Sigurður Viktor Úlfarsson

Framboð : Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði í skátunum 1986 í Skjöldungum (flokks-, sveitar- og deildarforingi) og elti síðan börnin mín í Landnema 2019 og hef verið dróttskátaforingi þar síðan. Jamboree í Suður Kóreu 1991 og Chile 1998-1999 (sveitarforingi), World Moot Kandersteg 1992 og Íslandi 2017, Vetluga (Rússlandi) 1996 og 1998, skátamót í Belgíu, Austurríki og víðar. Starfsmaður í Kandersteg 1992, forsetamerki 1992, Gilwell 1992, starfsráð BÍS 1995-2004 og 2022-2024, dagskrárráð SSR 1991-1995, fánaborg (þátttakandi og foringi í mörg ár), Skátakórinn (formaður í nokkur ár), IMWe í Rieneck skátakastalanum nokkrum sinnum, vinnuhópar WOSM og WAGGGS, norrænt skátaþing á Íslandi og í Noregi, leiddi móttöku erlendra þátttakenda á landsmóti skáta 1999, Nordjamb 2000 og landsmóti skáta 2002, uppstillingarnefnd (formaður í nokkur ár), leiddi Reykjavíkurbúðir World Scout Moot 2017, kvöldvökugítarkall, alls kyns námskeið innanlands og utan, vann á Úlfljótsvatni 1993 og 1995 og í útilífsskóla Skjöldunga og endalaust fleira skemmtilegt. Skátastarf bíður upp á endalaus ævintýri!

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Útilíf, ævintýri og samskipti við alls konar fólk. Sjá fólk vaxa og eflast í útilífi og ævintýrum.
Til dæmis þegar við skipulögðum 500 manna flash mop niður Skólavörðustíginn í Reykjavíkurbúðum World Scout Moot 2017. Ævintýri með dróttskátunum mínum.

Hví gefur þú kost á þér í Starfsráð?

Mér finnst vera töluvert rúm fyrir betri hjálparefni fyrir foringja.