Jóhanna Björg Másdóttir

Framboð: Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Kem úr skátafjölskyldu, var mikið sem lítið barn með afa og ömmu í Skjöldungum. Er samt Kópur, byrjaði sem „bleyjuskáti“, starfaði svo þar sem skáti frá 9 ára aldri, þar tóku við ýmis verkefni eins og að vera flokksforingi, sveitarforingi, í stjórn og farastjóri innan- og utanlands. Úlfljótsvatn mótaði mig svo á unglingsárunum og fram á fullorðinsár, en þar vann ég í unglingarvinnunni og vann svo nokkur sumur sem starfsmaður Sumarbúða skáta. Næstu stóru verkefni sem ég tók þátt í voru að koma að skipulagningu og framkvæmd á MOOT-Heimalandi og fara í farastjórn á WSJ 2019.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Útilegurnar á unglingsárunum, tíminn á ÚSÚ, upplifa þakklætið, gleðina og ánægjuna af MOOT og WSJ með öllum skátunum.

Hví gefur þú kost á þér í starfsráð?

Áhugi á áframhaldandi vinnu í starfsráði eftir seinasta tímabil, mikilvægt að koma þeim verkefnum sem búið er að vinna að í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Skátabúningurinn og dagskráramminn er þar ofalega í huga eins og staðan er núna í mars 2022.