Kristín Hrönn Þráinsdóttir

Framboð: skátaskólinn

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði 9 ára í ljósálfum í Hraunbúum og færði mig svo í Kópa þegar ég flutti í Kópavoginn. Ég fór í skátafrí á unglingsárunum en byrjaði svo aftur í Kópum þegar ég byrjaði í menntaskóla. Var sveitaforingi í ljósálfasveit og síðar í skátasveit og starfaði í dróttskátasveitinni Castor. Þátttakandi á Jamboree í Kanada 1983 og farastjóri Kópa á skátamóti í Odense 1988. Sjálfboðaliði á Moot 2017, bæði á Heimalandi og á Úlfljótsvatni. Fór á stórskemmtilegt vetrargilwell en náði ekki alveg að klára, tók upp þráðinn fyrir nokkrum árum og kláraði Gilwell. Hef setið í stjórn Gilwell skólans síðastliðin ár..

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er erfitt að velja en ferðirnar í skálana upp á Hellisheiði voru ótrúlega skemmtilegar! Vika á Gilwell um hávetur var mikið ævintýri sem og Jamboree í Kanada. Vorum vissulega allt of mikið í rútunni en þar var ýmislegt brallað 🙂 Fátt toppar skemmtilegan varðeld!

Hví gefur þú kost á þér í skátaskólann?

Ég hef setið í stjórn Gilwell skólans í nokkur ár og hef mikinn áhuga á að koma að því að þróa og útfæra þjálfun fyrir yngri skáta – leiðtoga framtíðarinnar. Tel að reynsla úr skátunum sem og öðrum félagsstörfum og menntun komi að gagni.