#STUÐKVÍ

Ekki láta þér leiðast þó að samfélagið sé í sóttkví. Tökumst á við ástandið með glaðværð og forvitni að vopni, með því að leysa skemmtileg skátaverkefni!

Ávallt COVIDbúin!

Skátarnir takast á við allar áskoranir af ábyrgð og bjartsýni. Það á við um allt frá skipulagningu skátamóta til viðbragða við heimsfaraldri! Til þess að reyna að létta lund þeirra sem sitja heima í sóttkví, eða bara þeirra sem leiðist í samkomubanninu, höfum við ákveðið að bjóða upp á skemmtileg skátaverkefni sem hægt er að vinna heima eða úti í garði á meðan þetta ástand varir. Við köllum þetta #STUÐKVÍ, bæði af því að við viljum veita ykkur stuðning okkar, og líka bara af því að það getur alveg verið stuð að takast á við svona aðstæður!

Saman í sóttkví

Stuðkvíin virkar þannig að við setjum eitt verkefni á vefinn á hverjum degi sem hver sem er getur gert heima hjá sér. Þetta getur verið föndur, fræðsla, tilraun, þraut eða bara hvað sem er!  Þú getur tekið þátt með því að vinna verkefnið og deila því á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #STUÐKVÍ. Þannig getum við fylgst með hvoru öðru gera skemmtilega hluti, án þess að þurfa að hittast í raunheimum!

Veirulaus merki

Allir sem vinna 10 verkefni geta sent okkur afraksturinn og fengið til baka sérstakt merki, sem er alvöru skátamerki sem búið var til, sérstaklega fyrir #STUÐKVÍ! 

SKOÐAÐU VERKEFNIN OG LÁTTU HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM

[instagram-feed]