Skátamiðstöðin

Skátamiðstöðin í Hraunbæ 123 hýsir starfsólk Bandalags íslenskra skáta, á efri hæð hússins er stór og góður salur, vel búið fundarherbergi og skrifstofur BÍS. Auk daglegrar starfsemi starfsfólks er góð funda og vinnuaðstaða í húsinu fyrir sjálfboðaliða skátanna og reglulega fara þar fram ýmis fundir, hittingar og námskeið. Skátum með félagsaðild að BÍS er ávallt velkomið að óska afnota af húsnæðinu.

Opnunartímar skátamiðstöðvarinnar:

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00
Föstudaga: 09:00 – 13:00
Lokað um helgar

Framkvæmdastjóri BÍS

Ragnar Þór Þrastarson

Netfang: ragnar@skatarnir.is
Sími: 550 9809

Ragnar Þór Þrastarson er framkvæmdarstjóri BÍS, hann stýrir daglegum rekstri og framþróun Skátamiðstöðvarinnar og framfylgir stefnu BÍS.  Hann á tryggt samstarf við sjálfboðaliðana sem skipa stjórn BÍS og fylgir samþykktum stjórnar eftir en einnig á Ragnar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir dótturfyrirtækja. Ragnar er í forsvari fyrir BÍS gagnvart hinu opinbera, fjölmiðlum og helstu samstarfsaðilum skátahreyfingarinnar á Íslandi. Áherslur Ragnars í starfi eru að innleiða ferla til þess að auka skilvirkni og auðvelda samskipti. Á sama tíma mun Ragnar styðja við þá góðu vinnu sem farið hefur fram síðastliðin ár og halda áfram að bæta þjónustu, fagmennsku, ásýnd og gæði Skátastarfsins á Íslandi.

Fræðsla og þjálfun

Katrín Kemp Stefánsdóttir

Verkefnastýra fræðslumála

Netfang: katrin@skatarnir.is
Sími: 550 9804

Katrín er verkefnastýra fræðslumála, hún hefur yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur líka með leiðbeinendasveit BÍS sem sinnir skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar. Katrín og erindrekar BÍS vinna líka oft saman að átaksverkefnum sem snúa að fræðslu- og þjálfunarmálum.

Erindrekar

Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir

Netfang: halldoraolafs@skatarnir.is
Sími: 550 9803

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805

Allir erindrekar

Netfang: erindrekar@skatarnir.is
Sími: 550 9800

Erindrekar BÍS vinna með sjálfboðaliðum BÍS og í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Sem erindrekar eru þau í samskiptum við skátafélög um allt land og styðja þau í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja félagsstarf þeirra, miðla reynslu á milli félaga og vinna að lausnum á sameiginlegum áskorunum þeirra. Erindrekar sinna líka allskyns átaksverkefnum sem miða að því að því að styðja sjálfboðaliða í þeirra hlutverkum s.s. með útgáfu fræðsluefnis og verkfæra, með þjálfun og með virkri handleiðslu. Þau vinna líka að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi.

Erindrekar vinna líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem ekki fyrirfinnst skátastarf nú þegar. Í slíkum verkefnum bjóðast þau að koma hvert á land sem er að kynna starfið fyrir áhugasömum sjálfboðaliðum og þátttakendum, halda námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og reka dagskrá fyrir þátttakendur í nokkur skipti.
Skiptingu erindrekanna milli félaga má sjá hér

Fjármál og miðlun

Halldóra Inga Ingileifsdóttir

Fjármálastjóri

Netfang: halldora@skatarnir.is
Sími: 550 9807

Halldóra Inga er fjármálastjóri BÍS og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja. Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Hilda Ösp Stefánsdóttir

Bókari

Netfang: hilda@skatarnir.is
Sími: 550 9811

Hilda er bókari og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja ásamt fjármálastjóra. Hennar helstu verkefni snúa að innheimtu, launamálum og færa bókhald BÍS og dótturfyrirtækja þess. Hilda aðstoðar einnig oft við yfirlestur efnis áður en það er gefið út af BÍS.

Rita Osório

Kynningarmálastýra

Netfang: rita@skatarnir.is
Sími: 550 9802

Rita stýrir ímyndarmálum BÍS og dótturfyrirtækja þeirra. Hún stýrir samfélagsmiðlum og býr til skemmtilegt efni til að sýna frá starfinu. Rita vinnur einnig að því að lyfta heimasíðum BÍS og dótturfyrirtækja í nýjar hæðir, búa til nútímalegt og lifandi kynningarefni fyrir skátafélögin og að gera stuðningsefni fyrir skátaforingja og aðra sjálfboðaliða aðgengilegt og flott. Hún tekur einnig myndir og myndbönd úr starfi BÍS.

Úlfur Kvaran

Sölu- og markaðsfulltrúi

Netfang: ulfur@skatarnir.is
Sími: 550 9800

Úlfur er sölu-og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar.
Hans helsta verkefni er ábyrgð á daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar, umsjón með pöntunum og birgðarhaldi, umsjón með rekstri og útleigu á Skátamiðstöð og umsjón með styrktarkerfi skáta ásamt sölu-og markaðsetningu Sígrænna jólratrjáa.

Viðburðir og dagskrá

Kolbrún Ósk Pétursdóttir

Mótstjóri Landsmóts og starfsmaður farastjórnar Alheimsmóts

Netfang: kolbrun@skatarnir.is
Sími: 550 9806

Kolbrún Ósk er viðburðarstjóri að mennt og hefur verið valin mótsstjóri landsmóts skáta 2024. Undirbúningur er hafinn fyrir mótið sem Kolbrún mun sinna sem sjálfboðaliði en hún hefur auk þess verið ráðin í hlutastarf hjá Skátamiðstöðinni til að sinna þeim málum sem snúa að rekstri og skráningarmálum fyrir mótið.

Nú í vetur mun hún einnig sinna verkefnum sem til falla vegna ferðar skáta á alheimsmótið í Suður Kóreu sumarið 2023, svo sem stuðning við fararstjórn, samskipti vegna skráninga og reikninga, og annan undirbúning.

Bjarki Rafn Andrésson

Starfsmaður Skátamóta

Netfang: bjarki@skatarnir.is
Sími: 550 9806

Bjarki er starfsmaður Skátamóta og hefur yfirumsjón með samskiptum við erlenda hópa sem eru að koma á Landsmót skáta 2024. Bjarki vinnur  við hlið mótsstýru Landsmóts og sinnir þar einnig verkefnum er koma Landsmóti 2024 beint við.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Elín Esther Magnúsdóttir

Rekstrarstjóri

Netfang: elin@skatarnir.is

Sér um að framfylgja stefnu BÍS á Úlfljótsvatni, starfsmannahaldi og daglegum rekstri staðarins í samráði við framkvæmdastjóra BÍS. Hún sér um markaðsstefnu staðarins ásamt því að halda vexti og þjónustustigi heilbrigðu. Elín stýrir öllu starfsfólki á Úlfljótsvatni og sér til þess að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir starfsfólk Úlfljótsvatns. Elín er talsmaður Úlfljótsvatns í samráði við stjórn BÍS.

Matthew Dineen

Dagskrár- og samhæfingarstjóri

Netfang: matthew@skatarnir.is

Matthew sér um daskrár og samhæfingarmál innan útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. Sem slíkur ber hann ábyrgð á allri dagskrá, frá viðburðum & skólabúðum til sumarbúða. Matthew sinnir viðskiptavinum miðstöðvarinnar frá fyrstu samskiptum til enda og sér til þess að öll fari glöð eftir dvöl sína á staðnum. Einnig sér Matthew um samhæfingu teyma á Úlfljótsvatni og stýrir teymum sjálfboðaliða Úlfljótsvatns.

Tero Marin

Tjaldbúða & svæðisstjóri

Netfang: tero@skatarnir.is

Tero er þúsundþjalasmiður og skáti sem sér um skipulagningu og framkvæmd almenns viðhalds á húsnæði og innviðum Úlfljótsvatns. Hann sér bæði um inni og útisvæði ásamt því að sinna tjaldsvæðinu með teymi sjálfboðaliða sem leggja ómælda vinnu í svæðið á ári hverju samkvæmt stefnu Úlfljótsvatns. Tero sér um samskipti við Skóræktina og leiðir verkefni landgræðslu og skóræktar á svæðinu.

Sjöfn Ingvarsdóttir

Skóla- og Sumarbúðarstýra

Netfang: sjofn@skatarnir.is

Sjöfn er ábyrg fyrir skipulagningu, framkvæmd og endurmati á skóla- og sumarbúðum Úlfljótsvatns. Hún er talsmaður skóla- og sumarbúða ásamt því að eiga í samskiptum við viðskiptavini. Sjöfn sér um endurmat og breytingar alls sem kemur að skóla og sumarbúðum á Úlfljótsvatni.

Skátasamband Reykjavíkur

Jón Andri Helgason

Framkvæmdarstjóri Skátasambands Reykjavíkur og Skátalands

Netfang: ssr@ssr.is

Jón Andri sér um samskipti við Reykjavíkurborg fyrir hönd skátafélaganna varðandi samstarfssamning og húsnæðismál. Jón Andri sinnir einnig viðburðarhaldi fyrir Skátasambandið en þar eru viðburðir eins og Vetrarmót Reykjavíkurskáta, Sumardagurinn fyrsti; 17.júní og sér um starfsmannamál fyrir Útilífsskólann.

Daði Már Gunnarsson

Verkefnastjóri Skátasamband Reykjavíkur

Netfang: skatafelog@ssr.is

Daði sér um stuðning við starfandi skátaforingja hjá skátafélögunum í Reykjavík með foringjaþjálfun og aðstoð við skipulagningu á skátastarfi. Daði aðstoðar einnig við viðburði Skátasambandsins.

Arney Sif Ólafsdóttir

Verkefnastjóri Skátasamband Reykjavíkur

Netfang: skatafelog@ssr.is

Arney sér um stuðning við starfandi skátaforingja hjá skátafélögunum í Reykjavík með foringjaþjálfun og aðstoð við skipulagningu á skátastarfi. Arney aðstoðar einnig við viðburði Skátasambandsins.