Hjálmar Snorri Jónsson

Framboð: Útilífsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég hef verið í skátunum síðan ég var átta ára og hef verið í skátafélaginu Kópum síðan ég hóf starf. Frá og með 2016 hef ég unnið við foringjastörf í Kópum og var sveitarforingi fálkaskáta í nokkurn tíma en sé núna um dróttskátasveit Kópa ásamt öðrum. Ég hef einnig sinnt viðhaldi á skálum Kópa og þá aðallega Þristi sem ég hef verið að gera við og mála seinustu tvö sumur og stefni á að halda því áfram þar til hann er alveg kominn í lag. Öll þessi félgagsvinna ásamt öðru stuðlaði svo að lokum að því að mér var afhent forsetamerkið haustið 2021.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta sem ég hef fengist við í skátunum er ferð mín og róverflokksins míns til Hornstranda. Þessa ferð skipulögðum við sem fólst í matseðlagerð, skipulagningu á göngum og ýmsu fleira. Útiveran og samveran þar skapaði minningar sem munu vonandi aldrei gleymast.

Hví gefur þú kost á þér í útilífsráð?

Ég býð mig fram í útilífsráð því að ég vil að fleiri skátar fái að stunda skemmtilega útivist. Ég hef mikinn áhuga á útivist og tel að það sé hægt að fjölga viðburðum hjá BÍS sem leggja meiri áherslu á útivist. Markmið útilífsráðs verður að fjölga útivistaratburðum um að minnsta kosti 2 á ári næstu tvö árin.