Verkefni 25 – Fyrstu viðbrögð

FYRSTU VIÐBRÖGÐ

Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um hvernig skal bregðast við í óvæntum aðstæðum. Á flestum heimilum eru til sjúkrakassar eða töskur þar sem er hægt að finna plástra, sárabindi, sjúkrateip, teygjubönd og ýmislegt fleira. Það er gott að undirbúa sjálfan sig og heimilið fyrir jarðskjálftum, eldgosum eða slysum og því erum við með nokkur verkefni fyrir ykkur.

Neyðarnúmer

Gott er að hafa lista á heimilinu með símanúmerum hjá helstu fjölskyldumeðlimum og vinum. Þar geta því allir leitað ef nauðsynlegt er.
Ásamt þeim símanúmerum er gott að minna á Neyðarlínuna 112. Mikilvægt er að allir kunni á heimasímann/farsímann og viti hvernig eigi að hringja. Einnig er sniðugt að skrifa niður heimilsfang á sama lista.

Heimilisfang: Hraunbær 123, 110 Reykjavík

 • Neyðarlínan 112
 • Mamma: XXX-XXXX
 • Pabbi: XXX-XXXX
 • Kolla systir: XXX-XXXX
 • Palli bróðir: XXX-XXXX
 • Sigga frænka: XXX-XXXX

Sjúkrakassi

Við viljum hvetja ykkur til þess að kynna ykkur leiðbeiningar á þessum hlutum, og hvernig skal nota þá á réttan máta. Hægt er að búa til sinn eigin sjúkrakassa til að hafa á heimilinu.  Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rauði Krossinn selja einnig tilbúna sjúkrakassa, en einnig er hægt að fá hugmyndir að innihaldi kassans frá þeim.

 • Gott er að hafa kassann í skærum lit
 • Hann þarf að vera nógu stór
 • Á stað þar sem allir vita
 • Búa til lista yfir innihald kassans
 • Það þarf að athuga innihald reglulega

Almannavarnir

Á heimasíðu Almannavarna er hægt að skoða fræðsluefni sem hjálpar okkur að búa okkur undir óvæntar hættur. Þar er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við í jarðskjálfta, hvernig á að útbúa neyðarkassa og hvernig skal undirbúa heimilið fyrir aðrar hamfarir.

Skyndihjálp

Þú getur auk þess náð þér í skyndihjálparappið sem þú finnur inn á skyndihjalp.is. Þar getur þú meðal þess kynnt þér undirstöðuatriði fyrstu hjálpar, tekið frítt vefnámskeið í skyndihjálp og lært skyndihjálparlagið.