Happdrætti og merki

Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar þakklætiskveðjur til sjálfboðaliðanna okkar sem hjálpuðu til við að gera þetta verkefni að veruleika.

Við ætlum að draga út spennandi vinninga og deila út til þeirra sem tóku þátt. Til að fara í pottinn þarft þú að gera verkefni úr #stuðkví, setja á Instagram og merkja með myllumerkjunum #stuðkví og #skátarnir. Ef þið eruð með lokað Instagram eða notið ekki þann miðil geti þið sent tölvupóst á kolbrun@skatar.is og þá komist þið í pottinn!

Dregið verður í beinni á Facebook 18.maí kl 16:00

Auk þess fá allir sem vinna 10 verkefni sérstakt #stuðkví merki. Til að fá merkið þurfi þið að fylla út formið hér að neðan: