Hæða og stikumerki


Á þessari síðu getur þú fræðst um nýju merkin sem eru komin í notkun og voru kynnt sérstaklega á skátaþingi 2023. Hér er yfirlit yfir merkin ásamt tillögum yfir hvernig eigi að vinna að þeim.

Stiku- og hæðamerkin eru áskoranir sem skáti getur unnið að í sínu starfi. Merkin eru hugsuð sem hvatning til aukinnar útivistar og hreyfingar. Fyrir hverja ferð er aðeins hægt að fá eitt stikumerki og eitt hæðamerki.

Stikumerki


Stikumerki getur sá skáti fengið sem gengið hefur tiltekna
vegalengd í einni og sömu gönguferðinni. Gert er ráð fyrir að ferðin sé skipulögð fyrirfram með áætlaðri vegalengd.

Merkin eru unnin með því að fara ákveðna vegalengd á eigin afli í einni ferð.

Hugmyndabanki


Hér er hugmyndabanki af ferðum sem uppfyllakröfur stikumerkjanna.

Hugmyndabankinn er í vinnslu þar sem merkin eru tiltölulega ný og ef þú ert með hugmyndir af ferðum sem gætu komið hér inn þá endilega hafið samband við skatarnir@skatarnir.is

5 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 5 km merkinu

10 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 10 km merkinu

15 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 15 km merkinu

20 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 20 km merkinu

30 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 30 km merkinu

50 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 50 km merkinu

75 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 75 km merkinu

100 km

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 100 km merkinu

Hæðamerki


Hæðamerki getur sá skáti fengið sem ferðast hefur með eigin afli og náð tiltekinni hæð. Minnsta hæðamerkið kallar á að skáti komist í 60 m til 199 m hæð en við 200 m hæð hefur skáti unnið sér inn 200 m merkið o.s.frv.

Merkin eru unnin með því að fara í ákveðna hæð yfir sjávarmáli á eigin afli.

Hugmyndabanki


Hér er hugmyndabanki af ferðum sem uppfyllakröfur hæðamerkjanna. Hugmyndabankinn er í vinnslu þar sem merkin eru tiltölulega ný og ef þú ert með hugmyndir af ferðum sem gætu komið hér inn þá endilega hafið samband við saedis@skatarnir.is

60

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 60m merkinu

200

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 200m merkinu

330

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 330m merkinu

600

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 600m merkinu

900

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 900m merkinu

1400

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 1400m merkinu

2000

Upplýsingar um ferðir sem hægt er að fara til að ná 15 km merkinu

Hvernig eignast ég einkenni?


Skátafélagið getur pantað merkin í gegnum Skátabúðina. Einstaka skátar geta ekki pantað merkin sjálf enda þarf að vinna sér inn merkin með því að plana ferð með skátaforingjunum, framkvæma ferðina með skátaforingjanum eða fulltrúa skátafélagsins eða með þeirra vitneskju og síðan framkvæma endurmat um leiðangurinn. Þegar þessu er lokið getur skátaforinginn veitt skátunum merkið.