Verkefni 24 – Heimsmet í lestri

Í dag ætlum við að verða hluti af því þegar Íslendingar setja heimsmet í lestri! Allir Íslendingar geta tekið þátt í því að setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði og í dag ætlar þú að taka þátt!

  • Þú þarft að byrja á því að finna skemmtilega bók.
  • Næst þarft þú að finna góðan stað til að lesa á.
    • Það getur verið upp í sófa, í gluggakistunni, úti í garði eða jafnvel úti á svölum. Finndu stað sem þér finnst þægilegur og komdu þér vel fyrir.
  • Þú getur líka fundið einhvern til að lesa fyrir. Til dæmis hringt í ömmu þína og afa og lesið fyrir þau, lesið fyrir gæludýrið þitt eða fuglana sem eru úti.
  • Byrjaðu síðan að lesa og taktu tímann hvað þú lest lengi.
  • Svo þarftu að fara inn á timitiladlesa.is og skrá hversu margar mínútur þú last.
    • Þar getur þú líka séð hversu margar mínútur allir Íslendingar eru búnir að lesa og skrá þarna inn!
  • Ekki gleyma að deila með okkur hvaða bók þú last, þú gætir gefið öðrum hugmynd um hvaða bók væri skemmtilegt að lesa næst 🙂