JOTA-JOTI

2023

Hvað er JOTA-JOTI?:

Alheimsmót skáta í loftinu og á netinu er stærsti stafræni skátaviðburðurinn og fer fram á ári hverju þar sem meira en 2 miljónir skáta skemmta sér saman og fá tækifæri til að kynnast betur tækni, samskiptum, tilveru skáta skáta um allan heim, sjálfu sér og hvoru öðru.

Fyrir hverja er JOTA-JOTI:

Mótið er fyrir skáta af öllum aldri!

Dróttskátar og eldri geta tekið þátt sjálf en ætlast er til þess að skátar 12 ára og yngri geri það með stuðningi fullorðinna skátaforingja eða aðstandenda.

Hvar fer JOTA-JOTI fram?:

JOTA-JOTI á sér fyrst og fremst stað á heimasíðu viðburðarins. En þú getur tekið þátt hvaðan sem er!

Hluti dagskrár sem fengist er við á mótinu fer fram í raunheimum og hluti á netinu. Því skiptir bara máli að velja staðsetningu þar sem aðstaða er góð fyrir skátastarf og með allavega ágætri nettengingu.

Hvernig tekur þú þátt?:

Það eru margar leiðir færar til að taka þátt.

  1. Taka þátt sem stærri hópur: Hægt er að taka þátt í stærri hópi skáta, það má t.d. fara í útilegu eða mæta einhvertímann yfir umrædda helgi saman í skátaheimilið með þinni skátasveit eða öllu skátafélaginu. Þetta er besta leiðin til að taka þátt fyrir skáta 12 ára og yngri.
  2. Taka þátt sem flokkur: Þú og aðrir áhugasamir skátar getið tekið þátt sem flokkur og fengið þá jafnvel afnot af skátaheimilinu yfir vissan tíma eða mælt ykkur mót heima hjá einhverju ykkar. Þetta er frábær leið fyrir dróttskáta og eldri. Ef skátar 12 ára eða yngri ætla að fara þessa leið til þátttöku er mikilvægt að fullorðinn skátaforingi eða aðstandandi sé með hópnum og styðji þau.
  3. Taka þátt sem einstaklingur: Dróttskátar og eldri geta tekið þátt á einstaklings grundvelli. Nóg er af dagskrá sem þarfnast þess ekki að vera í hóp. Þetta er góð leið fyrir dróttskáta og eldri en ekki er mælt með þessu fyrir skáta 12 ára og yngri.

Gagnlegar upplýsingar um mótið

1. skref – Heimsækja heimasíðu mótsins

Þú getur skráð þig, skáta yngri en 12 ára og/eða hópinn þinn strax í dag. Þetta er gert með að heimsækja heimasíðu mótsins jotajoti.info. Þar blasir við blár hnappur með titlinum „Register now“ sem þú smellir á.

2. skref – Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn

Næsta skref fyrir flest er að stofna Scout.org aðgang. Þú þarft að vera 13 ára eða eldri til að stofna Scout.org notanda, ef þú ert yngri þarf fullorðinn einstaklingur að stofna aðgang og getur bætt þér við eftir á.

Ef þú átt þegar Scout.org aðgang getur þú einfaldlega skráð þig inn.

3. skref – Persónulegar upplýsingar

Eftir að hafa stofnað aðgang biður síðan þig að velja hvort þú sért að skrá þig eða skáta 12 ára eða yngri. Sértu að skrá þig er næst beðið um aldurshóp.

4. skref – Bæta við skáta 12 ára eða yngri

Sértu bara að skrá þig geturðu skoðað næsta skref um hvernig skal stofna hóp.

Fullorðnir aðstandendur og skátaforingjar geta bætt við skátum 12 ára og yngri við sinn notanda. Sértu skátaforingi er gott að þú upplýsir forráðafólk um þetta skref sérstaklega. Sértu skráð inn getur þú efst í hægra horninu ýtt á nafn notandans þíns efst í hægra horni á síðunni og þar smellt á möguleikann að bæta við barni.

Ef þú ert kominn með notanda og búinn að skrá þig inn getur þú smellt á nafnið þitt efst í hægra horni á síðunni.

Þá færðu eftirfarandi form sem þú fyllir út:

Að því loknu verður hópurinn þinn á skrá hjá mótinu og aðrir hópar sem taka þátt geta notað það til að komast í beint samband við ykkur. Þá getið þið notað skránna til að finna skáta á vissum aldri og frá vissum löndum í tengslum við dagskrá sem þið eruð að taka þátt í á mótinu.

Almennt öryggi á viðburðinum og öryggisnámskeið

Þátttakendur þurfa að vera 13 ára eða eldri til að skrá sig á viðburðinn. Ætlast er til þess að þau sem eru á milli 13 og 18 ára gömul hafi látið fullorðinn einstakling vita af þátttöku sinni t.d. skátaforingja eða forráðafólk. Þau fullorðnu eru síðan ábyrg fyrir að fylgjast með upplifun þeirra yngri á netinu. Ætlast er til þess að ef þátttakendur eru yngri en 13 ára taki fullorðinn aðili þátt með þeim allan viðburðinn.

Internetið býr yfir ótal tækifæra og ævintýra en því miður fylgir því líka áhætta gagnvart persónulegum upplýsingum, velferð og öryggi. Því er mikilvægt að öll sem taka þátt, óháð aldri taki „Be Safe Online“ netnámskeiðið til að læra meira um öryggi á netinu og til að vera viðbúin að taka þátt í JOTA-JOTI og öðrum viðburðum á netinu. Til að taka námskeiðið þarf fyrst að stofna notanda en námskeiðið er hægt að nálgast námskeiðið með að smella hér.

Almennt er gott að hafa JOTA-JOTI loforðið hugfastt:

  1. Passaðu að fullorðinn aðili viti af þátttöku þinni.
  2. Hegðaðu þér samkvæmt skátaheitinu og skátalögunum.
  3. Tilkynntu hverskyns meiðandi eða grunsamlega hegðun hvort sem það varðar þig eða einhvern annan á safejotajoti@scout.org.
  4. Mættu öðrum á viðburðinum af virðingu og vinsemd.
  5. Haltu lykilorðum og öðrum mikilvægum persónuupplýsingum leyndum.
  6. Ekki taka þátt í eða hvetja til orðræðu sem er særandi, hatursfull, niðurlægjandi eða dæmandi.
  7. Hafðu gaman

  1. Láttu fullorðinn aðila vita af atvikinu t.d. skátaforingja eða forráðafólk.
  2. Fáðu hjálp þeirra við að senda tölvupóst á safejotajoti@scout.org með nafni þínu, hvar atvikið átti sér stað, stuttri lýsingu á hvað gerði og nafn og notanda þess sem hegðaði sér ósæmilega. Gott er ef skjáskot af atvikinu getur fylgt póstinum.
  3. Þú getur búist við svari innan 30 mínútna frá öryggisteyminu sem geta átt í samskiptum á ensku, frönsku og spænsku.

Þú getur líka nýtt þér þjónustu ‘Listening Ear’ sem er skáti á viðburðinum með þjálfun í að hlusta á áhyggjur þínar og/eða vandamál tengd viðburðinum og getur aðstoðað þig að finna lausn eða bara spjallað ef þú þarft það.

DAGSKRÁ MÓTSINS

Á meðan mótið er úti verður haldið út spjallrás fyrir íslenska skáta á ScoutLink síðunni. Til að tengjast spjallrásinni þarf að fylgja leiðbeiningum sem á eftir koma mælt er með því að lesa þær í gegn og smella síðan hér. Athugið að spjallrásin verður hvorki sýnileg né aðgengileg fyrr en föstudaginn 20.10.2023

Þegar komið er inn á síðuna þarf að velja sér notendanafn sem inniheldur enga séríslenska stafi og velja síðan ‘Do not join a channel’ í felliglugganum áður en smellt er á ‘Connect’.

Þá er maður kominn inn á stjórnborð ScoutLink og næsta skref er að finna spjallrásina. Það er gert með því að skrifa skipunina ‘/list’ inn í stjórnborðið.

Þá fær maður upp lista allra spjallrása, maður skrunar niður listann og finnur spjallrásina ‘#Icelandic’ og smellir á myllumerkið með nafninu. Þar sem spjallrásin opnar ekki fyrr en á föstudegi er hér tekið dæmi með spjallrásinni #scandinavia.

Þá er maður kominn inn á spjallrásina en eftir að maður hefur tengst spjallrás bætist hún við listan í vinstri borða á síðunni.

Athugið að á spjallrásinni að stjórnendur úr vinnuhópi BÍS um JOTA/JOTI munu hafa yfirumsjón og eftirlit með spjallrásinni ‘#Icelandic’ og gæti spjallrásin verið óvirk tímabundið yfir helgina sökum þess að þau eru að taka sér hlé frá því að fylgjast með því sem fer fram á rásinni.

Sú dagskrá mótsins sem er skipulögð í þeim tilgangi að þátttakendur geti skemmt sér með öðrum er gífurlega mikil og fjölbreytt og á sér bæði stað í netinu og í raunheimum. Þessi dagskrá er gífurlega fjölbreytt en hana er að finna á eftirfarandi torgum.

Áskorunardalur

Áskorunardalur skorar á þig að kanna allt mótsvæði JOTA-JOTI. Þátttakendur geta valið á milli 7 áskoranna sem krefjast þess af þeim að ljúka áskorunum í raunheimum, mæta á kynningar, taka þátt í leikjum eða horfa á útsendingu mótsins. Þú getur skoðað dagskrána fyrir dagskrárþorpið með að smella hér.

Skemmtisvæðið

Skemmtisvæðið er eins og nafnið ber með sér aðal svæðið til að leita upp skemmtun. Á þessu dagskrártorgi getur þú valið þitt eigið ævintýri meðan þú leysir ráðgátu sem KISC liðar hafa undirbúið fyrir þátttakendur. Þú getur fundið hlekki til að spila hina ýmsu tölvuleiki á borð við minecraft við skáta frá öllum heimshornum. Og ýmislegt fleira, þú getur skoðað dagskrá Skemmtisvæðisins með með að smella hér.

Jamboree púslið

Jamboree púslið er leikur sem þú getur tekið þátt í og skorað á aðra í á meðan að á mótinu stendur. Þú getur bæði tekið þátt í púslinu í gegnum netið og þegar þú kannar loftbylgjurnar. Í grunninn snýst leikurinn um að skiptast á auðkennisnúmerum en hver einstaklingur og hópur sem skráir sig til þátttöku á mótinu fær slíkt auðkennisnúmer.

Þú getur lesið frekari leiðbeiningar um jaboree púslið með að smella hér.

Gögn sem þú þarft til að spila leikinn má nálgast með að smella hér.

Hæfileikasviðið

Á hæfileikasviðinu verða sýnd myndbönd frá skátum um allan heim þar sem þau syngja, dansa, elda og leika allskyns listir. Þátttakendur geta fylgst með útsendingu af þessum myndböndum eins og þeim listir meðan á viðburðinum stendur.

JOTA-JOTI í beinni

Á meðan að á mótinu stendur heldur það úti sjónvarpstöð sem þátttakendur geta fylgst með. Þar verða tekin viðtöl við skáta um allan heim, sagt frá skemmtilegum fréttum um skátastarf og sagt frá því sem er að gerast á hinum ólíku dagskrártorgum. Einnig verða myndbönd sýnd frá hæfileikasviðinu. Þú getur skoðað dagskrá stöðvarinnar með smella hér.

JOTA-JOTI er einn stærsti viðburður í skátastarfi á ári hverju og dregur að þátttakendur frá öllum heimshornum. Því er viðburðurinn frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki. Hér að neðan getur þú kynnst dagskrártorgunum sem gera þér kleift að kynnast fólki.

https://chat.jotajoti.info/home

Spjallherbergið

Spjallherbergið er dagskrártorg þar sem þú getur kynnst öðru ungu fólki í skátunum frá hinum ýmsu löndum og heimsálfum. Taktu þátt í spjallinu í hinum ólíku spjallherbergjum um hin ólíku umræðuefni. Þú getur tengst spjallherberginu með að smella hér.

Alþjóðlegi varðeldurinn

Við alþjóðlega varðeldinn getur þú fengið innsýn í skátastarf um allan heim án þess að þurfa að ferðast nokkuð. Þú getur skoðað dagskrána við alþjóðlega varðeldinn með því smella hér.

Radíóskátatorgið

Á radíóskátatorginu getur þú kynnst radíóskátun, talstöðvarsamskiptum og hvernig þú getur verið í samskiptum við fólk um allan heim með hjálp langbylgna.  Yfir helgina verður m.a. áskorun í að fylgja fyrirmælum sem tekið er á móti gegnum talstöð til að byggja legóstrúktúr og hvernig skuli senda mynd gegnum talstöð. Þú getur séð dagskrá radíóskátatorgsins með að smella hér. 

Fyrir þau allra áhugasömustu getur þú líka prófað að smíða þinn eigin morskóðasendi, leiðbeiningar frá mótinu um það má nálgast hér.

Hátíðartorgið

Á hátíðartorginu verður sigrum skáta um allan heim fagnað og fólki sem tilheyrir skátahreyfingunni. Skátastarfið hefur náð ýmsum vörðum undanfarið ár og því er mikilvægt að fagna. Þú getur nálgast dagskrá hátíðartorgsins með að smella hér.

JOTA-JOTI er tækifæri til að fræðast um ólíka reynslu- og menningarheima. Hér á eftir koma upplýsingar um dagskrártorg tengd því.

Alþjóðlega foringja torgið

Þetta torg er tileinkað skátaforingjum til að fá meiri upplýsingar og verkfæri tengd JOTA-JOTI. Hér geta skátaforingjar tekið þátt í umræðum eða sótt kynningar til að tengjast öðrum skátaforingjum til að geta leiðbeint ungu fólki sem best.

Nýsköpunarstofa

Nýsköpunarstofan tengir skáta frá öllum heimshornum til að læra um fjölbreytt málefni eins og samfélagþróun, heimsmarkmiðin og hvernig ungt fólk getur mótað framtíðina. Kynningar eru fluttar á mörgum ólíkum tungumálum á meðan að á viðburðinum stendur. Þú getur skoðað dagskrá nýsköpunarstofunnar með að smella hér.

Trúar- og lífskoðunartorgið

Á trúar- og lífskoðunartorginu getur þú kannað hvað trú og lífskoðun þýðir fyrir ólíku fólki frá ólíkum löndum. Þótt við höfum ólíkan bakgrunn að þessu leiti getum við samt unnið saman að frið, réttlæti og bættum heim. Til að skoða dagskrá þessa torgs getur þú smellt hér.

Kvöldvakan

Á mótinu er stefnt að því að halda stærstu alþjóðlegu kvöldvöku heims.

Skátar um allan heim eru hvött til að senda inn stutt kvöldvöku myndbönd. Það getur verið af þeim að flytja söng, leikatriði, leik, dans eða brandara.

Á síðasta degi mótsins verða öll myndböndin klippt saman og sýnd.

Hægt er að senda inn myndband með því að smella hér.

Hæfileikakeppnin

Ef þú eða hópurinn þinn viljið getið þið tekið þátt í alþjóðlegri hæfileikakeppni mótsins. Til þess þurfið þið að taka myndband þar sem þið kynnið ykkur áður en þið syngið, dansið, eldið eða sýnið annan frábæran hæfileika sem þið búið yfir. Þið sendið það síðan inn þar sem sérstök nefnd mun fara yfir myndbandið áður en því er hleypt áfram.

Til að taka þátt fylgið þið eftirfarandi skrefum:

  1. Þið skipuleggið hvað þið viljið gera.
  2. Þið passið að í upphafi myndbands kynnið þið ykkur með nafni, aldri og í hvaða landi þið starfið sem skátar. Að lokum kynnið þið stuttlega hvað þið ætlið að gera. Hefjist myndbandið ekki á þennan hátt tekur nefndin það ekki til skoðunar fyrir keppnina.
  3. Þið passið ykkur að í myndbandinu séu ekki neitt vatnsmerki eða lög sem eru varin með höfundarrétti því þá gæti nefndin þurft að vísa því frá eða klippa það til. Þó má myndbandið ykkar vera þið að taka ábreiðu af lagi sem varið er af höfundarrétti.
  4. Þið takið upp myndbandið og klippið til eftir þörfum.
  5. Þið skilið fylgið leiðbeiningum um hvernig þið skilið inn myndbandinu með því að smella hér.
  6. Þið fylgist með hæfileikasviðinu til að sjá hvort ykkar myndband sé sýnt.