HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf

Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.


Skátarnir og heimsmarkmiðin

Þann 25. september árið 2015 samþykktu þjóðarleiðtogar heimsins metnaðarfyllri þróunaráætlun en hingað til hefur sést. Heimsmarkmiðin 17 að tölu og undirmarkmið þeirra, alls 169, öðluðust gildi 1. janúar 2016. Þeim er ætlað að vera leiðandi fyrir sjálfbæra þróun fyrir jarðarbúa og jörðina fram til ársins 2030.

Heimsmarkmiðin fela í sér vilja til að vinna gegn fátækt og hungri, draga úr ójöfnuði og tryggja öllum góð lífsskilyrði. Takmarkið er einnig að efla öryggi og frið í öllum heimshornum, efla menntun og mynda bandalög um samvinnu. Þetta er skuldbinding sem öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, 193 að tölu, hafa tekið á sig og munu vinna að því að ná fyrir árið 2030.

Það má því líta á það sem sameiginlegt verkefni okkar sem skáta og allra skátavina okkar í heiminum að axla ábyrgð á jörðinni og vera í fararbroddi og til fyrirmyndar í heimabyggðum okkar. Á þann hátt tökum við þátt í að stíga skref í átt til betri heims og uppfylla markmið skátanna um að gera börn og unglinga fær um að takast á við lífið. Jafnframt tökum við okkar hluta af ábyrgðinni í íslensku samfélagi og á heimsvísu.


Dagskrárpakkar

Byggjum betri heim

Verkefnin í heftinu miðast við að hægt sé að sníða þau að öllum aldurshópum, með hverju verkefni er tillaga um hvernig hægt er að gera það. Markmiðið með heftinu er að setja fram verkefni sem hægt er að aðlaga að öllum aldurshópum þannig að þau gagnist öllum aldurshópum, jafnframt miðast verkefnin við að hægt sé að nota þau á flokksfundum, í dagskrárhringjum eða í dagsferðum. Öllum verkefnum er ætlað að vekja hugmyndir. Hægt er að sameina þau, aðlaga þau og jafnvel finna upp á nýjum verkefnum, allt eftir þörfum hvers og eins.

Byggjum betri heim verkefnapakki

Okkar markmið

Verkefnahefti þetta er beint framhald af Byggjum betri heim verkefnaheftinu og er tilvalið að nýta það samhliða þessu hefti þegar unnið er með heimsmarkmiðin í skátastarfi.

Nokkur ungmenni í skátunum sem voru að vinna með heimsmarkmiðin í sínu skátastarfi komu með hugmyndina að ‘Okkar markmið’ þar sem heimsmarkmiðin voru sett í annan búning og gerð aðgengilegri fyrir unga skáta. Ungmennaþing 2020 tók svo hugmyndina áfram og úr varð afurðin sem má sjá á bls. 5 í þessum bækling. Þess vegna heitir þessi bæklingur Okkar markmið enda er þessi bæklingur hluti af því að gera heimsmarkmiðin aðgengilegri fyrir yngri kynslóðirnar. Heimsmarkmiðin eru markmið okkar allra og nást ekki nema við vinnum öll að þeim í sameiningu. Verkefnin í bæklingnum eru frábært fyrsta skref fyrir unga sem aldna skáta í áttina að því að byggja betri heim og uppfylla heimsmarkmiðin.

Okkar markmið – Verkefnabæklingur byggður á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

forsíða okkar markmið heimsmarkmið

Öll heimsmarkmiðin plaggat

Gagnlegar heimasíður:

Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Hér finnur þú útskýringar um hvert heimsmarkmið á íslensku. Auk þess er þar gátt þar sem öllum er frjálst að koma áherslum, verkefnum og hugmyndum sínum tegndum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á framfæri til verkefnastjórnar heimsmarkmiðanna. Heimasíðan var samþykkt af ríkisstjórn og opnuð á vef Stjórnarráðsins.

Heimsins stærsta kennslustund – The World’s Largest Lesson: Hér finnur þú allskonar fróðleik, skemmtileg myndbönd og leiki.

Scouts for SDGs: Á þessari síðu getur þú séð hvað aðrir skátar, út um allan heim eru að gera til að leggja sitt af mörkum við að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Auk þess eru þar skemmtilegir verkefnapakkar sem þú getur kíkt á!