Verkefni 20 – Teikniverkefni

TEIKNIVERKEFNI

 1. Verkefni – Teiknað í formin

Efni: Pappír, feitur tússlitur eða litur, fínn penni eða dökkur trélitur.

  1. skref: Taktu feitan tússlit eða annarskonar lit og teiknaðu eitthvað krass á blað! Það má vera með línum, eða fylla alveg inn í alla reitina. Best er að nota ljósa liti!
  2. skref: Skoðaðu krassmyndirnar og athugaði hvort þú getur séð einhverjar myndir inn í krassinu.
  3. skref: Notaðu svartan penna eða dökkan trélit og teiknaði inn í formin það sem þú sérð! Ef þú sért ekkert, prófaði bara að teikna eitthvað inn í formin og sjáðu hvað gerist! Þú mátt fara út fyrir línurnar!
  4. Skref: Þú ert komin/n með listaverk!

2. Verkefni – Hverfið þitt

Efni: Pappír og hvaða litir sem er.

  1. skref: Taktu þér blað og blýant og teiknaðu upp kort af götunni eða hverfinu þínu! Settu inn alla staði sem þér finnast vera mikilvægir, t.d. skólinn þinn, strætóskýli, vinir þínir, húsið þitt, skemmtilegar leynileiðir o.s.fv.
  2. skref: Litaðu kortið þitt og skrifaðu inn helstu staðarheiti og kennileiti. Einnig getur verið gaman að merkja inn leiðir sem þú labbar t.d. í skólann, eða hvar þú hefur fundið bangsa í gluggum!

3. Verkefni – Útiteiknun

Efni: Pappír og hvaða litir sem er.

  1. skref: Farðu út í garð eða út í göngutúr! Á meðan þú ert úti skaltu safna eða taka eftir 5 hlutum sem þú sérð úti.
  2. skref: Ef þú vilt, þá getur þú tekið blað og blýant með þér og teiknað það sem þú finnur úti! Ef ekki þá getur þú annað hvort tekið með þér eitthvað inn eins og t.d. steina eða munað hvað þú sást úti og teiknað það þegar þú kemur inn.


    Deildu endilega með okkur myndunum sem þú teiknar með myllumerkinu #stuðkví!