Verkefni 7 – Gátur og þrautir

Er ekki tilvalið að þjálfa heilann aðeins á þessum fallega sunnudegi? Við mælum með að setja skemmtilega tónlist á fóninn og hvetja alla sem eru heima til að prófa! Ekki gleyma að láta okkur vita hvernig gekk og ef þið kunnið fleiri þrautir eða gátur þá ekki hika við að senda þær inn og leyfa okkur hinum að prófa 🙂

Skemmtu þér vel og ekki gleyma að deila með okkur þegar þið finnið lausnirnar –> #skátarnir #stuðkví

Fyrsta þrautin er orðarugl! Getur þú fundið öll týndu orðin? Þegar þú ert búin getur þú prófað að búa til þitt eigið orðarugl og leyft öðrum að prófa:)

 

Önnur þrautin er peningaröðin! Hér sérðu mynd af peningum þar sem fjöldi peninga í annarri röðinni eru 4 og í hinni röðinni eru 5. Getur þú, með því að færa EINN pening, haft raðirnar þannig að BÁÐAR raðirnar séu með 5 peningum?

Þriðja þrautin er skátadulmál. Skátadulmál er vinsælt meðal skáta og hefur meðal annars verið notað í leikjum, bréfaskriftum og dagbókarfærslum. Nærð þú að finna út úr því? Notaðu fyrri myndina til að leysa skátadulmálið.

Skátadulmál setning