UMHVERFISSTEFNA BÍS

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 28. maí 2019.

SÝN:

Aðalmarkmiðið er að við allar ákvarðanatökur, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfsemi á vegum skátanna skuli leitast við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfið í lágmarki. Þessi stefna er fyrir alla skátastarfsemi á Íslandi. Með því að fylgja skrefunum sem er gerð grein fyrir hér fyrir neðan mun Bandalag íslenskra skáta reyna að gera sinn hlut í að byggja betri heim og vera fyrirmyndir fyrir aðra í samfélaginu í umhverfisvernd.

MARKMIÐ:

  1. Að þekking og vitund um umhverfismál og umhverfisvæna lífshætti verði aukin með fræðslu fyrir skáta.
  2. Að lögð sé áhersla á vistvæn innkaup á vörum, þjónustu, framkvæmdum og ráðgjöf.
  3. Að auka notkun á úrgangsmetakerfinu og draga þannig úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu.
  4. Að skátarnir taki meiri þátt í samfélagsverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
  5. Að lágmarka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem verða vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum BÍS.
  6. Að miðla þessari stefnu út á við
  7. Að endurmeta og endurbæta þessa stefnu eftir því sem við á svo að BÍS geti haldið áfram að þróast í umhverfismálefnum.

SKREF Í ÁTT AÐ MARKMIÐUM:

1. Að þekking og vitund um umhverfismál og umhverfisvæna lífshætti verði aukin með fræðslu til skáta.

1.1 Búa til dagskrárefni sem styður skátafélögin og foringjana í að koma þessari stefnu í verk.

1.2 Tryggja að umhverfismál komi fram í öllum fræðslum þar sem það er viðeigandi.

2. Að lögð sé áhersla á vistvæn innkaup á vörum, þjónustu, framkvæmdum og ráðgjöf

2.1. Velja umhverfismerktar vörur og þjónustu umfram annað.

2.2 Versla matvöru úr nærumhverfi þegar hægt er og minnka þ.a.l. kolefnisfótspor.

2.3. Byrja á því að gera umhverfismat (EIA) áður en gerðar eru einhverjar framkvæmdir á vegum skátanna.

3. Að auka notkun á úrgangsmetakerfinu og draga þannig úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu.

3.1. Flokka að minnsta kosti pappa, plast, lífrænan úrgang, málm, flöskur og dósir í skátamiðstöðinni, skátaheimilum og á viðburðum.

3.2. Minnka pappírsnotkun þar sem hægt er og endurnýta og endurvinna pappírinn eftir að búið er að nota hann.

3.3. Nota vatn, rafmagn, olíu, gas og við á skilvirkan og sparsaman hátt.

3.4. Reyna að fá lánað/gefins hjá öðrum innan skátanna áður en keypt er eitthvað nýtt.

4. Að skátarnir taki meiri þátt í samfélagsverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

4.1. Vera opin fyrir því að taka þátt í verkefnum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif eins og t.d. landgræðslu og plokk.

4.2. Sýna frumkvæði og skipuleggja svona verkefni í nærumhverfi skátafélaganna.

4.3. Skilja alltaf við staði í betra ástandi heldur en þegar komið var að þeim þegar farið er í útilegur eða aðrar ferðir.

5. Að lágmarka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem verða vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum BÍS.

5.1. Nota fjarfundabúnað þegar hægt er til að minnka kolefnislosun vegna flugferða.

5.2. Halda utan um notkun bíla á vegum BÍS og kolefnisjafna hana.

5.3. Birta árlega yfirlit yfir ferðir á vegum BÍS og hvernig þær voru kolefnisjafnaðar.

5.4. Hvetja einnig skátafélögin til að kolefnisjafna sínar ferðir.

6. Að miðla þessari stefnu út á við.

6.1. Vera fyrirmynd fyrir önnur samtök í umhvefismálum og umhverfisfræðslu.

6.2. Aðstoða erlenda skátahópa sem koma til Íslands við að minnka umhverfisáhrif sín. t.d. með því að virkja þau í umhverfisverkefnum og kolefnisjafna þannig ferð sína.

6.3. Sýna á samfélagsmiðlum skátanna skrefin sem verið er að taka með þessari stefnu.

7. Að endurmeta og endurbæta þessa stefnu eftir því sem við á svo að BÍS geti haldið áfram að þróast í umhverfismálefnum.

7.1. Þróa stefnuna eftir því sem nýjar upplýsingar og ný tækni koma í ljós.

7.2. Fylgjast með hvernig gengur að innleiða þessi skref í félögunum.

7.3. Endurmeta reglulega hvort það vanti eitthvað í stefnuna eða hvort einhverju sé ofaukið.