Skátaskólinn


Þekking, fræðsla og þjálfun er og hefur ávallt verið mikilvægur partur af skátunum

Skátaskólinn vinnur að markmiðum skátahreyfingarinnar að þjálfa leiðtoga til framtíðar og hefur yfirumsjón með allri þjálfun og kennslu sem skátarnir bjóða upp á.

Skátastarf fellur undir svokallaða óformlega menntun þar sem notaðar eru nýstárlegar og fjölbreyttar og námsaðferðir fyrir börn, ungmenni og fullorðna.  

Menntun í skátastarfi fer fram á skátafundum, úti í náttúrunni og í raun hvar sem er.  

Skátaaðferðin er aðferð skátahreyfingarinnar til persónulegs og félagsþroska með það að markmiði að efla forystu og skapa betri heim. Mismunandi námskeið innan Skátaskólans notar skátaaðferðina á mismunandi hátt, en allir hlutar skátaaðferðarinnar finnast á ýmsan hátt í námskeiðum skátaskólans.

Skátaskólinn kappkostar að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða, um allt sem skátar þurfa og vilja læra. Áhersla er lögð á verkleg námskeið þar sem þátttakendur læra með því að prófa sjálf og taka þátt.  

stjórn skátaskólans


Stjórn Skátaskólans er eitt af fimm fastaráðum BÍS og er kosið um meðlimi á Skátaþingi, skv. lögum BÍS.
Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.

vinnuhópar skátaskólans


Vinnuhópar á vegum Skátaskólans, önnur félagasamtök eða utanaðkomandi aðilar sjá um að skipuleggja og halda námskeiðin sem boðið er upp á.
Eftirfarandi vinnuhópar eru starfrækir fyrir Skátaskólan

Leiðbeinendasveitin

Leiðbeinendasveitin sér um að skipuleggja, framkvæma og endurmata flest leiðtogaþjálfunarnámskeið BÍS.

Nánari upplýsingar um Leiðbeinendasveitina má nálgast hér

Gilwell teymið

Gilwell teymið sér um að skipuleggja, framkvæma og endurmeta Gilwell leiðtogaþjálfunina.

Gilwell temið skipa:

Björk Norðdahl
Dagbjört Brynjarsdóttir
Harpa Ósk Valgerisdóttir
Helga Rós Einarsdóttir
Kristín Hrönn Þráinsdóttir

Neistastjórn

Neistastjórn sér um að skipuleggja, framkvæma og endurmeta Neista.

Neisti er færninámskeið sem er haldið í janúar ár hvert.

Neistastjórn skipa


Upplýsingar um leiðtogaþjálfunarnámskeið skátanna má nálgast hér.