Ingimar Eydal

Framboð : Uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Skátastörf:
Verið í skátastarfi samfellt síðan 1975.
Fór á Alheimsmót skáta í Kanada 1983 sem almennur þátttakandi.
Í stjórn Skátafélags Akureyrar 1984-1987.
Stjórnarstörf í Hjálparsveit skáta Akureyri frá 1985-1989 (gjaldkeri) og aftur frá 1991-1999, varaformaður 1994-1997).
Sveitarforingi á Alheimsmóti skáta í Hollandi 1995.
Formaður Hjálparsveitar skáta Akureyri frá 1997 til 1999.
Formaður Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri frá stofnun 1999-2003.
Í stjórn Skátafélagsins Klakks á Akureyri frá 2009-2013
Í fararstjórn á Alheimsmót skáta í Vestur Virginíu í USA sumarið 2019.
Í stjórn Hamra, umhverfis- og útilífstöðvar skáta frá 2020 og formaður frá 2022.
Í fararstjórn á Alheimsmót skáta í Kóreu sumarið 2023

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Kynnast aragrúa af skemmtilegu ungu fólki á öllum aldri!

Hví gefur þú kost á þér í Uppstillinganefnd?

Dagga plataði mig í uppstillingarnefnd. Hún er svo skemmtileg að ég gat ekki sagt nei. Vonast til að geta kynnst fleiri góðum skátum allsstaðar af landinu og fá þá til starfa fyrir samtökin, sem bera þetta gamaldags nafn Bandalag íslenskra skáta…(eigum við ekki að ræða það?) Skátar á Íslandi, Skáís finnst mér t.d. betra.