Verkefni 13 – Jarðarstund

JARÐARSTUND

Frá 2007 hefur verið haldið upp á viðburðinn „Earth Hour“ eða Jarðarstund seinasta laugardag í mars á hverju ári. Markmið Jarðarstundarinnar er að vekja íbúa heims til umhugsunar um loftlagsbreytingar sem eiga sér stað í heiminum, með því að slökkva ljósin í klukkustund. Öll lönd munu því reyna að gera sitt besta, og hvetja sína íbúa til þess að slökkva ljós í klukkutíma kl. 20:30. Undirbúðu kvöldið og taktu saman kerti, spil og bækur og vertu tilbúinn að slökkva ljósin kl. 20:30!

Á þessari vefsíðu er hægt að lesa meira um viðburðinn, og finna ýmsar fróðlegar upplýsingar ásamt verkefnum sem hægt er að gera.