Sædís Ósk Helgadóttir

Framboð: Uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég hóf skátaferil minn hjá skátafélaginu Árbúum þar sem ég fór á alls kyns viðburði og skátamót bæði innanlands og erlendis. Ég hef samt fengið að fylgja bróður mínum og fjölskyldu á viðburði innan skátanna og hef t.d. farið á öll landsmót skáta síðan 1993 og ég beið mjög óþolinmóð eftir að komast loksins með mínum vinum á skátafund.
Ég hef verið skátaforingi hjá öllum aldursbilum til skiptis hjá Árbúum og svo hjá Garðbúum þegar ég færði mig yfir þangað til að aðstoða félagið við að byggja sig aftur upp. Ég hef verið í stjórn Garðbúa
Ég hef verið sjálfboðaliði á alheimsmóti Í Svíþjóð og farið sem sveitarforingi á alheimsmót í Japan og til Bandaríkjana ásamt því að vera í fararstjórn hóps sem sótti Gilwell 24. Ég hef einnig tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd Vetrarmóts Reykjavíkurskáta, Landsmóts rekka-og róverskáta og Skátasumarsins 2021.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Erfitt er að velja það skemmtilegasta sem ég hef fengist við í skátunum því það er svo margt sem stendur upp úr.
Að vera hluti af frábæru sveitarforingjateymi núna á síðasta alheimsmóti var mjög skemmtilegt enda vorum við með frábæra krakka í okkar sveit en vetrarmótin eru alltaf einn skemmtilegasti viðburður sem ég fæ að vera með á. Svo mér finnst alltaf gaman að minnast þess að hafa farið á skátamót/útilegu í skipi Landsbjargar Sæbjörgu.

Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?

Ég tel að tenging mín við skátamiðstöðina og við skátafélögin muni geta gagnast störfum uppstillingarnefndar