Reynir Tómas Reynisson

Framboð: uppstillinganefnd

 

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum árið 2012 og hef verið í Skátafélaginu Garðbúum frá upphafi. Þar er ég aðstoðarsveitaforingi drekaskáta og hef verið það í heil 3 ár. Ég er einnig í mótsstjórn drekaskátamóts og virkur sjálfboðaliði á Úlfljótsvatni. Í sumar hóf ég störf sem reglulegur sumarstarfsmaður Skátalands. Þar hef ég og mun læra helstu brögð og brellur frá hinum eina sanna Jón Andra sem án efa mun nýtast mér í skátastarfi. Ég myndi segja að ég væri virkur skáti og get ekki beðið að takast á við þau verkefni sem bíða mín.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta sem ég hef fengist við verður að vera sjálfboðavinnan sem ég hef unnið á Úfljótsvatni.

Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?

Þess ber að geta að ég er ungmenni og umgengst og tala við önnur ungmenni. Það er hentugt því það er markið hjá BÍS að fá ungmenni til að taka virkan þátt í verkefnum innan BÍS. Þess vegna gef ég kost af mér í Uppstillingarnefnd.