Reglugerð BÍS um merki BÍS

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 14. febrúar 2023

1. grein - gildissvið

Reglugerð þessi gildir um merki og orðmerki Bandalags íslenskra skáta (hér á eftir BÍS).

Eingöngu viðurkenndir aðilar af hálfu BÍS að viðlagðri ábyrgð, hafa heimild til að nota orðmerkið “SKÁTI” og/eða orðmyndanir dregnar af orðmerkinu. Það sama á við um við-og/eða forskeyti á hverju sem er, s.s. í nafni á félagi eða samtökum, á vörum, á fatnaði og í auglýsingum. Það sama gildir um öll önnur einkenni skáta.

2. grein - skilgreining á merki BÍS

Með merki BÍS er átt við íslensku skátaliljuna og -smárann tengd saman með x saumi, ýmist með eða án orðmerkisins „SKÁTARNIR“.

3. grein - notkun merkis BÍS

4. grein - heimild til að nota merki BÍS

Aðildarfélögum BÍS er heimilt að nota merkið í starfi sínu án sérstakrar heimildar sé þess gætt að sú notkun er í samræmi við 3. gr. þessarar reglugerðar.

Notkun annarra á merkinu skal háð skriflegri heimild stjórnar BÍS.

Leiki vafi um heimild til notkunar merkisins skal leita skriflegs álits stjórnar BÍS.

Sé einhver óvissa um að merkið sé notað á réttan máta skal leita ráðgjafar hjá Skátamiðstöð.