Ísak Árni Eiríksson Hjartar

Framboð: skátaskólinn

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum þegar ég var 10 ára gamall. Ég var frekar ungur þegar ég byrjaði sem aðstoðarsveitaforingi hjá fálkaskátum og tók við þeirri sveit sem sveitaforingi þegar ég var 18 ára gamall. Í dag starfa ég sem Rekkaskátaforingi og varamaður í stjórn Mosverja. Einnig hef ég skipulagt og haldið Drekaskátmót undanfarin ár.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Eins krefjandi og það er að skipuleggja og halda Drekaskátamót þá hefur það trúlega verið það skemmtilegasta sem ég hef gert í skátunum.

Hví gefur þú kost á þér í skátaskólann?

Ég hef áhuga á að geta haft áhrif á fræðslu og námskeið innan skátanna.