Verkefni 28 – Skáti er traustur

Dagurinn í dag er tileinkaður þriðju grein skátalaganna ‘Skáti er traustur’ og er verkefni dagsins að búa til brú úr spaghettí sem er jafn traust og skátar! Er það hægt..? Það er bara ein leið til að komast að því 😀

Byrjaðu á því að finna spaghettí (ekki sjóða það í þetta skiptið). Þú þarft líka skæri til að klippa það til og lím til að líma brúna saman. Þegar þú ert búin að setja brúna saman þá getur þú skreytt hana að vild! Settu á hana smápeninga, eða þungt dót til að sjá hvort brúin sé jafn traust og skátar.

Þú gætir átt þér þína uppáhalds brú sem þú vilt endurgera. Þú getur líka farið á internetið og fundið ýmsar skemmtilegar hugmyndir um hvernig brýr eru til í heiminum. Fáðu einhvern á heimilinu til að aðstoða þig 🙂 Þegar allir eru búnir að setja saman sína brú þá geti þið séð hver nær að stafla fleiri smápeningum á brúna 😉

Ekki gleyma að deila með okkur hvernig þín brú lítur úr undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá 🙂

Spaghettíbrú