Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti

Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar eigið grænmeti! Það þarf ekki mikið til þess að rækta sitt eigið grænmeti, en það er mikilvægt að fylgjast vel með því og vökva plönturnar reglulega. Það er mjög skemmtilegt að rækta grænmeti og sjá t.d. þegar litlir tómatar byrja að myndast á plöntunni.

Það sem þú þarft: 

  • Mold
  • Fræ
    • Þú getur bæði keypt fræ eða nýtt fræin úr grænmetinu heima
    • Best er að nota fræ úr íslensku grænmeti
  • Blómapott
    • Þú getur líka notað dollur sem falla til á heimilinu, eins og skyr dósir
Settu mold í pott eða dollu
Gerðu gat í moldina fyrir fræin
Settu nokkur fræ í moldina

Settu mold í blómapott og búðu til gat, þú getur t.d. notað skaftið á pensli til að gera gatið. Settu nokkur fræ í moldina.

Settu pottinn á góðan stað, en það er mismunandi hversu mikið sólarljós plöntur þurfa. Leitaðu á internetinu eða athugaðu hvort það standi eitthvað utan á pakkanum af fræjunum.

Mundu að vökva plöntuna og fylgjast með henni! Grænmeti tekur mis langan tíma að vaxa þannig það er mismunandi hversu lengi þú þarft að bíða. Blómkál er dæmi um grænmeti sem er fljótt að vaxa og því sérðu plöntuna vaxa fljótt. Einnig er gaman að byrja á að rækta kál þar sem það er fljótt að vaxa og gefur mikið af sér.

Ekki gleyma að vökva!
Eftir nokkra daga ætti blóm að koma
Svo heldur það áfram að vaxa