WAGGGS - World Association of Girl Guides and Girl Scouts

WAGGGS eru heimssamtök kvenskáta og samanstanda af 10 milljónum meðlima innan aðildarsamtaka í 152 löndum sem bjóða upp á starf fyrir kvenskáta. Samtökin voru stofnuð árið 1928 á 5. alþjóðaráðstefnu skáta í Ungverjalandi og voru íslensk samtök kvenskáta þess tíma, sem síðar sameinuðust BÍS, meðal 26 stofnmeðlima.

Kvenskátar tilheyra ýmist Guide samtökum, sem eingöngu eru fyrir kvenkyns og stundum kynsegin skáta, eða Scout samtökum sem eru kynjablönduð. Fjöldi kynjablandaðra skátasamtaka velja að vera einungis aðilar að WOSM en ekki WAGGGS. Þannig eru ekki allir kvenkyns skátar í heiminum meðlimir WAGGGS.

Kvenskátar á Íslandi sameinuðust Bandalagi íslenskra skáta árið 1944 og urðu þar með fyrstu kynjablönduðu landssamtök skáta í heimi og einnig fyrstu landssamtökin sem tilheyrðu bæði WOSM og WAGGGS. Í dag eru landssamtök sem tilheyra báðum heimssamtökum sögð vera SAGNO (Scout and Guide National Organization). BÍS velur að hafa aðild að WAGGGS því við teljum reynslu þeirra dýrmæta, áherslurnar og verkefnin mikilvæg og  að starfsemin eigi enn erindi svo lengi sem kynjaójöfnuðar gætir innan skátastarfs í heiminum.

Heimasíða WAGGGS

Á heimasíðu WAGGGS má fræðast um samtökin og helstu átaksverkefni þeirra. Finna Upplýsingar um viðburði næsta árið. Skoða launað- og sjálfboðaliðastarfa víða um heim. Og lesa fréttir frá starfinu.

Markmið WAGGGS er að vera hreyfing þar sem konur fara með forystu, þar sem allar stúlkur hafa sjálfstraust til að leiða aðra og eru valdefldar til að skapa betri heim saman. Að stúlkum og ungum konum sé gert kleift að þróa hæfileika sína samkvæmt þeirra bestu mögulegu getu.

Stúlkur víða um heim fá ekki sömu tækifæri og strákar og þar er skátastarfið ekki undanskilið. Stúlkur mega oft ekki vera í samtökum með strákunum og jafnvel þegar samtök eru kynjablönduð hallar verulega á þær, bæði í áherslum, fjármögnun starfsins og hverjir veljast til forystu. Þannig starfa kvenskátasamtök ýmist til að stúlkur hafi yfir höfuð tækifæri til að stunda skátastarf eða til höfuðs samtökum þar sem jöfnuðurinn er ekki nægur.

Heimssamtökin skiptast upp í fimm starfssvæði. Afríku-, Araba-, Evrópu-, Kyrrahafs og Asíu-  og Vesturhvelssvæðið en Ísland tilheyrir Evrópusvæðinu. WAGGGS rekur líka 5 alþjóðlegar skátamiðstöðvar víða um heim. Hér að neðan getur þú fundið vísan á gagnlegar upplýsingar um heimssamtökin og tækifæri sem standa skátum til boða innan þeirra.


Meðlimir heimssamtakanna

Á síðunni má kynnast hvernig WAGGGS heimssamtökin skiptast upp í 5 svæði og hvaða landssamtök tilheyra hverju svæði ásamt öllum helstu upplýsingum um hver samtök, fjölda meðlima þeirra, vísun á heimasíðu þeirra og aðrar tengiliðsupplýsingar.

Alþjóðlegar skátamiðstöðvar

WAGGGS rekur 5 alþjóðlegar skátamiðstöðvar víða um heim í þeim tilgangi að gefa ungum konum tækifæri til að tengjast, upplifa og valdflast saman. Á síðunni má fræðast um skátamiðstöðvarnar og tækifærin í kringum þær.

Sjálfboðaliða útköll

Það er iðulega nóg af tækifærum fyrir áhugasama sjálfboðaliða á alþjóðavettvangi WAGGGS. Á síðunni má finna þau tækfiæri sem í boði eru hverju sinni, lesið nákvæmar starfs- og markmiðalýsingar, mátað sig við þau og sótt um.

Tækifæri innan WAGGGS

Það er áherslumál innan WAGGGS að skapa fleiri tækifæri fyrir ungar konur og starfa öflug teymi innan WAGGGS í þeim tilgangi. Á síðunni má finna upplýsingar um þau tækfæri sem WAGGGS leggur áherslu á að bjóða.

Þankadagurinn & Þankadagssjóður

hefur verið haldinn hátíðlegur þann 22. febrúar síðan 1926 og er dagur alþjóðlegs vinskaps og tækfiæri til að vekja athygli á og fjárafla fyrir málefnum og verkefnum sem hafa áhrif á unga kvenskáta.

Verkfærakista WAGGGS

Í verkfærakistu WAGGGS má finna allskonar verkfæri sem geta nýst á allskonar stigum skátastarfs. Hægt er að finna sniðmát að stefnum, sjálfsmatstól og dagskrárpakka svo fátteitt sé nefnt.