Könnuðamerki


Hvatamerki fyrir elsta aldursbil allra skátasveita

Könnuðamerkin

Könnuðamerkin eru hluti af hvatakerfi sem er notað til að hjálpa skátunum að fá hugmyndir að verkefnum, að setja mér markmið og sjá árangur af starfinu. Skátar sem eru að ljúka aldursbili fá tækifæri á að vera könnuðir. Sem könnuðir þurfa þau að vinna að sérstökum verkefnum á síðasta árinu sínu. Rekkaskátar vinna að forsetamerkinu í 2-3 ár og Róverskátar vinna að sjálfboðaliðaverðlaunum BÍS í 3 ár.


Drekaskátar

Fálkaskátar

Dróttskátar

Rekkaskátar

Könnuðamerkjabækurnar

Til þess að fá könnuðamerkið þurfa skátarnir að vinna að alls kyns fjölbreyttum verkefnum, eins og skylduverkefni, valverkefni og sérverkefni. Leiðangur skátanna er tekinn saman í könnuðamerkjabókinni, skátarnir skrifa niður verkefnin sem þau klára og fá undirskrift skátaforingja til samþykktar.


Drekaskátar

Fálkaskátar

Dróttskátar

Hvernig er hægt að nálgast könnuðamerkjabókina

Skátafélögin og skátaforingjar geta pantað bæði könnuðamerkin og könnuðamerkjabækurnar hjá Skátabúðinni. Einnig er aðgengilegt pdf. skjal hér á síðunni sem foringjar eða skátafélögin geta prentað út sjálf eða stutt sig við.