
Dagsetning Skátaþings 2023
Skátaþing verður haldið dagana 24.-26. mars 2023, þingið fer fram á í Háskólanum á Akureyri. Skátaþing verður sett á föstudegi kl. 20:30 og slitið á sunnudegi kl. 13:00.
Skráning þingfulltrúa
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Skil kjörbréfa
Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi
24. febrúar kl. 20:30 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
3. mars kl. 20:30 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
10. mars kl. 20:30 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
17. mars kl. 20:30 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
17. mars kl. 20:30 – Skráning á Skátaþing lýkur.
24. mars kl. 20:30 – Skátaþing er sett, skátafélög skulu vera búin að skila gögnum skv. 10. grein laga BÍS og skila inn kjörbréfum.
Þinggögn
Hér birtast þinggögn jafnóðum og þau berast
Fundarboð og dagskrá Skátaþings 2023:
Fundarboð Skátaþings 2023
Dagskrá Skátaþings 2023 – Í vinnslu – Til samþykktar
Uppgjör ársins 2022:
Ársskýrsla BÍS 2022 – Í vinnslu
Ársreikningar BÍS 2022 – Í vinnslu – Til samþykktar
Stefnumál framtíðar:
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 – Í vinnslu – Til samþykktar
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2023 og 2024 – Í vinnslu – Til samþykktar
Starfsáætlun BÍS árin 2023-2027 – Í vinnslu – Til samþykktar
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Lög BÍS
Grunngildi BÍS
Stefna BÍS til 2025 – Fyrirmynd til framtíðar
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Jafnréttisstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Persónuverndarstefna BÍS
Dagskrá
Dagskrá er enn í vinnslu en eftirfarandi er til viðmiðunar
Fundarstjórar:
Óstaðfest
Fundarritarar:
Óstaðfest
FÖSTUDAGURINN 24. MARS
20:30
Setning Skátaþings 2022
23:00
Hlé gert á þingstörfum
LAUGARDAGURINN 25. MARS
08:00
Morgunmatur opnar
08:45
Mæting
09:00
Þingstörf hefjast að nýju
10:30
Kaffihlé
12:15
Hádegishlé
15:00
Hlé gert á þingi
SUNNUDAGURINN 26. MARS
09:45
Kynningar á smiðjum og umræðuhópum
10:00
Smiðjur og umræðuhópar fyrra holl
12:00
Þingslit
12:15
Hádegismatur
13:00
Brottför
Inntaka nýrra skátafélaga
Stjórn BÍS hefur borist ein umsókn inngöngu skátafélags í BÍS en slíkt þarf að staðfesta formlega á Skátaþingi skv. 7. grein laga BÍS.
Skátafélagið Farfuglar – umsókn um félagsaðild A
Skátafélagið Farfuglar – lög félagsins
Skátafélagið Farfuglar – skráning í Fyrirtækjaskrá
Skátafélagið Farfuglar – merki félagsins
Tillögur til afgreiðslu á Skátaþingi
Hægt er að senda beiðni um upptöku allskyns mála á Skátaþingi. Þetta getur verið áskorun til stjórnar, tillögur um stefnubreytingu, tillögur um innra starfið, þingsályktunartillögur og margt fleira. Beiðnir skulu sendar á stjorn@skatarnir.is og/eða skatarnir@skatarnir.is.
Hér munu birtast tillögur frá skátum, skátahópum, skátafélögum, fastaráðum og/eða stjórn BÍS til afgreiðslu á Skátaþingi jafnóðum og þær berast.
Kjör á Skátaþingi
Samkvæmt 17. grein laga BÍS fara kosningar fram á sléttu ártali. Því er ekkert hlutverk laust til kjörs á Skátaþingi 2023.
Lagabreytingatillögur
Lagabreytingartillögur skal senda á stjorn@skatarnir.is og/eða á skatarnir@skatarnir.is.
Hér munu birtast lagabreytingatillögur sem bárust stjórn BÍS fyrir 24. febrúar 2023. Þær verða birtar eigi síðar en 10. mars kl. 20:30.
Afgreitt á Ungmennaþingi 2023
Hér verður stuttlega greint frá málum sem komu fram á Ungmennaþingi og varða Skátaþing.