Skátaþing 2021

Rafrænt Skátaþing 2021

Skátaþing verður haldið þriðjudaginn 13. apríl með notkun Microsoft Teams og fá allir skráðir fundarmenn tölvupóst með hlekk á fundinn. Smelltu hér til að skrá þig á skátaþingið.

Rafrænt fundarými opnar klukkan 18:30 og er setning þingsins klukkan 19:00.

Smelltu hér til að opna rafrænt fundarrými Skátaþings 2021.


Rafrænt kosningarkerfi

Þau sem hafa atkvæðarétt hafa aðgang að rafrænu kosningarkerfi fyrir Skátaþing 2021.

Smelltu hér til að opna rafræna kosningarkerfið.
Opnar umræður um málefni Skátaþings 2021

Haldnir verða tveir umræðufundir um málefni Skátaþings 2021. Mættu ef þú vilt spjalla um málefni sem tengjast þinginu, heyra skoðanir annarra skáta og hlusta á rök þeirra sem sendu inn tillögur fyrir þingið.

Fundirnir eru kjörinn vettvangur til að ræða lagabreytingatillögur og þingsályktun sem borist hafa þinginu, hvernig skátar geta stuðlað að aukinni ungmennaþátttöku og skoða drög að fjárhags- og starfsáætlun BÍS.

Fundirnir verða haldnir á Zoom og eru linkar á fundina hér fyrir neðan:

8. apríl kl 20:00

11. apríl kl 20:00


Dagskrá þingsins er þannig:

 1. Setning Skátaþings
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Kosning í kjörnefnd og allsherjanefnd
 4. Inntaka nýrra skátafélaga
 5. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd
 6. Úthlutun úr styrktarsjóði skáta
 7. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
 8. Endurskoðaðir reikningar BÍS fyrir síðasta almanaksár kynntir, ræddir og afgreiddir
 9. Fjárhagsáætlun BÍS fyrir 2 ár, yfirstandandi ár og það næsta, kynnt, rædd og afgreidd
 10. Tillaga að félagsgjaldi skáta til BÍS kynnt, rædd og afgreidd
 11. Starfsáætlun BÍS til fimm ára og langtíma stefnumörkun
 12. Staðfesting á skipan félagsforingjafundar
 13. Ályktanir kynntar, ræddar og afgreiddar
 14. Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar
 15. Kynningar frá skátafélögum
 16. Önnur mál
 17. Þingslit

Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi

16. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
23. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
30. mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
6. apríl kl. 19:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
6. apríl kl. 19:00  – Skráning á Skátaþing lýkur
13. apríl kl. 19:00 – Skátaþing er sett


Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum

Tillaga um jafnréttis- og mannréttindastefnu BÍS