Fyrirmynd til framtíðar

Framtíðarsýn skátanna til 2025

Stefna Bandalags íslenskra skáta 2020 - 2025

Leiðarljós

Leiðarljós skátanna er að bjóða öllum skátum, ungum sem öldnum, ævintýralegan vettvang, fjölbreytt tæki og persónulegu áskoranir til að tileinka sér samfélagsvitund og færni til framtíðar.

Framtíðarsýn

Árið 2025 hafa skátarnir endurskoðað og endurbætt starfsemi sína svo um munar, framsýni og fagmennska einkennir störf skátanna. Skátastarfið er nútímalegt og ímyndin er jákvæð. Starfandi skátafélögum hefur fjölgað um 5 og sjálfboðaliðum í skátastarfi hefur fjölgað jafnt og þétt. Fleiri börn og ungmenni stunda skátastarf þar sem þau læra færni til framtíðar og láta sig samfélagið varða. Í starfinu njóta þau leiðsagnar fullorðinna sjálfboðaliða sem eru glaðir og ánægðir með sitt hlutverk og verkefni og gefst færi á að sækja sér vandaða þjálfun í Skátaskólanum.

Stefnu-
áherslur

Fólk

Skátarnir bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbyggilegt starfsumhverfi.

Færni

Með vandaðri dagskrá og þjálfun veita skátarnir þátttakendum tækifæri til að efla færni sína til framtíðar með rödd ungs fólks að leiðarljósi

Framsýni

Skátarnir starfa í takt við tímann og oftar en ekki einu skrefi á undan.

Heimsmarkmiðin okkar

Skátahreyfingin er í einstakri aðstöðu til að valdefla börn og ungmenni til að verða hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eiga því að vera skátum hugleikin. Skátastarf snýst í grunninn um að láta sig samfélagið varða og heimsmarkmiðin eru þar af leiðandi órjúfanlegur þáttur í þeirri vegferð.

Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og er hvert og eitt þeirra staðsett í þessari stefnu þar sem það á helst við, þó mörg þeirra eigi við á fleiri stöðum. Til dæmis á markmið nr. 4 „Menntun fyrir alla“ alltaf við þegar skátastarf er annars vegar. Heimsmarkmiðin eru markmið okkar allra. Hvað ætlar þú að gera?

Heimsmarkmiðin eru markmið okkar allra. Hvað ætlar þú að gera?

Fólk

Skátarnir bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbygilegt starfsumhverfi

Styrkleikar

  • Gleði
  • Skátaandinn
  • Náungakærleikur
  • Samhugur
  • Frumkvæði
  • Aðild að Æskulýðsvettvangnum
  • Verkferlar til staðar
  • Félagaþrennan

Veikleikar

  • Of lítil verkdreifing
  • Lítill stuðningur
  • Fáar aðgönguleiðir fyrir utanaðkomandi
  • Tímaskortur
  • Aðrar skyldur sjálfboðaliða
  • Aðgengi á viðburði erlendis

Tækifæri

  • Foreldraþátttaka
  • Bættir ferlar
  • Aukin miðlun
  • Betra upplýsingaflæði og bætt samskipti
  • Skýrari ferlar við uppgöngu milli aldursbila
  • Samfélagsbreytingar
  • Alþjóðlegt tengslanet og samstarf

Ógnanir

  • Samskipti
  • Hraði samfélagsins
  • Styttri skólaganga takmarkar tíma sem varið er í tómstundir
  • Samkeppni um tíma
  • Skortur á mannauði
  • Skortur á endurnýjun
  • Samfélagsbreytingar

Fjölgun og nýliðun

Markmið skátanna er að styrkja foringjahóp og bakland hreyfingarinnar með því að virkja óvirka skáta, fjölga nýliðum og minnka brottfall. BÍS leggur áherslu á að styðja félög til vaxtar á þeirra forsendum.

Mælikvarðar:

  • Hvert félag setur sér markmið og mælikvarða um eftirfarandi atriði og að þeim verði náð árið 2025 og fær til þess viðeigandi stuðning frá BÍS:
    • fjölgun foringja
    • fjölgun virkra sjálfboðaliða í félaginu
    • fjölgun skáta
    • minnkun brottfalls
  • BÍS setur sér markmið um að fjölga starfandi skátafélögum um 5 á árunum 2020-2025.
  • Í lok árs 2025 verði búið að útfæra leiðir til þess að:
    • fjölga foringjum
    • fjölga virkum sjálfboðaliðum í félaginu
    • fjölga skátum
    • minnka brottfall milli aldursbila
  • Að fyrir lok árs 2025 sé 80% sveitarforingja sammála því að staðalímyndir almennings hái ekki fjölgun skáta.

Sáttir sjálfboðaliðar

Markmið skátanna er að veita fólki tækifæri á að taka þátt í uppbyggilegu sjálfboðastarfi þar sem það nýtur sín í starfi, getur miðlað af reynslu sinni og fær tækifæri til að vaxa og dafna.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 hafi sjálfboðaliðastefna BÍS verið innleidd á lands- og félagsstigi. Með innleiðingu er átt við að hún hafi verið samin, kynnt og tekin upp í öllu starfi BÍS og hjá 60% skátafélaga.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu til áætlanir um móttöku nýrra sjálfboðaliða og 60% félaga nýti sér þær áætlanir á virkan máta.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu verklýsingar og samningar til fyrir öll hlutverk og verkefni í starfi BÍS og gagnabanki aðgengilegur með helstu verklýsingum og samningum í starfi skátafélaga, auk leiðbeininga um félagaþrennuna.
  • Að fyrir lok árs 2025 sendi Skátamiðstöðin ánægjukönnun á alla sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar tvisvar á ári og niðurstöðum hennar verði fylgt eftir.

Samskipti og ábyrgt verklag

Markmið BÍS er að vera þekkt fyrir faglegt verklag, viðbragðsflýti og ábyrgð. Samskipti séu skilvirk og þjóni forgangsatriðum skátahreyfingarinnar.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 séu allir meðlimir hreyfingarinnar 15 ára og eldri meðvitaðir um siðareglur og viðbragðsáætlanir BÍS.
  • Að fyrir lok árs 2025 sýni þjónustukönnun fram á að þorri skátafélaga sé mjög ánægður með þjónustu og þjónustuframboð Skátamiðstöðvarinnar.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi verkefnastjórnunarlegar aðferðir verið innleiddar í skátastarf á öllum sviðum, þannig að undirbúningur viðburða og verkefna sé fullnægjandi og verkefni endurmetin á markvissan hátt.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé BÍS í hópi 20% bestu bandalaga í GSAT úttektum á skátahreyfingunni í heiminum, og með 80% niðurstöðu. Rekstrarkröfum WOSM sé fullnægt á öllum sviðum.

Færni

Með vandaðri dagskrá og þjálfun veita skátarnir þátttakendum tækifæri til að efla færni sína til framtíðar með rödd ungs fólks að leiðarljósi

Styrkleikar

  • Aðferða- og hugmyndafræði skátastarfs er skýr
  • Ungmenni virk í stjórnum og verkefnahópum
  • Gott samstarf við alþjóðahreyfingar skáta
  • Nýir sprotar eins og ný færnimerki, fjölskylduskátun og félagaþrennan
  • Jákvæðir og öflugir foringjar í flestum félögum
  • Samstarf skátafélaga er að aukast
  • Góð aðstaða og fjölbreyttir viðburðir, innanlands sem utan
  • Skátarnir hafa sérstöðu meðal æskulýðs- og félagsstarfs

Veikleikar

  • Skortur á aðgengilegu stuðningsefni fyrir foringja
  • Óskilvirk miðlun efnis
  • Sumir þættir starfsgrunnsins eru vannýttir, s.s. samfélagsþátttaka, sveitarráð, náttúran og foringjaflokkar
  • Skortur á eftirfylgni
  • Of fáar sjálfboðnar hendur um of mörg verk

Tækifæri

  • Skátastarf hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og seiglu ungmenna, aukin Ungmennaþátttaka og þátttökulýðræði
  • Vaxtartækifæri í breiðari aldri starfandi virkra skáta
  • Nýta betur nútímalega miðla og nýjustu tækni
  • Útilíf aðgreinir skátastarf frá öðru æskulýðsstarfi og nær börnum frá skjánum
  • Sterkara starf með auknu ungmennalýðræði
  • Aukin þjálfun og þátttaka fullorðinna
  • Aukið framboð viðburða á alþjóðlegum vettvangi

Ógnanir

  • Hraðari samfélagsbreytingar
  • Ofverndun barna
  • Þátttökukostnaður fyrir börn og ungmenni
  • Samkeppni um frítíma barna
  • Erfitt að mæla árangur skátastarfs miðað við t.d. íþróttir

Ævintýraleg, heildstæð dagskrá

Markmið skátahreyfingarinnar er að gera ungt fólk sjálfstætt, ábyrgt og virkt í samfélaginu. Skátarnir bjóða upp á metnaðarfullt og aðgengilegt dagskrárefni fyrir skáta sem byggt er á heildstæðum starfsgrunni með aukinni áherslu á útiveru og verndun náttúru.

Mælikvarðar:

  • Að 80% skátasveita nýti helstu þætti starfsgrunnsins: Stuðningsefni foringja, skátaaðferðina, dagskrárhringinn, flokkakerfið og hvatakerfið.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé komið í notkun markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir hvert og eitt aldursbil.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að útfæra byrjunarpakka fyrir hvert aldursbil sem auðveldar skátafélögunum að innleiða ævintýralegt og metnaðarfullt skátastarf.
  • Að fyrir lok árs 2025 verði búið að útfæra markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir aldursbilið 5-7 ára.
  • Að fyrir lok árs 2025 verði búið að útfæra markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir fjölskylduskáta.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé skýrt hvernig flutningi milli aldursbila er háttað.

Skátaskólinn, framúrskarandi leiðtogaþjálfun

Markmið skátahreyfingarinnar er að þjálfa leiðtoga til framtíðar. Skátarnir bjóða upp á námskeið í leiðtogaþjálfun fyrir alla skáta, 10 ára og eldri, sem eru eftirsótt, heildstæð, nútímaleg og aðgengileg. Skátaskólinn hefur yfirumsjón með allri þjálfun og fylgir heildstæðri námskrá.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 fái sveitarforingjar nægan stuðning til að tileinka sér stuðningsefni á fjölbreyttu formi og yfir 80% þeirra segist þekkja vel til efnisins í foringjakönnun BÍS.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi skátar, sjálfboðaliðar og nýliðar í öllum landshlutum og á öllum aldursbilum aðgengi að a.m.k. 40 klst. fræðslu á ári (þar af 20 klst. á rafrænum vettvangi).
  • Að gæði hvers námskeiðs séu mæld í endurmatskönnun og nái að meðaltali 7/10.
  • Að 70% allra skáta taki þátt í einhvers konar þjálfun á ári hverju
  • Að fyrir lok ársins 2025 verði reglubundin þjálfun í boði fyrir alla sveitarforingja ásamt aðgengilegu stuðningsefni sem auðveldar þeim að bjóða upp á gott skátastarf fyrir sig og sína sveit.

Eftirsóttir viðburðir

Til þess að efla skátastarf á Íslandi bjóða skátarnir upp á eftirsótta viðburði fyrir öll aldursbil, sem endurspegla gildi skátahreyfingarinnar, heildstæðan dagskrárgrunn og skátaaðferðina.

Mælikvarðar:

  • Árið 2025 taki allir starfandi skátar þátt í a.m.k. einum skipulögðum viðburði á vegum skátahreyfingarinnar, t.d. BÍS, skátafélags, WOSM, WAGGGS eða annarra áhugasamra hópa.
  • Fyrir lok árs 2025 verði til heildstæð áætlun um viðburðahald BÍS.
  • Fyrir lok árs 2025 verði komið fast vinnulag um að allir viðburðir séu endurmetnir og endurmatið nýtt í þróun viðburða hreyfingarinnar.
  • Fyrir lok árs 2025 verði til leiðarvísir um hvernig megi lágmarka kolefnisspor viðburða.

Raddir ungs fólks

Markmið skátahreyfingarinnar er að ungt fólk (25 ára og yngri) sé valdeflt og hafi virka rödd á öllum stigum ákvarðanatöku. Þátttökulýðræði sé eflt og markvisst boðað á öllum aldursbilum.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 sé skátastarf á öllum aldursbilum og allri stjórnsýslu í 6.-8. þrepi Þátttökustiga Harts samkvæmt sjálfsmati sem ungt fólk á aðild að.
  • Að fyrir lok árs 2025 noti allar skátasveitir lýðræðislegar aðferðir, t.d. lýðræðisleiki, til þess að móta dagskrá.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu ungmenni innan allra ákvarðanatökueininga.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu ungmenni handhafar í það minnsta 25% atkvæða á Skátaþingi.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé BÍS með viðeigandi ferla sem sjá til þess að allt ungt fólk fái viðeigandi þjálfun og stuðning til að tryggja að þau geti sannarlega tekið þátt í ákvarðanatöku innan hreyfingarinnar.

Framsýni

Skátarnir starfa í takt við tímann og oftar en ekki einu skrefi á undan

Styrkleikar

  • Ævintýrablær
  • Vinátta sem endist
  • Mjög þekkt auðkenni
  • Sterk alþjóðahreyfing
  • Samfélagsáhrif

Veikleikar

  • Íhaldssemi
  • Fortíðarþrá
  • Hræðsla við breytingar
  • Stöðnuð ímynd

Tækifæri

  • Innleiðing heimsmarkmiða
  • Aukinn skilningur á að reynsla af skátastarfi sé metin á vinnumarkaði
  • Betra skátastarf gerir miðlun auðveldari
  • Rafræn miðlun
  • Þróun nútímalegrar ímyndar
  • Aukin samfélagsábyrgð og náttúruvernd

Ógnanir

  • Röng ímynd og staðalímyndir
  • Miðlun nær ekki til markhópa
  • Misskilningur
  • Slæm umfjöllun
  • Loftslagsbreytingar

Samfélagsleg ábyrgð

Markmið skátanna er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framförum í samfélaginu og að vera til fyrirmyndar þegar kemur að samfélagsþátttöku og umhverfisvernd.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 séu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna innleidd í allt skátastarf.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi virk umhverfisstefna sem er framsækin og í takt við kröfur samfélagsins verið innleidd í allt skátastarf.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi virk jafnréttisstefna verið innleidd í allt skátastarf.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu samfélagsverkefni sjálfsagður hluti af starfi flokka, sveita, félaga og BÍS.

Nútímalegt skátastarf

Markmið skátanna er að halda í við þær hröðu breytingar sem verða í samfélaginu á hverju ári og þróa starfið svo að það sé bæði í takt við tímann og gildi skátanna.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 sé áhersla lögð á inngildingu í skátastarfi og gengið úr skugga um að öll börn á Íslandi hafi tök á að kynnast skátastarfi.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að innleiða fræðslu um hvernig skal taka á móti börnum með ólíkar þarfir og bakgrunn.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi efni um skátastarf verið gefið út á tungumálum helstu innflytjendahópa á Íslandi.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé útivist enn ríkari partur af skátastarfi og að fræðsla, dagskrárefni og viðburðir taki mið af því.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé til fræðsla og dagskrárefni um hvernig má nýta tæknina á ábyrgan hátt í skátastarfi án þess að það bitni á öðrum gildum starfsins.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að innleiða fræðslu um geðheilsu bæði barna og fullorðinna sem hluta af leiðtogaþjálfun.

Aukin umfjöllun

Markmið skátanna er að umfjöllun í opinberum miðlum endurspegli raunverulegt skátastarf og að almenningur þekki vel til skátanna, gilda skátastarfs og starfsemi BÍS og dótturfélaga.

Mælikvarðar:

  • Að fyrir lok árs 2025 birtist hið minnsta 12 sinnum á ári jákvæðar fréttir af skátum eða skátar sem viðmælendur í miðlum með landsdekkun.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé boðið upp á þjálfun í opinberri framkomu og miðlun efnis á hverju ári.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé skátum reglulega boðið upp á þjálfun í vinnslu nútímalegs kynningarefnis.
  • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að útfæra metnaðarfullar leiðir til kynna skátastarf fyrir foreldrum skáta sem skátafélög geta nýtt sér.
  • Að fyrir lok árs 2025 séu 80% skátafélaga með virka kynningaráætlun og telji sig fá nægan stuðning frá BÍS við kynningarmál.
  • Að fyrir lok árs 2025 hafi verið framkvæmt metnaðarfullt verkefni um að nútímavæða ímynd skátastarfs.
  • Að fyrir lok árs 2025 nái samfélagsmiðlar skáta til helmingi fleiri með virkum hætti en í ársbyrjun 2020.
  • Að fyrir árslok 2025 standist allir vefir skáta aðgengisviðmið og séu reglulega uppfærðir, búið sé að tryggja svigrúm þeirra sem bera ábyrgð á vefjum til að sinna þessum verkefnum.

Leiðirnar að markmiðunum

Hvernig stefnan verður að veruleika byggir að stóru leyti á starfi skátafélaganna og því mikilvægt að leiðtoga skátastarfsins á hverjum stað ákveði sínar áherslur í samræmi við stefnuna.

Hvað getur hvert skátafélag gert með sínum félögum?

Frumkvæði hvers félags er mikilvægt en einnig verður lögð áhersla á að miðla reynslu og fræðslu milli skátafélaga.