Verkefni 15 – Íslenski fáninn

ÍSLENSKI FÁNINN

Þekkir þú íslenska fánann?

Svarið er örugglega JÁ. Fáninn okkar er blár, rauður og hvítur. Krossfáni eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Við flöggum við ýmis tækirfæri, veifum fánanum á hátíðardögum, skreytum kökur og heimili á afmælisdögum. Við málum okkur í framan þegar landsliðin eru að keppa o.fl. ofl.

En vissir þú að það eru til fánalög í mörgum liðum? Lögin fjalla meðal annars  um hvenær við megum draga fána að húni og hvernig. Það er líka bundið í lög í hvaða litum fáninn á að vera og stærðir og hlutföll.

Efni: Pappír, litir, trépinni, lím, bandspotti, aðgangur að interneti

Verkefni 1

Nú skalt þú skoða hvaða reglur eru um hlutföll og stærð fánans. Skoðaðu þessa síðu á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands. Þar sérðu ýmis lög og reglugerðir og neðst á síðunni eru hlutföll fánans. Kynntu þér hvað litirnir eiga að tákna.
Finndu til pappír, reglustiku, blýant og liti. Glímdu við að teikna fánann í réttum hlutföllum (7 – 1 – 2 – 1 – 14 og 7 – 1 – 2 – 1 -7) og litaðu í eins réttum litum og þú átt. Ef þú átt rúðustrikað blað þarftu ekki reglustiku.

Verkefni 2

Fáninn sem við þekkjum í dag hefur ekki alltaf verið fáni Íslendinga. Lengi vel var Ísland hluti af danska ríkinu. Þá flögguðum við danska fánanum. Um tíma vildu Íslendingar nota „hvítbláa fánann“, og einnig voru hugmyndir að gera fálkafánann að þjóðarfána. Löngu fyrr, var hér maður að nafni Jörgen Jörgensen sem vildi gera Íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Hann útbjó sérstakan fána fyrir Íslendinga sem var kallaður fáni Jörundar. Vegna þess að Íslendingar kölluðu Jörgen alltaf Jörund.
Leitaðu að myndum af fánunum sem eru feitletraðir í textanum og veldu þér tvo til að teikna. Eða alla.

Verkefni 3

Flestir fánar tákna eitthvað sérstakt. Það er sýnt með litum eða táknum.
Nú skalt þú búa til eigin fána, fyrir þig eða fjölskyldu þína. Þú getur síðan klippt hann út og límt á grillpinna úr tré (ef þú finnur heima) eða fest marga litla á snúru og hengt upp til skrauts. Hvaða litir eru sérstakir fyrir þig?

Verkefni 4

Æfðu þig í að gera fánahnútinn. Hann er oft notaður til að festa fána á fánalínu svo hægt sé að draga fána að húni á fánastöng. Hér getur þú fundið leiðbeiningar og frekari upplýsingar um notkun fánans.

 

 

#stuðkví

Skemmtu þér vel! Sýndu okkur verkefnin þín með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!