5, Sátu hjá – 3)

Lagabreytingartillaga – 26. grein um brottfall í fastaráðum Flutningsaðilar: Stjórn BÍS

  • Breytingartillaga 1Flutningsaðili: Jón Andri – Felld með 61,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 33, Já – 11, Sátu hjá – 10)
  • Breytingartillaga 2Flutningsaðili: Sigurður Viktor Úlfarsson – Samþykkt með 72,22% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 39, Nei – 8, Sátu hjá – 7)

Lagabreytingartillaga – 26. grein um hlutverk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Dregin til baka


Afgreitt á Ungmennaþingi 2023

Eftirfarandi gögn eru til að upplýsa Skátaþing um mál sem afgreidd voru á Ungmennaþingi en eru þó ekki til afgreiðslu á Skátaþingi 2022.

Kjör á ungmennaþingi

Samkvæmt 16. grein laga BÍS átti ekki að kjósa í ungmennaráð á Ungmennaþingi 2023. En ungmennaráð ákvað að auglýsa allar stöður lausar og voru eftirfarandi kjörin í ráðið:

Fjögur sæti í ungmennaráði:

Jóhann Thomasson Viderö
Svava Dröfn Davíðsdóttir
Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir
Högni Gylfason

Áskoranir samþykktar á Ungmennaþingi:

Hægt er að fræðast um áskoranir ungmennaþings í fundargerð undir lið 4 sem má lesa með því að smella hér.


Tölfræði um atkvæðisbæra fulltrúa

TÖLFRÆÐI UM KJÖRMENN

Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða

Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.

Atkvæði eftir félögum

Skátafélagið Árbúar 4
Skátafélagið Eilífsbúar 1
Skátafélagið Fossbúar 4
Skátafélagið Garðbúar 4
Skátafélagið Heiðabúar 4
Skátafélagið Hraunbúar 4
Skátafélagið Klakkur 4
Skátafélagið Kópar 2
Skátafélagið Landnemar 4
Skátafélagið Mosverjar 4
Skátafélagið Radíóskátar 1
Skátafélagið Segull 2
Skátafélagið Skjöldungar 4
Skátafélagið Sólheimar 1
Skátafélagið Strókur 2
Skátafélagið Svanir 4
Skátafélagið Vífill 4
Skátafélagið Ægisbúar 4
Samtals 57

Skiluðu ekki kjörbréfi

Skátafélag Akranes

Voru ekki viðstödd Skátaþing

Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Vogabúar
Skátafélagið Örninn

Um hlut ungmenna meðal atkvæðisbærra fulltrúa

Kjörmenn á þátttökualdri (Róverskátar eða yngri) voru 33 af 57 aðalfulltrúum og 9 af 16 varamönnum.

SKÁTAFÉLAG AÐALFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI AÐALFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI VARAFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI VARAFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI
Árbúar 4 0 1 0
Eilífsbúar 0 1 0 0
Fossbúar 1 3 4 0
Garðbúar 3 1 0 2
Heiðabúar 2 2 0 0
Hraunbúar 3 1 2 0
Klakkur 2 2 0 2
Kópar 1 1 0 0
Landnemar 3 1 0 0
Mosverjar 2 2 2 2
Radíóskátar 0 1 0 0
Segull 2 0 0 0
Skjöldungar 3 1 0 3
Sólheimar 0 1 1 0
Strókur 0 2 0 0
Svanir 4 0 4 0
Vífill 2 2 0 1
Ægisbúar 1 3 0 3
Alls 33 24 14 13