Verkefni 18 – HreyfiTETRIS

Hver þekkir ekki Tetris? Hinn sívinsæla leik sem margir hafa spilað seinustu áratugi. Nú í aðeins öðruvísi formi en þú þekkir – nefnilega hreyfiTetris.

Hvað er hreyfiTetris eru þið að velta fyrir ykkur? Jú í staðinn fyrir að spila Tetris í tölvunni, þá er hér blað sem lítur út eins og spilaborðið í Tetris en til þess að fylla það út þarft þú að gera ákveðna hreyfingu og þá færðu að lita inn ákveðinn kubb sem flestir ættu að þekkja úr Tetris.

Hér eru tvær útgáfur af spilaborðinu, ein þar sem við höfum sett fram hugmyndir af hreyfingum sem þú getur nýtt til að spila hreyfiTetris og hin útgáfan þar sem þú getur fyllt úr þær hreyfingar sem þú vilt.

Svo er bara að byrja að hreyfa sig og fylla út blaðið! Hvað ertu lengi að fylla það alveg upp í topp?

 

HreyfivikuTETRIS hugmyndir