Verkefni 16 – NáttúruBINGÓ

Verkefni dagsins er náttúruBINGÓ! Þið getið prentað spjöldin út eða notað símann ykkar. Svo er bara að fara út, muna að klæða sig vel, og reyna að vera fyrst/ur til að finna alla hlutina á spjaldinu. Ekki gleyma að öskra eins hátt og þú getur BINGÓ þegar þú ert búin/n að finna alla hlutina. Reyndu að öskra þannig að allir skátar á Íslandi heyri í þér!

Svo deiliru með okkur myndum af hlutnum sem þú finnur – og auðvitað sigurvegaranum!

Skemmtið ykkur vel 🙂