Fanný Björk Ástráðsdóttir

Framboð : Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf feril mín í skátafélaginu Kópum þegar ég er 9 ára gömul , á þeim skátaferli klára ég flest öll þau námskeið sem voru í boði á þeim tíma. 1991 fór ég á Gilwell og er stolt ugla, lauk Gilwellþjálfun 1992. Starfaði með skátafélaginu Stróki á árunum 2011 til 2018 þar sem ég varð aðstoðarar félagsforingi, félagsforingi , ritari að ógleymdu drekaskátaforinginn og fararstjóri á landsmót 2012 og 2014. Varð félagsforingi Vogabúa á árunum 2020-2022. Í dag starfa ég með skátafélagi Sólheima og er þar sem aðstoðar félagsforingi, ég starfa með kvenskátaflokknum Viljunum þar sem tilgangur þess flokks er að taka að okkur stærri og minni verkefni fyrir BÍS og má þar nefna Fálkaskátamótin sem voru haldin 2018 í Laugum í Sælingsdal og 2022 á Úlfljótsvatni, á landsmótinu 2024 verða fjöslkyldubúðir í höndum Viljana. Viljurnar hafa komið að skátasafninu á Úlfljótsvatni og komið að skipulagi á móttöku skátahópa á skátamótum sem koma og heimsækja okkur. Frá 2022 hef ég setið í stjórn skátasafnsins. Hef einnig farið á nokkur skátamót og má þar nefna World Scout Moot 1992 sem haldið var í Kandersteg Sviss, ég var IST á World Scout Moot 2017 sem haldið var á Íslandi. Ég hef aldrei farið á Jamboree og er það á áætluna að fara við fyrsta tækifæri

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Skátastarf er klárlega skemmtilegasta starf í heimi, það sem stendur upp úr er að skipuleggja skemmtilegan viðburð og sjá gleðina skína úr augum þátttakanda.

Hví gefur þú kost á þér í Starfsráð?

Ég gef kost á mér í starfsráð þar sem ég tel að menntun mín sem þroskaþjálfi og tómstunda og félagsmálafræðingur, getur ýtt undir að skátastarf er fyrir alla og allir geti stundað skátastarf óháð getu og stöðu.