Verkefni 8 – Fuglafóður

Eftir storm gærdagsins er tilvalið að hugsa aðeins um fuglana okkar sem eru eflaust farið að leiðast að leita sér að fæði í snjónum og á freðinni jörð. Því höfum við útbúið leiðbeiningar um hvernig megi búa til fuglafóður sem auðvelt sé fyrir smáfugla að borða.

Mælst er til þess að nota einföld hráefni, sem hafa verið lítið unnin og getur verið gott að leita sér upplýsinga á veraldarvefnum um hvaða hráefni henti sem fæði fyrir fugla áður en lengra er haldið.

Útfærsla 1

Það sem þú þarft er skál, skeið, smáköku- eða möffinsform, snæri og hollt hráefni í fuglafóður.

Í þessari uppskrift voru notuð allskyns hráefni sem fundust á heimilinu:

  • Rúsínur
  • Hafrar
  • Sólblómafræ
  • Hirsi
  • Graskersfræ
  • Furuhnetur
  • Kókosolía til að allt haldist vel saman

Innihaldið skal sett í skál, mælieiningar eru ekki fastar heldur metur hvert og eitt hvað þau vilji setja setja mikið af hverju hráefni í blönduna. 

Næst er kókosolían brædd í potti eða pönnu og hrært vel saman við blönduna.

Síðan skal snærispotta þrætt í gegnum piparkökuformið áður en það er fyllt af fuglafóðurs blöndunni, ekki binda spottan saman á þessum tímapunkti.

Mikilvægt er að þjappa fuglafóðurs blöndunni vel saman ofan í forminu svo að hún haldist þegar fóðrið er tekið úr formunum.

Þegar öll formin eru orðin full er gott að stinga þeim inn í ísskápinn svo að blandan formist betur.

Þegar formin hafa setið nógu lengi í ísskápnum er hægt að taka fuglafóðurs blönduna úr formunum og binda spottan saman eftir það. Þá ætti afurðin að líta einhvernveginn svona út:

 

Útfærsla 2

Hægt er að nota hólkinn sem verður afgangs þegar klósettpappírinn klárast og smyrja hann með hnetusmjöri.

Síðan er fuglafóðurs blöndunni hellt yfir eða klósettpappírs hólkinum velt upp úr svo blandan festist við. 

Síðan er klósettrúllan sett í ísskápinn til að auðvelda hnetusmjörinu að harðna. Eftir það er þrætt snærisspotta í gegnum rúlluna og endarnir bundnir saman. Þá ætti afurðin að líta einhvernveginn svona út:

 

Útfærsla 3

Í þessari útfærslu er mjólkurferna endurnýtt!

Klippið 4 – 5 cm fyrir ofan botninn.

Botninn sem verður eftir má nota sem skál undir fuglafóður

Svo mögulegt sé að hengja fuglafóðrið upp má skera göt á öll hornin og setja snærisspotta í þau, þá lýtur afurðin að líta einhvernveginn svona út:

 

Útfærsla 4

Í þessari útfærslu eru búin til hengi fyrir mörg ílát með fuglafóðri í sem smáfuglar geta jafnvel staðið í. Ýmislegt má nýta til þess t.d. blómapottadiska, tóm skyrílát, gosflöskubotna og fleira.

Fyrst skulu teknir 12 bandsspottar, byrjið á að binda þá alla saman á einum endanum. Síðan eru tveir bandsspottar teknir í einu og bundnir saman hver á eftir öðrum fyrir ofan stóra hnútinn. Hægt er að endurtaka ferlið eins og oft og þið viljið eða þar til þið teljið vafninginn geta haldið ílátunum sem þið völduð. Á hinum endanum er síðan bundinn annar stór hnútur sem gæti verið hengt upp i tré. Fuglafóðrinu er síðan komið fyrir í diskunum.

Útfærsla 5

Allir að nota ímyndunaraflið og koma með frumlega útgáfu af því að búa til fuglafæðu. Við hvetjum þig því til nákvæmlega þess og bendum þér á að reyna að nota hluti sem þú getur fundið á heimilinu og endurnýtt í þessum tilgangi t.d. gamlan tebolla, plastflösku, áldós eða skyrdolla.

Sýndu okkur endilega þína útfærslu með að setja mynd eða myndskeið af henni á samfélagsmiðla og merkja með myllumerkinu #Stuðkví.