Sigurður Viktor Úlfarsson

Framboð: Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

– Er í dag dróttskátaforingi og skátapabbi í Landnemum.
– Fráfarandi formaður uppstillingarnefndar BÍS.
– Ég býð mig fram í starfsráð BÍS 2022-2024.

– Sat áður í starfsráði BÍS ansi mörg ár milli 1995 og 2005 eða þar um bil. Vann að Skátasöngbókinni, skipulagi forsetamerkis og ýmsu öðru. Sat í vinnuhópi um endurskoðun skátadagskrárinnar (RAP) árið 2005.
– Ég byrjaði í skátunum 10 ára í Skjöldungum í febrúar 1985 og gegndi stöðu flokks-, sveitar- og deildarforingja í félaginu ásamt ýmsu öðru.

– Starfsmaður skátamiðstöðvarinnar í Kandersteg, starfsmaður Úlfljótsvatns, útilífsskóla Skjöldunga og skrifstofu BÍS á ýmsum tímum.
– Í Skátakórnum frá ca. 2005, þar af formaður í nokkur ár.
– Jamboree í Kóreu 1991 (þátttakandi) og Chile 1998/1999 (sveitarforingi), World Moot 1992 í Sviss og 2017 á Íslandi. Yfir Reykjavíkurbúðunum á Moot 2017. Umsjón með erlendum þátttakendum á landsmóti 1999 og 2002. Erlend markaðssetning og umsjón erlendra þátttakenda í tengslum við Nordjamb 2000 og 2002. Skátaferðir til Rússlands, Belgíu, Suður-Afríku, Namibíu, Botswana og Zimbabwe. Fyrsti Íslendingurinn sem sótti evrópska smiðjudaga, IMWe, í Rieneck kastala í Þýskalandi og í nokkur ár þar á eftir.
– Norrænar skátaráðstefnur og -námskeið.
– Þátttakandi í vinnuhópum á vegum WOSM og WAGGGS í Evrópu.
– SSR: Formaður uppstillingarnefndar, meðlimur í dagskrárráði SSR í nokkur ár, viðburðahald, göngustjóri, utanumhald með skátamessu í Hallgrímskirkju og fleira.
– Kvöldvökustjórnun hér og þar.
– Ótrúlega margt fleira innanlands og utan!

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Erfitt að velja. Skátastarf hefur farið með mig um allan heim þar sem ég hef prófað ótrúlega margt og kynnst ótrúlega mörgu merkilegu fólki. Söngur, útilíf og alþjóðastarf finnast mér mjög skemmtilegir hlutir af skátastarfi.

Hví gefur þú kost á þér í starfsráð?

Ég er dróttskátaforingi í Landnemum og búinn að vera það undanfarin þrjú ár. Mér finnst við mega gera mikið betur þegar kemur að daglegum stuðningi við sveitarforingja. Spennandi að koma að innleiðingu á nýjum dagskrárramma.