KJÖRBRÉF FYRIR SKÁTAÞING
Skv. 20 gr. Laga BÍS:
Rétt til setu á Skátaþingi eiga:
A) Með atkvæðisrétt:
Fulltrúar skátafélaga með aðild A fara með 4 atkvæði, þar af skal eitt atkvæði bundið félagsforingja eða öðrum stjórnarmeðlim skátafélagsins í hans stað og æskilegt er að minnst eitt atkvæði sé í höndum einstaklings á aldrinum 13-25 ára.
Fulltrúar skátafélaga með aðild B fara með 1 atkvæði.
- Fulltrúar með atkvæðisrétt skulu vera starfandi skátar 13 ára og eldri.
- Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á Skátaþingi og eingöngu fyrir skátafélag sem hann er skráður félagi í.
- Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á Skátaþingi, nema um breytingu á lögum BÍS eða Grunngildum BÍS sé að ræða.