Verkefni 44 – Vinabönd

Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að allar þjóðir vinni saman í því að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. En það líka við um öll verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur, það er mikilvægt að gott samstarf ríki milli þeirra sem taka þátt í verkefninu, hvort sem það er á skátafundi, í skólanum eða heima. Traust og heiðarleiki eru eiginleikar sem eru mjög mikilvægir að tileinka sér þegar við vinnum með öðru fólki og eru sem dæmi hluti af skátalögunum okkar.

Vinátta er dæmi um verkefni eða samstarf milli mismunandi einstaklinga þar sem allir aðilar vinna saman í því að halda sambandinu góðu og rækta vinskapinn. Vinátta sem byggir á trausti og heiðarleika er einmitt dæmi um góða vináttu. Verkefni dagsins er því að búa til vinaband sem þið getið gefið vinum ykkar. Vinabandið getur verið tákn um traustið sem ríkir ykkar á milli, skemmtilegan brandara sem þið eigið ykkar á milli eða bara það sem ykkur langar til að það tákni 🙂

Mismunandi gerðir af vinaböndum

Til eru allskonar mismunadi gerðir af vinaböndum og hér eru dæmi um þrjár mismunandi aðferðir til að búa til vinabönd.

Hringstiginn

Þetta vinaband lítur út eins og hringstigi, skemmtilegt vinaband sem kemur mjög vel út á úlnliði.

Það sem þú þarft:

  • Bönd í þeim litum sem þú vilt
    • Þú mátt hafa eins mörg bönd og þú vilt, en því fleiri bönd sem þú notar því þykkara verður armbandið
  • Pappa til að festa böndin í

Horfðu á þetta myndband til að sjá hvernig þú býðr til armbandið

chinese starecase vinabönd
tyrkjahnútur vinabönd

Tyrkjahnútur

Tyrkjahnút er hægt að nota í margvíslega hluti. Það er hægt að gera hann að armbandi og að skátahnút sem dæmi. Það fer bara eftir því hversu mikið af bandi þú notar. Best er að nota þykkt band ef þú ætlar að gera skátahnút og ef þú ætlar að gera vinaband getur þú notað þunnt band. Gott er að vera með töng (t.d. flísatöng) til að nota til að auðvelda aðeins verkið.

Hér getur þú séð myndband um hvernig á að binda tyrkjahnút.

Fiskibeinamynstur

Fiskibeinamynstur eða ‘Chevron’ er skemmtilegt mynstur sem er eins og v í laginu. Þú getur verið með mismunandi liti, bara eftir því hvað þér finnst fallegt. Þetta er búið til úr hnútum og er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera.

Hér er flott myndband sem útskýrir vel hvernig þú býrð til fiskibeinamynstur.

chevron mynstur vinabönd

Sýndu okkur þín vinabönd undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví 😀