Huldar Hlynsson

Framboð: Meðstjórnandi BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Fyrsti fundur ferilsins fólst í því að fara á fótum í fjörugum póstaleik um Garðabæ. Endaði rennblautur, kaldur og gat varla beðið eftir næsta fundi ^_^ Ég s.s. er og hef alltaf verið í Vífli í Garðabæ sem skáti síðan 2009 minnir mig og foringi síðan 2016 í öllum sveitum félagsins nema róversveitinni. Er einnig í radíóskátum og hef aðeins hjálpað til með aðkomu radíóskáta á skátamót.
Maður hefur mætt á mörg mótin líka eins og landsmót, alheimsmót 2015 og tekið þátt í crean og lost in the lava 🙂
Svo var ég eitt ár í ungmennaráði og byrjaði í stjórn í fyrra. Svo hef ég tekið þátt í því að plana-gera-meta nokkra viðburði eins og vökuhlaupið, skátasumarið og DS.Húkk seinasta haust.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Ég hugsa að það skemmtilegasta sem ég hef fengist við hingað til sé líklegast þegar við héldum skátasumarið í fyrra, það var ógeðslega skemmtilegt og lærdómsríkt og fólkið sem var með mér í skipulagsteyminu eru allt snillingar. Var rosalega gaman líka að tala um það í nokkra mánuði fyrir mótið hvað „kanilsnúðar væru fræg mennsk delikasía og eru gómsætir“ á meðan ég fékk mér helling af kanilsnúðum sem svona fyrirboða fyrir næturleikinn 😈.
Reyndar þá var líka þrumustuð að halda DS.Húkk seinasta haust, allir voru svo peppaðir fyrir því verkefni og allar vinnustundirnar í undirbúningnum voru mjög góðar ^_^

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda BÍS?

Ég býð mig fram til að vera meðstjórnandi til að hjálpa til við að peppa fleiri hópa til að plana-gera-meta litla skemmtilega viðburði, sérstaklega fyrir dróttskátaaldurinn því það er vöntun á svoleiðis viðburðum, sinna þessum vandamálum sem koma inn á borð stjórnarinnar og gera eins og ég get til að vinna í stefnunni skipulega.
Það er gaman að vinna með fólkinu í stjórninni, við alveg fúnkerum og ég er til í að fá tækifærið til að vinna með þeim lengur.