Verkefni 17 – Búðu til þitt eigið spil

Að spila er skemmtileg iðja fyrir alla fjölskylduna til að gera saman. Þið eruð mögulega búin að spila öll spilin sem þið eigið til heima og langar að prófa eitthvað nýtt. Hvernig væri þá að búa til spil? Það er ekki eins erfitt og það hljómar og þið getið leyft ímyndunaraflinu að ráða för!

Hér eru hugmyndir af þremur spilum sem þið getið prófað. Þegar spilið er tilbúið er hægt að bjóða fjölskyldunni upp á skemmtilegt spilakvöld. Hvernig væri að kíkja aftur á verkefni 9 áður en þið byrjið að spila 😉

Völundarhús

Það sem þú þarft:

 • Morgunkornskassa eða annan sambærilegan kassa
 • Skæri
 • Penna
 • Límband
 • Legókubba, rör, prjóna eða annað sambærilegt til að búa til veggi
 • Lítinn bolta

Aðferð:

 • Byrjaðu á því að klippa af eina hlið (framan eða aftan) af kassanum svo þú sérð inn í hann
 • Gott er að líma hliðarnar svo þær opnast ekki
 • Teiknaðu völundarhús inn í kassann sem þú vilt að boltinn fylgi
 • Síðan klippiru gat í eitt hornið sem er endastöðin 
 • Til þess að gera brautina erfiðari er hægt að klippa fleiri göt sem boltinn getur dottið í gegnum
 • Svo getur þú límt legó, prjónum, rörum eða sambærilegu til að búa til veggi
 • Svo skoraru á alla í fjölskyldunni til að prófa!

völundarhús
völundarhús 1
völundarhús 2
völundarhús 4

Trivia

Það sem þú þarft:

 • Blöð
 • Skæri
 • Penna

Aðferð:

 • Taktu eitt blað og teiknaðu á það nokkra kassa. Þú getur verið með raðirnar 3×3, 4×4 og fyrir lengra komna er hægt að vera með 5×5
 • Taktu annað blað og klipptu í kassa sem eru jafn stórir og kassarnir sem þú teiknaðir á fyrsta blaðið. Legðu svo kassana ofan á fyrsta blaðið
 • Veldu þema fyrir spilið þitt, eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. Sem dæmi getur þú verið með Disney þema, Harry Potter, skátafélög, sundlaugar á Íslandi eða bara það sem þér dettur í hug!
 • Ef þú velur sem dæmi dýr þá skrifar þú dýr á alla kassana. Svo skrifar þú vísbendingu um annað dýr á spilaborðinu og færð þau sem eru að spila með þér til að giska á hvaða dýr það gæti verið
 • Svo er bara að skora á fjölskylduna þína til að giska á alla reitina
 • Þú getur líka prófað að hringja í vin í gegnum netið og leyft þeim að spreyta sig á spilinu!

trivia
trivia 1
trivia 3
trivia 4

Spilaborð

Það sem þú þarft :

 • Blað
 • Liti + blýanta/penna
 • Spilakalla (getur verið hvað sem er, gaman að hver leitar að einhverju til að vera sinn kall)
 • Tening eða pening

Aðferð:

 • Byrjaðu á að velja þema. Það getur verið geimurinn, neðansjávar, skátaútilega. Hvað sem þér dettur í hug
 • Hugsaðu hvernig form spilaborðið á að vera. Viltu búa til hring, zik-zak eða kannski kassa?
 • Svo veluru hvað á að vera á reitunum. Þú getur sett upp gildrur, áskoranir, spurningar. Notaðu ímyndunaraflið þitt og skapaðu skemmtilegt spilaborð!

Hugmyndir af reitum:

 • Einn áfram
 • Tvo áfram
 • Einn aftur á bak
 • Tveir aftur á bak
 • Stoppustöð (bíða eina umferð) (getur tengt þennan reit þemanu, bilað geimskip/berjast við geimverur, óreimaðir gönguskór, laus dreki, batterí búin í leikfangi, ofvaxið illgresi)

 • Verkefni (hægt er að útbúa bunka af verkefnum til að draga úr):
  • Segja brandara
  • Stanslaust tal í mínútu
  • Búa um rúmið
  • Taka úr uppþvottavélinni
  • Búa til hnút
  • Leysa hnút
  • Raða útiskónum
  • Gera grettu
  • Gera Daðadansinn
  • Syngja uppáhalds lagið þitt
  • Gera 3-5 armbeygjur
  • Standa á höndum (má vera upp við vegg)
  • Skæri, blað, steinn við leikfélaga
  • Halda bolta á lofti

spilaborð
spilaborð 1
spilaborð 2
spilaborð 3