Verkefni 9 – Örbylgjuskátabollakaka

Í stuðkví dagsins kennum við einfalda en stórskemmtilega leið til að baka súkkulaðiköku í bolla.

Það sem þarf:

  • Örbylgjuofn
  • Bolla
  • Góða skapið
  • Salt
  • Vanilludropa
  • Súkkulaði
  • Olíu
  • Mjólk
  • Egg
  • Kakóduft
  • Sykur
  • Hveiti

Hægt er að gera kökuna vegan: 1/2 banana í staðinn fyrir egg, vegan mjólk í staðinn fyrir mjólk

Blandið hráefnunum í bolla eins og myndin sýnir hér að neðan. Mælt er með því að þurrefnum sé ekki blandað við vökva fyrr en skömmu áður en allt er tilbúið og hægt er að hræra hráefnin vel saman. Setjið bollan næst inn í örbylgjuofn og gætið þess að stilla örbylgjuofninn ekki á lengri tíma en tvær mínútur og hafið vökult auga með bakstrinum meðan bollinn er inni í ofninum.

Að 2 mínútum loknum ætti afurðin að vera bragðgóð súkkulaðikaka til að njóta!