Verkefni 33 – Skáti er nýtinn

Verkefni dagsins er tileinkað áttundu grein skátalaganna ‘Skáti er nýtinn’. Hægt er að finna allskonar hugmyndir til að nýta hluti sem við eigum. Prófaðu að spyrja ömmu, afa eða frænku og frænda hvernig þau nýttu hluti þegar þau voru að alast upp. Þá gætir þú lært nýja hluti og sagt þeim frá því hvernig þú nýtir hlutina þína!

Í dag ætlum við að nýta staka sokka eða sokka sem þið eruð hætt að nota til að búa til sokkabrúður 🙂

  1. Byrjið á því að finna til sokkana sem þið ætlið að nota. Skemmtilegt er að hafa sokkana eins fjölbreytta og þið finnið.
sokkabrúða
sokkabrúða

2. Sokkurinn verður að höfuði en táin er brotin inn til að mynda munn á brúðuna

3. Nú geti þið skreytt brúðuna eins og þið viljið, t.d. með því að nota garn eða pípugreinsa fyrir hár. Því meira hár, því betra!

sokkabrúða
sokkabrúða

Þið getið einnig notað tölur fyrir augu og límt allskonar skraut á brúðurnar. Leyfið ímyndunaraflinu ykkar að ráða för.

sokkabrúða
sokkabrúða

Búið endilega til fleiri en eina brúðu og setjið upp litla brúðusýningu!

Þið getið meira að segja búið til brúðuleikhús úr pappakassa og leikhústjöld úr gömlum stuttermabolum 🙂

Ekki gleyma að sýna okkur afraksturinn undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví