Sunna Dís Helgadóttir

Framboð : Alþjóðaráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum 5 ára að verða 6 ára, fékk að byrja fyrr. Ég hef verið í skátunum í 15 ár og 7 ár sem foringji hjá drekaskátum í skjöldungum. Ég er virk í starfi inni í félaginu eins og að halda fundi, plana útilegur, kvöldvökustjóri og fleira. Ég og vinkona mín gunnhildur erum frekar þekktar fyrir að vera kvöldvökustjórar ekki bara í skjöldungum heldur einnig á vetraskátamóti, hátíðarkvöldvöku SSR, landsmóti fálkaskáta og svo miklu meira Ég hef farið á mörg námskeið og ferðir heimsmót 2019 og 2023, landsmót í Noregi, Agora og Crean. Stærstu verkefnin sem ég hef tekið að mér er forsetismerkið sem ég kláraði 2022 og að plana og halda skátasumarið 2023 þar sem ég var dagskrástjóri. Það var algjör há punktur í skátunum hjá mér þegar ég fékk það í gegn að 16 ára fengu kosningarétt á skátaþingi. Skátarnir hafa verið staður þar sem mér hefur liðið öruggri og óhrædd um að vera ég sjálf, þessi hreyfing er mér svo gríðarlega mikilvæg. Þetta er í mjög grófum dráttum ferillinn minn í skátastarfi en ég sæti örugglega skrifað heila bók ef ég stopa mig ekki af núna

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er marg að velja úr og þetta er erfitt að velja um en skemmtilegasta sem ég hef gert var að fara á Agora í Portúgal 2023. Að fara og læra um starf í örðum löndum og kynnast skátum frá örðum löndur er alltaf eitthvað sem ég hef haft gaman af. Þetta var ótrúleg upplifun sem opnaði fyrir mér nýjan heim af skátastarfi sem ég hefði ekki séð áður. Ég og íslenski hópurinn minn þróuðum samfélagsverkefni sem er mjög mikilvægt fyrir mér og ég vona að ég seti það upp hér á landi. Þetta var áhugaverð ferð þar sem ég fékk sýkingu í góminn og fór til neyðartannlæknis í Portúgal til að fá sýklalif og fleira, gerist ekki á neinum öðrum stað nema í alþjóðastarfi.

Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?

Alþjóðarstarf hefur alltaf heillað mig og ég heyrði margar reynslusögum frá Þóreyju systur minni þegar hún var í alþjóðaráði, ég var gríðarlega móðguð þegar ég komst að því að ég gæti ekki boðið mig fram 16 ára gömul. Núna þegar ég hef loksins aldur og tíma til að bjóða mig fram er ekkert annað í stöðuni en það. Ég átti æðislega upplifun á Agora 2023 sem opnaði fyrir mér þessar dyr af alþjóðastarfi og þetta eru dyr sem ég vil opna fyrir aðra skáta. Skátamál er eitthvað sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á og ég væri til í að fá þann möguleika til að gera alþjóðaráð sýnilegra og að vera partur af þessu samfélagi. Ég hef reynslu, áhuga og tækifæri til að halda alþjóðastarfi lifandi og það er eitthvað sem æeg vona að ég fái tækifæri til að gera og stíga í fótspor systur minnar.