Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka

Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt eftir, loksins komið 😀 Gott er að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt, fara út að leika og búa til heimagerðan ís. Njótið dagsins og skemmtið ykkur vel 🙂

Uppskrift:

 • 2 teskeiðar af sykri
 • 1 bolli af mjólk
 • 1/2 teskeið vanilludropar
 • 1 1/2 teskeið af bragðefni af þínu vali
  • Þú getur sett það bragðefni sem þú vilt, súkkulaðisósa, sýróp, karmellusósa eða það sem þig langar í

Áhöld til að nota:

 • Klakar
 • Hálfur bolli af grófu salti
 • Tveir lásapokar (ziplock)
  • Einn þarf að vera stærri en hinn

En hvernig bý ég til ísinn?

Fyrsta skref: Taktu minni lásapokann og settu í hann mjólkina, sykurinn, vanilludropa og bragðefnið sem þú valdir. Lokaðu pokanum vel.

Annað skref: Taktu stærri lásapokann og fylltu hann til hálfs með klaka. Dreifðu saltinu yfir klakann.

Þriðja skref: Settu minni lásapokann ofan í stærri lásapokann og lokaðu vel fyrir.

Passaðu að báðir pokarnir séu lokaðir mjög vel. 

Fjórða skref: Nú er komið að því að hrista! Hrista eins mikið og þú getur. Settu á góða tónlist og dansaðu eins og enginn sé morgundagurinn. Hristu þangað til ísinn er tilbúinn.

Fimmta skref: Svo er bara að njóta 🙂 Settu ísinn í skál og þú getur bætt við ávextum eða það kurl sem þig langar í.

Mundu svo að þrífa pokana svo þú getir notað þá aftur 🙂 

Gleðilegt sumar 😀