VILTU GERAST SJÁLFBOÐALIÐI?


Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi. Það er alltaf nóg af verkefnum og öllum velkomið að taka þátt!

VEKJUM ATHYGLI
Á EFTIRTÖLDUM
VERKEFNUM:

Sjálfboðaliða vantar í stjórn skátafélagsins á Ísafirði

Viðhald tengt skátaskálanum í Skorradal

Sjálfboðaliða vantar í félagsstarfið í Grafarvogi

Vinnuhópur um viðhald skátaskálans við Hafravatn


HVERNIG GET ÉG ORÐIÐ AÐ LIÐI?

Einstaklingar geta komið starfinu með ólíkum hætti. Líkt og þátttakendur í skátastarfi hafa sjálfboðaliðar ólíkt áhugasvið og mismikinn tíma að gefa.  Hægt er að gerast sjálfboðaliði innan skátafélags, þar vinna sjálfboðaliðar beint með ungu skátunum og styðja þau í þeirra starfi, stjórn skátafélaganna er skipuð sjálfboðaliðum sem sinna umgjörð starfsins og síðan eru sjálfboðaliðar í baklandi skátafélagsins sem sinna allskyns minni verkefnum fyrir stjórnina og þátttakendurnar þegar þess er þörf. Einnig er hægt gerast sjálfboðaliði hjá Bandalagi íslenskra skáta, landssamtökum skáta á Íslandi. En þar sinna sjálfboðaliðar viðburðarhaldi, nefndarstörfum, dagskrárþróun, þjálfunum og ýmis spennandi verkefnum í þágu skáta á landsvísu.

Það er dýrmætt fyrir skátahreyfinguna fullorðna sjálfboðaliða til liðs við sig að sinna fjölbreyttum verkefnum skátastarfsins. vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er undirstaða starfsins okkar, við erum því afskaplega stolt af þeim og alltaf opin fyrir nýjum sjálfboðaliðum


Afhverju að gerast sjálfboðaliði?

Skátastarf er afskaplega gefandi bæði fyrir sjálfboðaliðana sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Störf innan skátananna eru skemmtileg, fjölbreytt og spennandi. Í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum hjálpar þú ekki bara öðrum að öðlast ótrúlegar upplifanir heldur upplifir það fyrir sjálft þig. Þér gefst færi að kynnast fjölbreyttum hópi fólks og ungmenna ásamt öðlast reynslu og kunnáttu sem mun nýtast þér um ókomna tíð. 

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og nærumhverfi og hvetja aðra til að fylgja því fordæmi. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart. 

Öryggisatriði

Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna vera í fyrirrúmi. Skátarnir tilheyra Æskulýðsvettvangnum sem hefur skýra stefnu gegn einelti og ofbeldi í allri sinni mynd. Skátarnir fylgja líka siðareglum og vibragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Bandalag íslenskra skáta fylgir 10. grein Æskulýðslaga og gerir því kröfur um allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi BÍS skriflegt leyfi til að ganga úr skugga um að sjálfboðaliðar hafi ekki hlotið refsidóm fyrir kynferðisbrot


Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?

Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vettvangi sem þú hefur áhuga á að starfa. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru hér eftirfarandi nokkrar leiðir til þess: 


Skátafélagið

Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf sinna. Sem dæmi þarf manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið til sitja í stjórn og sinna þeim verkefnum sem henni berast, og hjálpa til með viðhald á skátaheimili eða skála í eigu skátafélagsins. Auk þess er hægt að skrá sig í bakland skátafélags þar sem hægt er að skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum auk ýmissa fjölbreyttra verkefna sem kunna að vera á dagskrá félagsins.

Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast bestum notum. 

FINNA SKÁTAFÉLAG

Skátamiðstöðvar

Ýmis verkefni á útilífsmiðstöðvum okkar eru unnin af frábærum hópi sjálfboðaliða sem sífellt bætir við sig. Best er fyrir áhugasama um að hafa samband við staðarhaldara til að lýsa yfir áhuga á verkefnum eða til að setja nafn sitt á útkallslista þegar sjálfboðaliða er þörf.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla. Þar er tjaldsvæði og gistiheimili rekið yfir sumartíman og tekið á móti skólahópum og fyrirtækjum. Allskyns skátahópar eru tíðir gestir á Úlfljótsvatni allan hring. Til að fræðast um Úlfljótsvatn má skoða heimasíðu þeirra www.ulfljotsvatn.is og hægt er að ræða við sjálfboðaliðastörf á svæðinu við staðhaldara á netfanginu ulfljotsvatn@ulfljotsvatn.is

Hamrar, Útilífsog umhverfismiðstöð skáta á Akureyri

Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Til að fræðast um Hamra má skoða heimasíðu þeirra www.hamrar.is og hægt er að ræða við sjálfboðaliðastörf á svæðinu við staðhaldara á netfanginu hamrar@hamrar.is


Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem sjálboðaliðar koma inn í ýmist skipulagsverkefni eða í umsjá með ákveðnum dagskrárliðum. Auk þess eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf sinna og óskar BÍS eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt hafa samband við áhugasama þegar verkefni líta dagsins ljós

Áhugasamir geta haft samband í síma 550 9800 eða með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarnir.isHVERNIG GET ÉG ORÐIÐ AÐ LIÐI?

Einstaklingar geta komið starfinu á mörgum mismunandi vettvöngum eftir því hvar áhuginn liggur eða hvaða skuldbindingu sjálfboðaliðar geta boðið upp á.  Hægt er að bjóða sig fram í hin ýmsu verkefni innan skátafélagsins bæði með beinu starfi með skátunum, með setu í stjórn skátafélagsins eða með þátttöku í baklandi skátafélagsins þar sem ákveðin verkefni eru tekin fyrir. Einnig er hægt stunda sjálfboðaliðastarf beint fyrir Bandalag íslenskra skáta við viðburðarhald, eins og skátamót, eða önnur tilfallandi verkefni 

Það er ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna fullorðna sjálfboðaliða í þau fjölbreyttu verkefni sem liggja fyrir í starfinu. vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er uppistaðan í starfinu okkar og við erum sjálfboðaliðum okkar ævinlega þakklát.


Afhverju að gerast sjálfboðaliði?

Sjálfboðaliðastarfið okkar með ungmennum er mjög gefandi bæði fyrir þau sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Það er mjög skemmtilegt og störfin eru margvísleg, fjölbreytt og spennandi. Sjálfboðaliðastarf í skátunum getur kennt fólki ýmislegt og gefið reynslu sem mun endast út lífið. 

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi auk þess sem tengslanet styrkist, skemmtilegar minningar verða til og þau öðlast aukna reynslu. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart. 

Öryggisatriði

Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna vera í fyrirrúmi. Þess vegna enginn koma starfi barna og ungmenna í skátunum sem beitir ofbeldi eða sýnir óæskilega og ógnandi hegðun. Bandalag íslenskra skáta gerir því kröfur um allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi skriflegt leyfi til kanna sakaskrá viðkomandi. BÍS styðst einnig við siðareglur og viðbragðsáætlun frá Æskulýðsvettvangnum.


Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?

Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vettvangi sem þú hefur áhuga á að starfa. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru hér eftirfarandi nokkrar leiðir til þess: 

Skátafélagið

Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf sinna. Sem dæmi þarf manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið til sitja í stjórn og sinna þeim verkefnum sem henni berast, og hjálpa til með viðhald á skátaheimili eða skála í eigu skátafélagsins. Auk þess er hægt að skrá sig í bakland skátafélags þar sem hægt er að skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum auk ýmissa fjölbreyttra verkefna sem kunna að vera á dagskrá félagsins.

Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast bestum notum. 

FINNA SKÁTAFÉLAG

Skátamiðstöðvar

Oft eru ýmis verkefni sem þarf vinna hjá útilífsmiðstöðvum okkar og þau geta verið margvísleg og árstíðabundin. Best er hafa samband við staðarhaldara og lýsa yfir áhuga á verkefnum eða vera á “útkallslista”. 

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla; tjaldsvæði, gistiheimili, skólabúðir, hópefli o.fl. Frekari upplýsinga má finna inná heimasíðu þeirra eða með því að senda tölvupóst:

www.ulfljotsvatn.is

ulfljotsvatn@ulfljotsvatn.is

Hamrar, Útilífsog umhverfismiðstöð skáta á Akureyri

Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Frekari upplýsinga má finna inná heimsíðu þeirra eða með því að senda tölvupóst:

www.hamrar.is

hamrar@hamrar.is

Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem sjálboðaliðar koma inn í ýmist skipulagsverkefni eða í umsjá með ákveðnum dagskrárliðum. Auk þess eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf sinna og óskar BÍS eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt hafa samband við áhugasama þegar verkefni líta dagsins ljós

Áhugasamir geta haft samband í síma 550 9800 eða með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarnir.is