Skátaþing 2021

Skátaþing 2021

Skátaþing 2021

Fundargerð Skátaþing 2021

Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2021 á pdf formi með því að smella hér.

Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.

Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.


Rafrænt Skátaþing 2021

Skátaþing verður haldið þriðjudaginn 13. apríl með notkun Microsoft Teams og fá allir skráðir fundarmenn tölvupóst með hlekk á fundinn. Smelltu hér til að skrá þig á skátaþingið.

Rafrænt fundarými opnar klukkan 18:30 og er setning þingsins klukkan 19:00.

Smelltu hér til að opna rafrænt fundarrými Skátaþings 2021.


Rafrænt kosningarkerfi

Þau sem hafa atkvæðarétt hafa aðgang að rafrænu kosningarkerfi fyrir Skátaþing 2021.

Smelltu hér til að opna rafræna kosningarkerfið.
Opnar umræður um málefni Skátaþings 2021

Haldnir verða tveir umræðufundir um málefni Skátaþings 2021. Mættu ef þú vilt spjalla um málefni sem tengjast þinginu, heyra skoðanir annarra skáta og hlusta á rök þeirra sem sendu inn tillögur fyrir þingið.

Fundirnir eru kjörinn vettvangur til að ræða lagabreytingatillögur og þingsályktun sem borist hafa þinginu, hvernig skátar geta stuðlað að aukinni ungmennaþátttöku og skoða drög að fjárhags- og starfsáætlun BÍS.

Fundirnir verða haldnir á Zoom og eru linkar á fundina hér fyrir neðan:

8. apríl kl 20:00

11. apríl kl 20:00


Dagskrá þingsins er þannig:

  1. Setning Skátaþings
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
   Jón Þór Gunnarsson kjörinn fundarstjóri.
   Kolbrún Ósk Pétursdóttir og Védís Helgadóttir kjörnar fundarritarar.
  3. Kosning í kjörnefnd og allsherjanefnd
   Guðjón Hafsteinsson, Inga Auðbjörg K. Straumland og Jón Andri Helgason kjörin í kjörnefnd.
   Auður Eygló Andrésdóttir, Dabjört Vatnsdal Brynjarsdóttir, Inga Úlfsdóttir, Jóhann Malmquist og Pjetur Már Hjaltason kjörin í allsherjarnefnd
  4. Inntaka nýrra skátafélaga
  5. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd
  6. Úthlutun úr styrktarsjóði skáta
   Kópar, styrkur fyrir Skátaskálann Þrist, 200.000
   Rekkaskátar í Garðbúum, Ægisbúum og Skjöldungum, Skátacraft, 50.000
   Klakkur, Vetraráskorun á gönguskíðum, 90.000
  7. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
  8. Endurskoðaðir reikningar BÍS fyrir síðasta almanaksár kynntir, ræddir og afgreiddir
  9. Fjárhagsáætlun BÍS fyrir 2 ár, yfirstandandi ár og það næsta, kynnt, rædd og afgreidd
  10. Tillaga að félagsgjaldi skáta til BÍS kynnt, rædd og afgreidd
  11. Starfsáætlun BÍS til fimm ára og langtíma stefnumörkun
  12. Staðfesting á skipan félagsforingjafundar – (Samþykkt, samhljóða)
  13. Ályktanir kynntar, ræddar og afgreiddar
  14. Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar
  15. Kynningar frá skátafélögum
  16. Önnur mál
  17. Þingslit


Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi

16. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
23. mars kl. 19:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
30. mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
6. apríl kl. 19:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
6. apríl kl. 19:00  – Skráning á Skátaþing lýkur
13. apríl kl. 19:00 – Skátaþing er sett


Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum

Tillaga um jafnréttis- og mannréttindastefnu BÍS – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 49)


Þinggögn

Fundarboð Skátaþings 2021:

Fundarboð – Skátaþing apríl 2021

Uppgjör ársins 2021:

BÍS Ársskýrsla 2020

Ársreikningur BÍS 2020 – Samþykkt með 98% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 1, Tóku ekki afstöðu – 0)

Kynningarmyndband um ársreikning BÍS 2020

Kynningarmyndband um ársreikning Skátamóta og ÚSÚ 2020

Stefnumál framtíðar:

Fjárhagsáætlun BÍS 2021-2022 – Samþykkt með 95,74% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 0, Tek ekki afstöðu – 2)
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2021-2022 – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48)
Starfsáætlun BÍS 2021-2025
Fyrri kosning – Sviðsmynd 1 kosin fram yfir sviðsmynd 2 með 64% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Sviðsmynd 1 – 38, Sviðsmynd 2 – 18)
Seinni kosning – Sviðsmynd 1 samþykkt með 93,62% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 44, Nei – 3, Tek ekki afstöðu – 0)

Kynningarmyndband um starfsáætlun BÍS 2021-2025

Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:

Lög BÍS
Grunngildi BÍS

Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta

Forvarnarstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS


Lagabreytingartillögur

Um auðveldara aðgengi skáta að Skátaþingi, auk embætta og ráða innan BÍS og að Ungmennaþing verði haldið a.m.k. árlega – Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

9. grein laga um auðveldara aðgengi ungra skáta að stjórn skátafélags. – Felld með 64% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 32, Já – 16 Tek ekki afstöðu – 2)

Ný 16. grein skátalaga um árlegt Ungmennaþing og 21. grein laga um áheyrnarfulltrúa ungmenna. – Samþykkt með 84% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 42, Nei – 6, Tek ekki afstöðu – 1)

18. grein um auðveldara aðgengi ungmenna að Skátaþingi auk embætta og ráða innan BÍS. – Felld, náði eingöngu samþykkt 60% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 30, Nei – 18, Tek ekki afstöðu – 2)

18. grein um jafna aldursdreifingu í ráðum, nefndum og stjórnum. – Samþykkt með 86% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 43, Nei – 7, Tek ekki afstöðu – 0)

19. grein um atkvæði ungmenna á Skátaþingi – Felld með 59,18% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 29, Já – 20, Tek ekki afstöðu – 1)

19. grein um atkvæðisrétt ungmenna á Skátaþingi – Felld með 56% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 28, Já – 22, Tek ekki afstöðu – 0)

20. grein um þátttöku ungmenna í kjörnefnd og allsherjarnefnd á Skátaþingi – Felld, náði eingöngu samþykkt 52% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 26, Nei – 24, Tek ekki afstöðu – 0)

20. grein um kjörgengi ungmenna. – Felld, náði eingöngu samþykkt 52% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 26, Nei – 24, Tek ekki afstöðu – 0)

25. grein um fjölgun í fastaráð – Samþykkt með 77,55% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 38, Nei – 4, Tek ekki afstöðu – 7)

25. grein um aldurstakmark ungmennafulltrúa í fastaráði BÍS – Felld með 52% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 26, Já – 24, Tek ekki afstöðu – 0)

25. grein um aldurstakmark skáta í ungmennaráði – Felld með 55,10% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 27, Já – 22, Tek ekki afstöðu – 0)


Tölfræði um kjörmenn á Skátaþingi 2021

Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða

Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98

Atkvæði eftir félögum

Árbúar 4
Eilífsbúar 1
Fossbúar 4
Garðbúar 4
Heiðarbúar 4
Hraunbúar 4
Klakkur 4
Kópar 4
Landnemar 4
Mosverjar 2
Segull 4
Skjöldungar 4
Vífill 4
Vogabúar 4
Ægisbúar 3
Samtals 54

Skiluðu ekki inn kjörbréfi fyrir Skátaþing 2020

Skátafélag Akraness
Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Einherjar Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélag Sólheima
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Strókur
Skátafélagið Svanir
Skátafélagið Örninn

Um ungmennaþátttöku meðal kjörmanna

Kjörmenn á þátttökualdri (Róverskátar eða yngri) voru 26 af 52 kjörmönnum og 0 af 5 varamönnum.

Aldursskipting kjör- og varamanna eftir skátafélögum

Skátafélag Kjörmenn á
þátttökualdri
Kjörmenn yfir
þátttökualdri
Varamenn á
þátttökualdri
Varamenn yfir
þátttökualdri
Árbúar 2 2 0 0
Eilífsbúar 0 1 0 0
Fossbúar 2 2 0 0
Garðbúar 2 2 0 0
Heiðarbúar 1 3 0 1
Hraunbúar 4 0 0 0
Klakkur 1 3 0 1
Kópar 3 1 0 0
Landnemar 3 1 0 1
Mosverjar 1 1 0 0
Segull 3 1 0 1
Skjöldungar 2 2 0 0
Vífill 1 3 0 0
Vogabúar 0 4 0 1
Ægisbúar 1 2 0 0
Alls 26 28 0 5Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta

Reglugerð BÍS um
styrktarsjóð skáta

Samþykkt á Skátaþingi, 7 apríl 2018.

Tilgangur

Um er að ræða söfnunarsjóð BÍS þar sem sjóðnum eru tryggðar fastar tekjur og höfuðstóllinn ávaxtaður, en allt að 80% hlutfall árlegrar ávöxtunar notaðir til styrkveitinga innan skátahreyfingarinnar á Íslandi eins og reglugerðin segir til um. Jafnframt er heimilt að ganga á höfuðstól sjóðsins ef stjórnin metur styrkumsóknir þess eðlis að það réttlæti það, en aldrei þó meira en árlegt framlag styrktarpinna skáta í sjóðinn.

Hvað er styrkt

Styrkhæf verkefni skulu flokkast undir einn eða fleiri eftirtalinna flokka:

 1. Útgáfu innan skátahreyfingarinnar
 2. Nýjungar í starfi skátafélaganna sem miði að fjölgun skáta á Íslandi
 3. Styrkur til aðstöðusköpunar skátastarfs
 4. Fræðslumála innan skátahreyfingarinnar
 5. Styrkir til skátafélaga til að auðvelda börnum og fullorðnum með ólíkan bakgrunn að taka þátt í skátastarfi

Styrkveiting

Hægt er að sækja um styrki allt árið, en styrkir að upphæð 100.000 kr. eða hærri eru aðeins veittir einu sinni á ári, á Skátaþingi. Engin einn aðili getur fengið meira en 50% af úthlutun hvers árs.

Umsókn og umsækjendur

Umsóknir um styrk skulu berast sjóðsstjórn á sérstöku umsóknarblaði sem fæst í Skátamiðstöðinni/ á vef BÍS. Umsækjendur eru fyrst og fremst skátafélögin og viðurkenndar starfseiningar innan BÍS.

Sjóðstjórn

Í sjóðsstjórn sitja: Skátahöfðingi, aðstoðarskátahöfðingi og gjaldkeri BÍS.

Endurskoðendur sjóðsins eru endurskoðendur BÍS.

Tekjur sjóðsins

Árlega skal renna í sjóðinn ein milljón króna af söluhagnaði styrktarpinna skáta, afrakstur sölu minningarkorta, áheita og sérstaka gjafa sem og sérstök framlög BÍS er stjórn ákveður hverju sinni.

Ávöxtun sjóðsins

Framkvæmdastjóri BÍS annast fjárreiður og ávöxtun sjóðsins og skal leitast við að velja áhættulitlar ávöxtunarleiðir í samráði við stjórn sjóðsins.

Breyting á stofnskrá sjóðsins

Sjóðurinn var stofnaður á aðalfundi BÍS í mars 1998 og er aðeins hægt að breyta reglugerð hans á aðalfundi BÍS.


Skátamiðstöðin

Skátamiðstöðin

Skátamiðstöðin í Hraunbæ 123 hýsir starfsólk Bandalags íslenskra skáta, á efri hæð hússins er stór og góður salur, vel búið fundarherbergi og skrifstofur BÍS. Auk daglegrar starfsemi starfsfólks er góð funda og vinnuaðstaða í húsinu fyrir sjálfboðaliða skátanna og reglulega fara þar fram ýmis fundir, hittingar og námskeið. Skátum með félagsaðild að BÍS er ávallt velkomið að óska afnota af húsnæðinu.

Opnunartímar skátamiðstöðvarinnar:

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 17:00
Föstudaga: 09:00 – 13:00
Lokað um helgar

Framkvæmdastjóri BÍS

Helga Þórey Júlíudóttir

Netfang: helga@skatarnir.is
Sími: 550 9809 / 659 3740

Helga Þórey Júlíudóttir er framkvæmdarstjóri BÍS, hún stýrir daglegum rekstri og framþróun Skátamiðstöðvarinnar og framfylgir stefnu BÍS.  Hún á tryggt samstarf við sjálfboðaliðana sem skipa stjórn BÍS og fylgir samþykktum hennar eftir en einnig á Helga í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir dótturfyrirtækja. Helga er í forsvari fyrir BÍS gagnvart hinu opinbera, fjölmiðlum og helstu samstarfsaðilum skátahreyfingarinnar á Íslandi. Áherslur Helgu í starfi eru að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Fræðsla og þjálfun

Katrín Kemp Stefánsdóttir

Verkefnastýra fræðslumála

Netfang: katrin@skatarnir.is
Sími: 550 9804

Katrín er verkefnastýra fræðslumála, hún hefur yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur líka með leiðbeinendasveit BÍS sem sinnir skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar. Katrín og erindrekar BÍS vinna líka oft saman að átaksverkefnum sem snúa að fræðslu- og þjálfunarmálum.

Javier Paniagua Petisco

Verkefna- og leiðtogaþjálfi

Netfang: pani@skatarnir.is
Sími: 550 9803

Pani gegnir stöðu verkefna- og leiðtogaþjálfa í hlutastarfi fyrir Bandalag íslenskra skáta en hann er einnig framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns. Sem verkefna- og leiðtogaþjálfi mun Pani stýra því að staðla viðburðaferla, vinnuaðferðir og skilvirkari skjölun hjá Skátamiðstöðinni. Hann mun starfa náið með leiðbeinendasveitinni og styrkja þau að verða hágæða þjálfunarteymi fyrir leiðtoganámskeið. Hann mun einnig vinna að innleiðingu leiðtogaþjálfunar á öllum stigum BÍS svo að sjálfboðaliðar geti best vaxið í sínum hlutverkum.

Erindrekar

Halldór Valberg

Netfang: halldor@skatarnir.is
Sími: 550 9806

Sigurgeir B. Þórisson

Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805

Allir erindrekar

Netfang: erindrekar@skatarnir.is
Sími: 550 9800

Erindrekar BÍS vinna með sjálfboðaliðum BÍS og í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Sem erindrekar eru þau í samskiptum við skátafélög um allt land og styðja þau í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja félagsstarf þeirra, miðla reynslu á milli félaga og vinna að lausnum á sameiginlegum áskorunum þeirra. Erindrekar sinna líka allskyns átaksverkefnum sem miða að því að því að styðja sjálfboðaliða í þeirra hlutverkum s.s. með útgáfu fræðsluefnis og verkfæra, með þjálfun og með virkri handleiðslu. Þau vinna líka að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi.

Erindrekar vinna líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem ekki fyrirfinnst skátastarf nú þegar. Í slíkum verkefnum bjóðast þau að koma hvert á land sem er að kynna starfið fyrir áhugasömum sjálfboðaliðum og þátttakendum, halda námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og reka dagskrá fyrir þátttakendur í nokkur skipti.
Skiptingu erindrekanna milli félaga má sjá hér

Fjármál og miðlun

Halldóra Inga Ingileifsdóttir

Fjármálastjóri

Netfang: halldora@skatarnir.is
Sími: 550 9807

Halldóra Inga er fjármálastjóri BÍS og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja. Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Hilda Ösp Stefánsdóttir

Bókari

Netfang: hilda@skatarnir.is
Sími: 550 9811

Hilda er bókari og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja ásamt fjármálastjóra. Hennar helstu verkefni snúa að innheimtu, launamálum og færa bókhald BÍS og dótturfyrirtækja þess. Hilda aðstoðar einnig oft við yfirlestur efnis áður en það er gefið út af BÍS.

Rita Osório

Kynningarmálastýra

Netfang: rita@skatarnir.is
Sími: 550 9802

Rita stýrir ímyndarmálum BÍS og dótturfyrirtækja þeirra. Hún stýrir samfélagsmiðlum og býr til skemmtilegt efni til að sýna frá starfinu. Rita vinnur einnig að því að lyfta heimasíðum BÍS og dótturfyrirtækja í nýjar hæðir, búa til nútímalegt og lifandi kynningarefni fyrir skátafélögin og að gera stuðningsefni fyrir skátaforingja og aðra sjálfboðaliða aðgengilegt og flott. Hún tekur einnig myndir og myndbönd úr starfi BÍS.


Stefna BÍS

Fyrirmynd til framtíðar

Framtíðarsýn skátanna til 2025

Stefna Bandalags íslenskra skáta 2020 - 2025

Leiðarljós

Leiðarljós skátanna er að bjóða öllum skátum, ungum sem öldnum, ævintýralegan vettvang, fjölbreytt tæki og persónulegu áskoranir til að tileinka sér samfélagsvitund og færni til framtíðar.

Framtíðarsýn

Árið 2025 hafa skátarnir endurskoðað og endurbætt starfsemi sína svo um munar, framsýni og fagmennska einkennir störf skátanna. Skátastarfið er nútímalegt og ímyndin er jákvæð. Starfandi skátafélögum hefur fjölgað um 5 og sjálfboðaliðum í skátastarfi hefur fjölgað jafnt og þétt. Fleiri börn og ungmenni stunda skátastarf þar sem þau læra færni til framtíðar og láta sig samfélagið varða. Í starfinu njóta þau leiðsagnar fullorðinna sjálfboðaliða sem eru glaðir og ánægðir með sitt hlutverk og verkefni og gefst færi á að sækja sér vandaða þjálfun í Skátaskólanum.

Stefnu-
áherslur

Fólk

Skátarnir bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbyggilegt starfsumhverfi.

Færni

Með vandaðri dagskrá og þjálfun veita skátarnir þátttakendum tækifæri til að efla færni sína til framtíðar með rödd ungs fólks að leiðarljósi

Framsýni

Skátarnir starfa í takt við tímann og oftar en ekki einu skrefi á undan.

Heimsmarkmiðin okkar

Skátahreyfingin er í einstakri aðstöðu til að valdefla börn og ungmenni til að verða hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eiga því að vera skátum hugleikin. Skátastarf snýst í grunninn um að láta sig samfélagið varða og heimsmarkmiðin eru þar af leiðandi órjúfanlegur þáttur í þeirri vegferð.

Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og er hvert og eitt þeirra staðsett í þessari stefnu þar sem það á helst við, þó mörg þeirra eigi við á fleiri stöðum. Til dæmis á markmið nr. 4 „Menntun fyrir alla“ alltaf við þegar skátastarf er annars vegar. Heimsmarkmiðin eru markmið okkar allra. Hvað ætlar þú að gera?

Heimsmarkmiðin eru markmið okkar allra. Hvað ætlar þú að gera?

Fólk

Skátarnir bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbygilegt starfsumhverfi

Styrkleikar

 • Gleði
 • Skátaandinn
 • Náungakærleikur
 • Samhugur
 • Frumkvæði
 • Aðild að Æskulýðsvettvangnum
 • Verkferlar til staðar
 • Félagaþrennan

Veikleikar

 • Of lítil verkdreifing
 • Lítill stuðningur
 • Fáar aðgönguleiðir fyrir utanaðkomandi
 • Tímaskortur
 • Aðrar skyldur sjálfboðaliða
 • Aðgengi á viðburði erlendis

Tækifæri

 • Foreldraþátttaka
 • Bættir ferlar
 • Aukin miðlun
 • Betra upplýsingaflæði og bætt samskipti
 • Skýrari ferlar við uppgöngu milli aldursbila
 • Samfélagsbreytingar
 • Alþjóðlegt tengslanet og samstarf

Ógnanir

 • Samskipti
 • Hraði samfélagsins
 • Styttri skólaganga takmarkar tíma sem varið er í tómstundir
 • Samkeppni um tíma
 • Skortur á mannauði
 • Skortur á endurnýjun
 • Samfélagsbreytingar

Fjölgun og nýliðun

Markmið skátanna er að styrkja foringjahóp og bakland hreyfingarinnar með því að virkja óvirka skáta, fjölga nýliðum og minnka brottfall. BÍS leggur áherslu á að styðja félög til vaxtar á þeirra forsendum.

Mælikvarðar:

 • Hvert félag setur sér markmið og mælikvarða um eftirfarandi atriði og að þeim verði náð árið 2025 og fær til þess viðeigandi stuðning frá BÍS:
  • fjölgun foringja
  • fjölgun virkra sjálfboðaliða í félaginu
  • fjölgun skáta
  • minnkun brottfalls
 • BÍS setur sér markmið um að fjölga starfandi skátafélögum um 5 á árunum 2020-2025.
 • Í lok árs 2025 verði búið að útfæra leiðir til þess að:
  • fjölga foringjum
  • fjölga virkum sjálfboðaliðum í félaginu
  • fjölga skátum
  • minnka brottfall milli aldursbila
 • Að fyrir lok árs 2025 sé 80% sveitarforingja sammála því að staðalímyndir almennings hái ekki fjölgun skáta.

Sáttir sjálfboðaliðar

Markmið skátanna er að veita fólki tækifæri á að taka þátt í uppbyggilegu sjálfboðastarfi þar sem það nýtur sín í starfi, getur miðlað af reynslu sinni og fær tækifæri til að vaxa og dafna.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 hafi sjálfboðaliðastefna BÍS verið innleidd á lands- og félagsstigi. Með innleiðingu er átt við að hún hafi verið samin, kynnt og tekin upp í öllu starfi BÍS og hjá 60% skátafélaga.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu til áætlanir um móttöku nýrra sjálfboðaliða og 60% félaga nýti sér þær áætlanir á virkan máta.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu verklýsingar og samningar til fyrir öll hlutverk og verkefni í starfi BÍS og gagnabanki aðgengilegur með helstu verklýsingum og samningum í starfi skátafélaga, auk leiðbeininga um félagaþrennuna.
 • Að fyrir lok árs 2025 sendi Skátamiðstöðin ánægjukönnun á alla sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar tvisvar á ári og niðurstöðum hennar verði fylgt eftir.

Samskipti og ábyrgt verklag

Markmið BÍS er að vera þekkt fyrir faglegt verklag, viðbragðsflýti og ábyrgð. Samskipti séu skilvirk og þjóni forgangsatriðum skátahreyfingarinnar.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 séu allir meðlimir hreyfingarinnar 15 ára og eldri meðvitaðir um siðareglur og viðbragðsáætlanir BÍS.
 • Að fyrir lok árs 2025 sýni þjónustukönnun fram á að þorri skátafélaga sé mjög ánægður með þjónustu og þjónustuframboð Skátamiðstöðvarinnar.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi verkefnastjórnunarlegar aðferðir verið innleiddar í skátastarf á öllum sviðum, þannig að undirbúningur viðburða og verkefna sé fullnægjandi og verkefni endurmetin á markvissan hátt.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé BÍS í hópi 20% bestu bandalaga í GSAT úttektum á skátahreyfingunni í heiminum, og með 80% niðurstöðu. Rekstrarkröfum WOSM sé fullnægt á öllum sviðum.

Færni

Með vandaðri dagskrá og þjálfun veita skátarnir þátttakendum tækifæri til að efla færni sína til framtíðar með rödd ungs fólks að leiðarljósi

Styrkleikar

 • Aðferða- og hugmyndafræði skátastarfs er skýr
 • Ungmenni virk í stjórnum og verkefnahópum
 • Gott samstarf við alþjóðahreyfingar skáta
 • Nýir sprotar eins og ný færnimerki, fjölskylduskátun og félagaþrennan
 • Jákvæðir og öflugir foringjar í flestum félögum
 • Samstarf skátafélaga er að aukast
 • Góð aðstaða og fjölbreyttir viðburðir, innanlands sem utan
 • Skátarnir hafa sérstöðu meðal æskulýðs- og félagsstarfs

Veikleikar

 • Skortur á aðgengilegu stuðningsefni fyrir foringja
 • Óskilvirk miðlun efnis
 • Sumir þættir starfsgrunnsins eru vannýttir, s.s. samfélagsþátttaka, sveitarráð, náttúran og foringjaflokkar
 • Skortur á eftirfylgni
 • Of fáar sjálfboðnar hendur um of mörg verk

Tækifæri

 • Skátastarf hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og seiglu ungmenna, aukin Ungmennaþátttaka og þátttökulýðræði
 • Vaxtartækifæri í breiðari aldri starfandi virkra skáta
 • Nýta betur nútímalega miðla og nýjustu tækni
 • Útilíf aðgreinir skátastarf frá öðru æskulýðsstarfi og nær börnum frá skjánum
 • Sterkara starf með auknu ungmennalýðræði
 • Aukin þjálfun og þátttaka fullorðinna
 • Aukið framboð viðburða á alþjóðlegum vettvangi

Ógnanir

 • Hraðari samfélagsbreytingar
 • Ofverndun barna
 • Þátttökukostnaður fyrir börn og ungmenni
 • Samkeppni um frítíma barna
 • Erfitt að mæla árangur skátastarfs miðað við t.d. íþróttir

Ævintýraleg, heildstæð dagskrá

Markmið skátahreyfingarinnar er að gera ungt fólk sjálfstætt, ábyrgt og virkt í samfélaginu. Skátarnir bjóða upp á metnaðarfullt og aðgengilegt dagskrárefni fyrir skáta sem byggt er á heildstæðum starfsgrunni með aukinni áherslu á útiveru og verndun náttúru.

Mælikvarðar:

 • Að 80% skátasveita nýti helstu þætti starfsgrunnsins: Stuðningsefni foringja, skátaaðferðina, dagskrárhringinn, flokkakerfið og hvatakerfið.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé komið í notkun markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir hvert og eitt aldursbil.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að útfæra byrjunarpakka fyrir hvert aldursbil sem auðveldar skátafélögunum að innleiða ævintýralegt og metnaðarfullt skátastarf.
 • Að fyrir lok árs 2025 verði búið að útfæra markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir aldursbilið 5-7 ára.
 • Að fyrir lok árs 2025 verði búið að útfæra markmið, merki, hvatakerfi, og táknræn umgjörð fyrir fjölskylduskáta.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé skýrt hvernig flutningi milli aldursbila er háttað.

Skátaskólinn, framúrskarandi leiðtogaþjálfun

Markmið skátahreyfingarinnar er að þjálfa leiðtoga til framtíðar. Skátarnir bjóða upp á námskeið í leiðtogaþjálfun fyrir alla skáta, 10 ára og eldri, sem eru eftirsótt, heildstæð, nútímaleg og aðgengileg. Skátaskólinn hefur yfirumsjón með allri þjálfun og fylgir heildstæðri námskrá.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 fái sveitarforingjar nægan stuðning til að tileinka sér stuðningsefni á fjölbreyttu formi og yfir 80% þeirra segist þekkja vel til efnisins í foringjakönnun BÍS.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi skátar, sjálfboðaliðar og nýliðar í öllum landshlutum og á öllum aldursbilum aðgengi að a.m.k. 40 klst. fræðslu á ári (þar af 20 klst. á rafrænum vettvangi).
 • Að gæði hvers námskeiðs séu mæld í endurmatskönnun og nái að meðaltali 7/10.
 • Að 70% allra skáta taki þátt í einhvers konar þjálfun á ári hverju
 • Að fyrir lok ársins 2025 verði reglubundin þjálfun í boði fyrir alla sveitarforingja ásamt aðgengilegu stuðningsefni sem auðveldar þeim að bjóða upp á gott skátastarf fyrir sig og sína sveit.

Eftirsóttir viðburðir

Til þess að efla skátastarf á Íslandi bjóða skátarnir upp á eftirsótta viðburði fyrir öll aldursbil, sem endurspegla gildi skátahreyfingarinnar, heildstæðan dagskrárgrunn og skátaaðferðina.

Mælikvarðar:

 • Árið 2025 taki allir starfandi skátar þátt í a.m.k. einum skipulögðum viðburði á vegum skátahreyfingarinnar, t.d. BÍS, skátafélags, WOSM, WAGGGS eða annarra áhugasamra hópa.
 • Fyrir lok árs 2025 verði til heildstæð áætlun um viðburðahald BÍS.
 • Fyrir lok árs 2025 verði komið fast vinnulag um að allir viðburðir séu endurmetnir og endurmatið nýtt í þróun viðburða hreyfingarinnar.
 • Fyrir lok árs 2025 verði til leiðarvísir um hvernig megi lágmarka kolefnisspor viðburða.

Raddir ungs fólks

Markmið skátahreyfingarinnar er að ungt fólk (25 ára og yngri) sé valdeflt og hafi virka rödd á öllum stigum ákvarðanatöku. Þátttökulýðræði sé eflt og markvisst boðað á öllum aldursbilum.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 sé skátastarf á öllum aldursbilum og allri stjórnsýslu í 6.-8. þrepi Þátttökustiga Harts samkvæmt sjálfsmati sem ungt fólk á aðild að.
 • Að fyrir lok árs 2025 noti allar skátasveitir lýðræðislegar aðferðir, t.d. lýðræðisleiki, til þess að móta dagskrá.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu ungmenni innan allra ákvarðanatökueininga.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu ungmenni handhafar í það minnsta 25% atkvæða á Skátaþingi.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé BÍS með viðeigandi ferla sem sjá til þess að allt ungt fólk fái viðeigandi þjálfun og stuðning til að tryggja að þau geti sannarlega tekið þátt í ákvarðanatöku innan hreyfingarinnar.

Framsýni

Skátarnir starfa í takt við tímann og oftar en ekki einu skrefi á undan

Styrkleikar

 • Ævintýrablær
 • Vinátta sem endist
 • Mjög þekkt auðkenni
 • Sterk alþjóðahreyfing
 • Samfélagsáhrif

Veikleikar

 • Íhaldssemi
 • Fortíðarþrá
 • Hræðsla við breytingar
 • Stöðnuð ímynd

Tækifæri

 • Innleiðing heimsmarkmiða
 • Aukinn skilningur á að reynsla af skátastarfi sé metin á vinnumarkaði
 • Betra skátastarf gerir miðlun auðveldari
 • Rafræn miðlun
 • Þróun nútímalegrar ímyndar
 • Aukin samfélagsábyrgð og náttúruvernd

Ógnanir

 • Röng ímynd og staðalímyndir
 • Miðlun nær ekki til markhópa
 • Misskilningur
 • Slæm umfjöllun
 • Loftslagsbreytingar

Samfélagsleg ábyrgð

Markmið skátanna er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framförum í samfélaginu og að vera til fyrirmyndar þegar kemur að samfélagsþátttöku og umhverfisvernd.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 séu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna innleidd í allt skátastarf.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi virk umhverfisstefna sem er framsækin og í takt við kröfur samfélagsins verið innleidd í allt skátastarf.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi virk jafnréttisstefna verið innleidd í allt skátastarf.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu samfélagsverkefni sjálfsagður hluti af starfi flokka, sveita, félaga og BÍS.

Nútímalegt skátastarf

Markmið skátanna er að halda í við þær hröðu breytingar sem verða í samfélaginu á hverju ári og þróa starfið svo að það sé bæði í takt við tímann og gildi skátanna.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 sé áhersla lögð á inngildingu í skátastarfi og gengið úr skugga um að öll börn á Íslandi hafi tök á að kynnast skátastarfi.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að innleiða fræðslu um hvernig skal taka á móti börnum með ólíkar þarfir og bakgrunn.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi efni um skátastarf verið gefið út á tungumálum helstu innflytjendahópa á Íslandi.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé útivist enn ríkari partur af skátastarfi og að fræðsla, dagskrárefni og viðburðir taki mið af því.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé til fræðsla og dagskrárefni um hvernig má nýta tæknina á ábyrgan hátt í skátastarfi án þess að það bitni á öðrum gildum starfsins.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að innleiða fræðslu um geðheilsu bæði barna og fullorðinna sem hluta af leiðtogaþjálfun.

Aukin umfjöllun

Markmið skátanna er að umfjöllun í opinberum miðlum endurspegli raunverulegt skátastarf og að almenningur þekki vel til skátanna, gilda skátastarfs og starfsemi BÍS og dótturfélaga.

Mælikvarðar:

 • Að fyrir lok árs 2025 birtist hið minnsta 12 sinnum á ári jákvæðar fréttir af skátum eða skátar sem viðmælendur í miðlum með landsdekkun.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé boðið upp á þjálfun í opinberri framkomu og miðlun efnis á hverju ári.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé skátum reglulega boðið upp á þjálfun í vinnslu nútímalegs kynningarefnis.
 • Að fyrir lok árs 2025 sé búið að útfæra metnaðarfullar leiðir til kynna skátastarf fyrir foreldrum skáta sem skátafélög geta nýtt sér.
 • Að fyrir lok árs 2025 séu 80% skátafélaga með virka kynningaráætlun og telji sig fá nægan stuðning frá BÍS við kynningarmál.
 • Að fyrir lok árs 2025 hafi verið framkvæmt metnaðarfullt verkefni um að nútímavæða ímynd skátastarfs.
 • Að fyrir lok árs 2025 nái samfélagsmiðlar skáta til helmingi fleiri með virkum hætti en í ársbyrjun 2020.
 • Að fyrir árslok 2025 standist allir vefir skáta aðgengisviðmið og séu reglulega uppfærðir, búið sé að tryggja svigrúm þeirra sem bera ábyrgð á vefjum til að sinna þessum verkefnum.

Leiðirnar að markmiðunum

Hvernig stefnan verður að veruleika byggir að stóru leyti á starfi skátafélaganna og því mikilvægt að leiðtoga skátastarfsins á hverjum stað ákveði sínar áherslur í samræmi við stefnuna.

Hvað getur hvert skátafélag gert með sínum félögum?

Frumkvæði hvers félags er mikilvægt en einnig verður lögð áhersla á að miðla reynslu og fræðslu milli skátafélaga.


Stjórn BÍS

Stjórn Bandalags íslenskra skáta

Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta, en þeirra á milli kemur sjö skáta stjórn BÍS fram fyrir hönd íslenskra skáta gagnvart einstaklingum, lögaðilum og ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum hreyfingarinnar.

Í stjórn sitja skátahöfðingi sem er formaður stjórnar, gjaldkeri og fimm meðstjórnendur sem deila með sér verkum. Á vegum stjórnar BÍS starfa síðan fimm fastaráð; alþjóðaráð, starfsráð, ungmennaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans en í hvert þeirra skipar Skátaþing að lágmarki þrjá fulltrúa en að hámarki fimm fulltrúa.

Meðal helstu verkefna stjórnar eru félagsmál, námskeiða- og viðburðarhald, samskipti við alþjóðasamtök skáta, markaðsmál og stefna samtakanna. Stjórn hefur heimild til að setja reglugerðir um vissa þætti skátastarfs og að skipa ráðgjafa, nefndir og vinnuhópa sér til aðstoðar við verkefni sem stjórn fæst við eða telur brýnt að sinna.

Öllum skátum er heimilt að bera erindi undir stjórn Bandalags íslenskra skáta, og er þessi heimild lögfest í 21. grein laga BÍS. Hafir þú erindi sem þú vilt bera undir stjórn BÍS getur þú fylgt þessum slóða.

Stjórnarfólk

Fundir, fundargerðir og önnur gögn

næsti fundur stjórnar

Stjórnarfundir eru alla jafna 2. og 4. þriðjudag hvers mánaðar klukkan 18:00

Fundargerðir

Eldri fundargerðir stjórnar BÍS má nálgast með því að hafa samband við Skátamiðstöðina.


Bera erindi undir stjórn BÍS

BERA ERINDI UNDIR STJÓRN BÍS

Eitt meginmarkmið Bandalags íslenskra skáta er að valdefla ungt fólk og hvetja skáta til virkrar þátttöku í sínu samfélagi. Þetta á líka við um það samfélag sem skátahreyfingin myndar sameiginlega á Íslandi.

Öllum skátum er heimilt að bera erindi undir stjórn Bandalags íslenskra skáta, og er þessi heimild lögfest í 21. grein laga BÍS. Hafir þú erindi sem þú vilt bera undir stjórn BÍS getur þú fyllt út formið hér að neðan.

Ef ætlunin er að tilkynna um óæskilega hegðun t.d. einelti, kynferðislegt áreiti eða hvers kyns annað form ofbeldis innan skátanna skal það gert með því að fylgja þessum hlekk á síðu Æskulýðsvettvangsins þar sem óháð fagráð tekur við slíkum tilkynningum.

Vinsamlegast fylltu út fullt nafn. Sé ætlunin að tilkynna óæskilega hegðun skaltu fylgja þessum hlekk á síðu Æskulýðsvettvangsins þar sem þú getur komið tilkynningu í fullum trúnaði á óháð fagráð.
Fylltu út netfangs vo hægt sé að óska frekari upplýsinga frá þér og/eða tilkynna þér meðferð erindis þíns innan stjórnar BÍS.
Lýstu efni erindis í eins fáum orðum og hægt er t.d. "Næsta alheimsmót skáta" eða "Skátabúningurinn"
Setjið fram með skýrum hætti hvers er farið fram á við stjórn við meðferð erindis. T.d. "Að stjórn leiti góðra viðskiptakjöra í þrifum skátabúninga." eða "Að stjórn gefi mér tíma á fundi sínum til að kynna erindið í persónu."
Skýrið hvaða stefnuþætti þið teljið erindi ykkar styðja og útskýrið hvernig í stuttu máli. Sjá stefnu BÍS til 2025 hér.
Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 100 files.
Vinsamlegast hlaðið hér upp gögnum sem kunna að tengjast erindinu.

Forvarnarstefna BÍS

FORVARNARSTEFNA BÍS

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 16. september 2015.

FORVARNARHLUTVERK

Fjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þátttaka unglinga í skipulögðu æskulýðsstarf dregur úr líkum á að börn og ungmenni leiðist út í frávikshegðun. Þau börn og ungmenni sem stunda skipulagt æskulýðsstarf undir handleiðslu fullorðinna skátaforingja eru síður líklegir til að sýna neikvætt atferli en aðrir jafnaldrar þeirra. Skátastarf, líkt og annað skipulagt tómstundastarf í umsjón ábyrgra aðila, er þannig af mörgum talið hafa víðtækt forvarnargildi ekki einungis gegn frávikshegðun, líkt og afbrotum, ofbeldi og vímuefnaneyslu, heldur tengist þátttaka í skátastarfi einnig betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari sjálfsmynd.

Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með skátastarfi og vill Bandalags íslenskra skáta efla forvarnahlutverk sitt á eftirfarandi hátt:

A) Setja fram markvissa stefnu
 • Hvetja skátafélög til þess að festa í lög sín ákvæði þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu á áfengi, tóbaki og fíkniefnum.
 • Móta sameiginlegar starfsreglur um hvernig tekið skuli á áfengis- og vímuefnanotkun ungs fólks á vettvangi skátahreyfingarinnar og hvernig unnið skuli að forvörnum.
 • Gera allt húsnæði sem skátastarf fer fram í þ.m.t. skátaheimili og skátaskála áfengis-, vímuefna- og reyklaus.
B) Stuðla að aukinni og almennari þátttöku barna og ungmenna í skátastarfi
 • Hvetja skátafélög til þess vinna markvisst að því að fjölga skátum, m.a. með því að auka fjölbreytni í starfi og tryggja þannig að öll börn og ungmenni fái tækifæri til að stunda starf samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga.
 • Nýta mannvirki og aðstöðu skátahreyfingarinnar til að festa skátastarf í sessi sem raunhæfan valkost til skemmtunar fyrir börn og ungmenni, t.d. með því að halda opin hús í skátaheimilum, eða efna til annars konar starfs fyrir þessa aldurshópa þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra fyrir afþreyingu og skemmtun.
C) Auka þekkingu á skaðsemi áfengis, tóbaks og vímuefna og forvörnum innan hreyfingarinnar
 • Gefa út eða á annan hátt tryggja aðgengi að fræðsluefni um skaðsemi áfengis, tóbaks og vímuefna og forvarnir fyrir skátaforingja og skáta og gera fræðslu um þessi málefni að föstum þætti í skátastarfi og í leiðtogþjálfun.
 • Fela skátaforingjum að fræða þá skáta sem þeir bera ábyrgð á um áhrif og skaðsemi áfengis, tóbaks og vímuefna á heilbrigði þeirra.
 • Hvetja sambandsaðila skátahreyfingarinnar til þess að fjalla um skaðsemi áfengis, tóbaks og vímuefna og forvarnir í málgögnum sínum og ritum.


Vímuvarnarstefna BÍS

VÍMUVARNARSTEFNA BÍS

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 16. september 2015.

1. FORVARNARGILDI SKÁTASTARFS

Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í skátastarfi, reiðir betur af og neyta síður áfengis og vímuefna en þau sem ekki taka þátt. Bandalag íslenskra skáta vill efla enn frekar vímuvarnagildi skátastarfs með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu áfengis og vímuefna í tengslum við starf skáta. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um áfengis og vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu tóbaks, áfengis og allra ólöglegra vímuefna.

2. NEYSLA ÁFENGIS OG VÍMUEFNA

Bandalag íslenskra skáta er andvígt allri neyslu áfengis- og vímuefna skáta og annarra er koma starfi með börnum á vegum skátahreyfingarinnar. Bandalag íslenskra skáta veitir ekki áfengi á neinum viðburðum á vegum skátahreyfingarinnar og öll neysla áfengis og vímuefna er bönnuð í skátastarfi og í skátaheimilum, skátaskálum, í útilegum og öðrum ferðum á vegum skáta sem og á skátamótum.

Í undantekningartilvikum er neysla áfengis þó heimil á viðburðum á vegum Bandalag íslenskra skáta s.s. við hátíðarkvöldverði enda séu slíkir viðburðir einungis ætlaðir einstaklingum 20 ára eldri, ekki í húsakynnum skáta og ekki hluti af reglubundnu og hefðbundnu skátastarfi.

Þá er í undantekningartilfellum heimilt að hafa áfengi um hönd í húsakynnum og á svæðum skátahreyfingarinnar enda sé um að ræða viðburð á vegum annarra en skáta og tryggt að ekkert skátastarf sé í húsakynnunum eða svæðinu á sama tíma. Gengið skal úr skugga um að ekki sé hætta á að skátar verði varir við áfengisneysluna.

Jafnframt er skátum sem sækja viðburði erlendis sem ætlaðir eru fullorðnum skátum heimil hófleg áfengisneysla enda séu allir þátttakendur ferðarinnar 20 ára eða eldri.

Ölvun í skátabúningi er með öllu óheimil.

3. VIÐBRÖGÐ VIÐ NEYSLU SKÁTA

Bandalag íslenskra skáta munu bregðast sérstaklega við allri neyslu áfengis og vímuefna, skáta í starfi sem eru undir 18 ára aldri. Foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.

Varðandi viðbrögð við áfengis og vímuefnaneyslu þeirra sem eru sjálfráða, mun Bandalag íslenskra skáta bregðast við slíkri neyslu, sé hún brot á reglum skáta ( sbr. lið 2 ) og við neyslu sem hefur áhrif á frammistöðu og ímynd skátahreyfingarinnar.

Viðbrögð Bandalags íslenskra skáta við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundinnar brottvísunar úr skátastarfi.

Viðbrögð Bandalags íslenskra skáta munu samt sem áður ávallt mótast af vilja til að aðstoða skátann við að laga sig að reglunum og að hann haldi áfram að starfa innan skátahreyfingarinnar.

4. HLUTVERK SKÁTAFORINGJA

Skátaforingjar skulu starfa eftir vímuvarnastefnu Bandalags íslenskra skáta, þar með talið að bregðast við áfengis og vímuefnaneyslu á viðeigandi hátt.

Bandalags íslenskra skáta munu sjá skátaforingjum fyrir fræðsluefni um áhrif áfengis og vímuefnaneyslu á ástundun og frammistöðu í skátastarfi sem og á einkalíf skátans.

Skátaforingjar skulu framfylgja stefnu Bandalags íslenskra skáta varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

5. SAMSTARF VIÐ FORELDRA

Bandalags íslenskra skáta munu upplýsa foreldra um stefnu Bandalags íslenskra skáta í áfengis og vímuvörnum.

Bandalags íslenskra skáta munu standa að góðu samstarfi við foreldra skáta með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og vímuefna.

Bandalags íslenskra skáta munu starfa náið með fagfólki í áfengis og vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli skáta undir sjálfræðisaldri.

6. SAMSTARF VIÐ AÐRA AÐILA SEM SINNA MÁLEFNUM BARNA OG UNGLINGA

Bandalags íslenskra skáta munu hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

Bandalags íslenskra skáta muna hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.


Grunngildi BÍS

GRUNNGILDI BÍS

Samþykkt á Skátaþingi 06/04/2019

INNGANGUR

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta eru af þrennum toga:

1. Samfélagsleg gildi sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar:

   1. Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem stuðlar að menntun ungs fólks með sjálfsnámi.
   2. Skátahreyfingin er opin öllum og óháð stjórnmálasamtökum.

2. Siðferðileg gildi sem finna má í:

   1. Skátaheiti.
   2. Skátalögum.
   3. Kjörorði skáta.

3. Aðferðafræðileg gildi sem fólgin eru í Skátaaðferðinni og byggja á:

   1. Stigvaxandi sjálfsnámi.
   2. Kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta.
   3. Kjörorði skáta.

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta mynda sameiginlega grundvöll skátastarfs og skilgreina þannig sérstöðu þess. Lög Bandalags íslenskra skáta byggja ávallt á grunngildum samtakanna. Grunngildin eru byggð á Constitution og By-laws beggja heimsbandalaga skáta – WAGGGS og WOSM. Þau eru sá grunnur sem Bandalag íslenskra skáta og öll skátafélög á Íslandi starfa eftir.

BÍS er aðili að alþjóðabandalagi skáta, WOSM, og alþjóðabandalagi kvenskáta, WAGGGS og starfar samkvæmt lögum þeirra og grunngildum.

SAMFÉLAGSLEG GRUNNGLIDI SKÁTAHREYFINGARINNAR

Markmið skátahreyfingarinnar

Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing. Markmið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks  til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta er gert með því að:

   • Virkja ungt fólk á þroskaskeiði þeirra með óformlegu uppeldis- og menntakerfi.
   • Beita sérstökum aðferðum sem gera hvern einstakling virkasta áhrifavaldinn í eigin þroskaferli.
   • Hjálpa ungu fólki að byggja upp eigið gildakerfi sem grundað er á siðferðilegum lífsgildum, félagslegu réttlæti og persónulegri staðfestu í anda skátalaga og skátaheits.

Skátahreyfingin er æskulýðshreyfing með stuðningi og þátttöku fullorðinna. Gefa þarf skátum á öllum aldursstigum tækifæri til taka þátt í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á skátastarfið. Með aldrinum eykst ábyrgð þeirra á ákvarðanatöku og framkvæmd verkefna.

Skátahreyfingin er opin öllum

Skátahreyfingin er opin fyrir alla sem fylgja markmiðum hennar, Grunngildum og Skátaaðferðinni, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna. Lokaákvörðunin um að taka þátt eða ekki er í höndum hvers og eins. Skátahreyfingin er ekki hreyfing fyrir útvalda. Hins vegar er ljóst að skátahreyfingin getur aðeins tekið á móti einstaklingum með miklar sérþarfir þegar aðstæður og mannafli eru fullnægjandi til að mæta þörfum þeirra.

Skátahreyfingin er óháð stjórnmálasamtökum

Skátahreyfingin er frjáls og óbundin stjórnmálaflokkum. Það er þó ekkert sem hamlar henni að taka afstöðu í tilteknum málefnum að því tilskildu að afstaðan sé í samræmi við Grunngildin.

Þegar einstaklingar koma fram í nafni skátahreyfingarinnar mega þeir ekki tengja sig stjórnmálaflokkum. Ekkert kemur í veg fyrir að félagar í skátahreyfingunni starfi á sama tíma með stjórnmálaflokki, ef það er gert í eigin nafni en ekki skátahreyfingarinnar.

SIÐFERÐISLEG GRUNNGILDI SKÁTAHREYFINGARINNAR

Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar er að finna í skátaheitinu og skátalögunum. Fyrirmynd þeirra er í samþykktum alþjóðahreyfinga skáta. Orðalag er þó mismunandi eftir löndum, menningarheimum og tungumálum.

Skátaheitið

Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið er hann að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Íslenska skátaheitið hljóðar svo (velja má á milli annars vegar guð/samviska og ættjörðina/samfélag):

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur
til þess að gera skyldu mína við guð/samvisku og ættjörðina/samfélag,
að hjálpa öðrum og
að halda skátalögin.

Siðferðileg gildi í skátaheitinu eru oft flokkuð á eftirfarandi hátt:

   • „Skyldan við guð/samvisku“ – tengsl einstaklingsins við leitina að lífsgildum sem eru ofar honum sjálfum.
   • „Skyldan við aðra“ – tengsl einstaklingsins við samfélagið og ábyrgð hans innan þess.
   • „Skyldan við sjálfan sig“ – ábyrgð einstaklingsins á að þroska hæfileika sína eins og mögulegt er.
Skátalögin

Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram á skipulegan hátt í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem ungt fólk getur valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur þarf hver einstaklingur að hugsa og haga sér í samræmi við eigin gildi.

Íslensku skátalögin eru svohljóðandi:

   • Skáti er hjálpsamur
   • Skáti er glaðvær
   • Skáti er traustur
   • Skáti er náttúruvinur
   • Skáti er tillitssamur
   • Skáti er heiðarlegur
   • Skáti er samvinnufús
   • Skáti er nýtinn
   • Skáti er réttsýnn
   • Skáti er sjálfstæður
Kjörorð skáta

Kjörorð skáta er: Ávallt viðbúinn.

Kjörorð skáta felur það í sér að skátinn sé alltaf andlega og líkamlega tilbúinn að gera skyldu sína.

AÐFERÐAFRÆÐILEG GRUNNGILDI SKÁTAHREYFINGARINNAR

Skátastarf byggir á hugmyndinni um sjálfsnám sem er stigvaxandi í takt við aldur og þroska.

Í skátastarfi fá börn og ungmenni tækifæri til að vinna að sínum markmiðum með því að takast á við skemmtileg verkefni og lifa sig inn í ævintýri. Aðalatriðið er að skátarnir sjálfir taki virkan þátt í að velja, undirbúa, framkvæma og ígrunda verkefnin í samræmi við aldur og þroska – að sjálfsögðu með leiðsögn og stuðningi hinna fullorðnu.

Að auki byggist Skátaaðferðin á átta lykilþáttum sem tengjast innbyrðis.

Lykilþættir Skátaaðferðarinnar:
   • Skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta
   • Flokkakerfið
   • Táknræn umgjörð
   • Útilíf og umhverfisvernd
   • Leikir og reynslunám
   • Hjálpsemi og samfélagsþátttaka
   • Framfarir einstaklingsins
   • Stuðningur fullorðinna

Hver einstakur lykilþáttur hefur sjálfstætt uppeldis- og menntunargildi og hver þáttur fyrir sig eykur áhrif hinna. Allir lykilþættirnir þurfa að vinna saman til þess að kerfið virki.

NIÐURLAG

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta voru samþykkt á Skátaþingi 2019. Grunngildum Bandalags íslenskra skáta er einungis hægt að breyta með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða tveggja Skátaþinga í röð.


Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja

REGLUGERÐ BÍS
UM HÆFI SKÁTAFORINGJA

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 9. maí 2023

1. GREIN

Með skátaforingja er í reglugerð þessari átt við þann lögráða einstakling sem hefur verið skipaður til ábyrgðastarfa af hálfu félagsforingja, formanns skátasambands eða skátahöfðingja.

Reglugerð þessi nær ekki til flokksforingja og annarra aðstoðarforingja sem ekki eru lögráða.

2. GREIN

Þau má skipa skátaforingja sem sækjast eftir því og fullnægja þessum skilyrðum:

 1. Eru vígð skátar.
 2. Hafa viðeigandi þjálfun, menntun, þekkingu eða reynslu til að gegna starfi sínu að mati skipunaraðila.
 3. Hafa unnið skriflegt heiti að viðlögðum heiðri sínum að rækja af trúmennsku og samviskusemi öll þau störf sem þeim kunna að verða falin eða þau taka að sér sem skátaforingjar og að þau muni aldrei gerast brotleg gegn börnum.
 4. Hafa ekki hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum, eins og Æskulýðslög nr. 70/2007 segja til um.
 5. Hafa undirritað eyðublað sem veitir Bandalagi íslenskra skáta heimild til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins eins og Æskulýðslög nr. 70/2007 segja til um.

3. GREIN

Umsókn um leyfi til að gerast skátaforingi í skátastarfi skal beint til viðkomandi félagsstjórnar eða skátasambands. Sé hvorugt starfandi á svæðinu skal umsókn beint til BÍS.

Stjórnir skátafélaga skulu leitast við að gera skriflegt samkomulag við skátaforingja í samræmi við drög BÍS um Sjálfboðaliðasamkomulag.

4. GREIN

Ef skátaforingi uppfyllir ekki öll skilyrði 2. gr. eftir að hafa hlotið skipun eða brýtur gegn sæmdarheiti sínu, skal viðkomandi láta af störfum að eigin frumkvæði ella er stjórn skátafélags, stjórn skátasambands og/eða stjórn BÍS skylt að víkja viðkomandi frá störfum.