Registration for National Jamboree in Iceland 2024
Join us in Iceland for our National Jamboree on the 12th-19th of July 2024 at our scout center Úlfljótsvatn.
This form is for the contingent leader to fill out for their group.
The registration deposit.
2nd installment is due by March 15th.
The final contingent fee is due by April 15th.
(This fee does not include transportation, airfare, or insurance).
If you have questions about the registration and deposit contact:
kolbrun@skatarnir.is.
Note: After you register we will send you a link to the payment.
JOTA-JOTI
JOTA-JOTI
2024
Hvað er JOTA-JOTI?:
Alheimsmót skáta í loftinu og á netinu er stærsti stafræni skátaviðburðurinn og fer fram á ári hverju þar sem meira en 2 milljónir skáta skemmta sér saman og fá tækifæri til að kynnast betur tækni, samskiptum, tilveru skáta skáta um allan heim, sjálfu sér og hvoru öðru.
Fyrir hverja er JOTA-JOTI:
Mótið er fyrir skáta á öllum aldri!
Dróttskátar og eldri geta tekið þátt sjálf en ætlast er til þess að skátar 12 ára og yngri geri það með stuðningi fullorðinna skátaforingja eða aðstandenda.
Hvar fer JOTA-JOTI fram?:
JOTA-JOTI á sér fyrst og fremst stað á heimasíðu viðburðarins. En þú getur tekið þátt hvaðan sem er!
Hluti dagskrár sem fengist er við á mótinu fer fram í raunheimum og hluti á netinu. Því skiptir bara máli að velja staðsetningu þar sem aðstaða er góð fyrir skátastarf og með allavega ágætri nettengingu.
Hvernig tekur þú þátt?:
Það eru margar leiðir færar til að taka þátt.
- Taka þátt sem stærri hópur:
Hægt er að taka þátt í stærri hópi skáta, það má t.d. fara í útilegu eða mæta einhvertímann yfir umrædda helgi saman í skátaheimilið með þinni skátasveit eða öllu skátafélaginu. Þetta er besta leiðin til að taka þátt fyrir skáta 12 ára og yngri. - Taka þátt sem flokkur:
Þú og aðrir áhugasamir skátar getið tekið þátt sem flokkur og fengið þá jafnvel afnot af skátaheimilinu yfir vissan tíma eða mælt ykkur mót heima hjá einhverju ykkar. Þetta er frábær leið fyrir dróttskáta og eldri. Ef skátar 12 ára eða yngri ætla að fara þessa leið til þátttöku er mikilvægt að fullorðinn skátaforingi eða aðstandandi sé með hópnum og styðji þau. - Taka þátt sem einstaklingur:
Dróttskátar og eldri geta tekið þátt á einstaklings grundvelli. Nóg er af dagskrá sem þarfnast þess ekki að vera í hóp. Þetta er góð leið fyrir dróttskáta og eldri en ekki er mælt með þessu fyrir skáta 12 ára og yngri.
Gagnlegar upplýsingar um mótið
1. skref – Heimsækja heimasíðu mótsins
Þú getur skráð þig, skáta yngri en 12 ára og/eða hópinn þinn strax í dag. Þetta er gert með að heimsækja heimasíðu mótsins jotajoti.info. Þar blasir við blár hnappur með titlinum „Register now“ sem þú smellir á.
2. skref – Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn
Næsta skref fyrir flest er að stofna Scout.org aðgang. Þú þarft að vera 13 ára eða eldri til að stofna Scout.org notanda, ef þú ert yngri þarf fullorðinn einstaklingur að stofna aðgang og getur bætt þér við eftir á.
Ef þú átt þegar Scout.org aðgang getur þú einfaldlega skráð þig inn.
3. skref – Persónulegar upplýsingar
Eftir að hafa stofnað aðgang biður síðan þig að velja hvort þú sért að skrá þig eða skáta 12 ára eða yngri. Sértu að skrá þig er næst beðið um aldurshóp.
4. skref – Bæta við skáta 12 ára eða yngri
Sértu bara að skrá þig geturðu skoðað næsta skref um hvernig skal stofna hóp.
Fullorðnir aðstandendur og skátaforingjar geta bætt við skátum 12 ára og yngri við sinn notanda. Sértu skátaforingi er gott að þú upplýsir forráðafólk um þetta skref sérstaklega. Sértu skráð inn getur þú efst í hægra horninu ýtt á nafn notandans þíns efst í hægra horni á síðunni og þar smellt á möguleikann að bæta við barni.
Ef þú ert kominn með notanda og búinn að skrá þig inn getur þú smellt á nafnið þitt efst í hægra horni á síðunni.
Þá færðu eftirfarandi form sem þú fyllir út:
Að því loknu verður hópurinn þinn á skrá hjá mótinu og aðrir hópar sem taka þátt geta notað það til að komast í beint samband við ykkur. Þá getið þið notað skránna til að finna skáta á vissum aldri og frá vissum löndum í tengslum við dagskrá sem þið eruð að taka þátt í á mótinu.
Almennt öryggi á viðburðinum og öryggisnámskeið
Þátttakendur þurfa að vera 13 ára eða eldri til að skrá sig á viðburðinn. Ætlast er til þess að þau sem eru á milli 13 og 18 ára gömul hafi látið fullorðinn einstakling vita af þátttöku sinni t.d. skátaforingja eða forráðafólk. Þau fullorðnu eru síðan ábyrg fyrir að fylgjast með upplifun þeirra yngri á netinu. Ætlast er til þess að ef þátttakendur eru yngri en 13 ára taki fullorðinn aðili þátt með þeim allan viðburðinn.
Internetið býr yfir ótal tækifæra og ævintýra en því miður fylgir því líka áhætta gagnvart persónulegum upplýsingum, velferð og öryggi. Því er mikilvægt að öll sem taka þátt, óháð aldri taki „Be Safe Online“ netnámskeiðið til að læra meira um öryggi á netinu og til að vera viðbúin að taka þátt í JOTA-JOTI og öðrum viðburðum á netinu. Til að taka námskeiðið þarf fyrst að stofna notanda en námskeiðið er hægt að nálgast námskeiðið með að smella hér.
Almennt er gott að hafa JOTA-JOTI loforðið hugfastt:
- Passaðu að fullorðinn aðili viti af þátttöku þinni.
- Hegðaðu þér samkvæmt skátaheitinu og skátalögunum.
- Tilkynntu hverskyns meiðandi eða grunsamlega hegðun hvort sem það varðar þig eða einhvern annan á safejotajoti@scout.org.
- Mættu öðrum á viðburðinum af virðingu og vinsemd.
- Haltu lykilorðum og öðrum mikilvægum persónuupplýsingum leyndum.
- Ekki taka þátt í eða hvetja til orðræðu sem er særandi, hatursfull, niðurlægjandi eða dæmandi.
- Hafðu gaman
- Láttu fullorðinn aðila vita af atvikinu t.d. skátaforingja eða forráðafólk.
- Fáðu hjálp þeirra við að senda tölvupóst á safejotajoti@scout.org með nafni þínu, hvar atvikið átti sér stað, stuttri lýsingu á hvað gerði og nafn og notanda þess sem hegðaði sér ósæmilega. Gott er ef skjáskot af atvikinu getur fylgt póstinum.
- Þú getur búist við svari innan 30 mínútna frá öryggisteyminu sem geta átt í samskiptum á ensku, frönsku og spænsku.
Þú getur líka nýtt þér þjónustu ‘Listening Ear’ sem er skáti á viðburðinum með þjálfun í að hlusta á áhyggjur þínar og/eða vandamál tengd viðburðinum og getur aðstoðað þig að finna lausn eða bara spjallað ef þú þarft það.
DAGSKRÁ MÓTSINS
Sú dagskrá mótsins sem er skipulögð í þeim tilgangi að þátttakendur geti skemmt sér með öðrum er gífurlega mikil og fjölbreytt og á sér bæði stað í netinu og í raunheimum. Þessi dagskrá er gífurlega fjölbreytt en hana er að finna á eftirfarandi torgum.
Áskorunardalur
Áskorunardalur skorar á þig að kanna allt mótsvæði JOTA-JOTI. Þátttakendur geta valið á milli 7 áskoranna sem krefjast þess af þeim að ljúka áskorunum í raunheimum, mæta á kynningar, taka þátt í leikjum eða horfa á útsendingu mótsins. Þú getur skoðað dagskrána fyrir dagskrárþorpið með að smella hér.
Skemmtisvæðið
Skemmtisvæðið er eins og nafnið ber með sér aðal svæðið til að leita upp skemmtun. Á þessu dagskrártorgi getur þú valið þitt eigið ævintýri meðan þú leysir ráðgátu sem KISC liðar hafa undirbúið fyrir þátttakendur. Þú getur fundið hlekki til að spila hina ýmsu tölvuleiki á borð við minecraft við skáta frá öllum heimshornum. Og ýmislegt fleira, þú getur skoðað dagskrá Skemmtisvæðisins með með að smella hér.
Jamboree púslið
Jamboree púslið er leikur sem þú getur tekið þátt í og skorað á aðra í á meðan að á mótinu stendur. Þú getur bæði tekið þátt í púslinu í gegnum netið og þegar þú kannar loftbylgjurnar. Í grunninn snýst leikurinn um að skiptast á auðkennisnúmerum en hver einstaklingur og hópur sem skráir sig til þátttöku á mótinu fær slíkt auðkennisnúmer.
Þú getur lesið frekari leiðbeiningar um jaboree púslið með að smella hér.
Gögn sem þú þarft til að spila leikinn má nálgast með að smella hér.
Hæfileikasviðið
Á hæfileikasviðinu verða sýnd myndbönd frá skátum um allan heim þar sem þau syngja, dansa, elda og leika allskyns listir. Þátttakendur geta fylgst með útsendingu af þessum myndböndum eins og þeim listir meðan á viðburðinum stendur.
JOTA-JOTI í beinni
Á meðan að á mótinu stendur heldur það úti sjónvarpstöð sem þátttakendur geta fylgst með. Þar verða tekin viðtöl við skáta um allan heim, sagt frá skemmtilegum fréttum um skátastarf og sagt frá því sem er að gerast á hinum ólíku dagskrártorgum. Einnig verða myndbönd sýnd frá hæfileikasviðinu. Þú getur skoðað dagskrá stöðvarinnar með smella hér.
JOTA-JOTI er einn stærsti viðburður í skátastarfi á ári hverju og dregur að þátttakendur frá öllum heimshornum. Því er viðburðurinn frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki. Hér að neðan getur þú kynnst dagskrártorgunum sem gera þér kleift að kynnast fólki.
https://chat.jotajoti.info/home
Spjallherbergið
Spjallherbergið er dagskrártorg þar sem þú getur kynnst öðru ungu fólki í skátunum frá hinum ýmsu löndum og heimsálfum. Taktu þátt í spjallinu í hinum ólíku spjallherbergjum um hin ólíku umræðuefni. Þú getur tengst spjallherberginu með að smella hér.
Alþjóðlegi varðeldurinn
Við alþjóðlega varðeldinn getur þú fengið innsýn í skátastarf um allan heim án þess að þurfa að ferðast nokkuð. Þú getur skoðað dagskrána við alþjóðlega varðeldinn með því smella hér.
Radíóskátatorgið
Á radíóskátatorginu getur þú kynnst radíóskátun, talstöðvarsamskiptum og hvernig þú getur verið í samskiptum við fólk um allan heim með hjálp langbylgna. Yfir helgina verður m.a. áskorun í að fylgja fyrirmælum sem tekið er á móti gegnum talstöð til að byggja legóstrúktúr og hvernig skuli senda mynd gegnum talstöð. Þú getur séð dagskrá radíóskátatorgsins með að smella hér.
Fyrir þau allra áhugasömustu getur þú líka prófað að smíða þinn eigin morskóðasendi, leiðbeiningar frá mótinu um það má nálgast hér.
Hátíðartorgið
Á hátíðartorginu verður sigrum skáta um allan heim fagnað og fólki sem tilheyrir skátahreyfingunni. Skátastarfið hefur náð ýmsum vörðum undanfarið ár og því er mikilvægt að fagna. Þú getur nálgast dagskrá hátíðartorgsins með að smella hér.
JOTA-JOTI er tækifæri til að fræðast um ólíka reynslu- og menningarheima. Hér á eftir koma upplýsingar um dagskrártorg tengd því.
Alþjóðlega foringja torgið
Þetta torg er tileinkað skátaforingjum til að fá meiri upplýsingar og verkfæri tengd JOTA-JOTI. Hér geta skátaforingjar tekið þátt í umræðum eða sótt kynningar til að tengjast öðrum skátaforingjum til að geta leiðbeint ungu fólki sem best.
Nýsköpunarstofa
Nýsköpunarstofan tengir skáta frá öllum heimshornum til að læra um fjölbreytt málefni eins og samfélagþróun, heimsmarkmiðin og hvernig ungt fólk getur mótað framtíðina. Kynningar eru fluttar á mörgum ólíkum tungumálum á meðan að á viðburðinum stendur. Þú getur skoðað dagskrá nýsköpunarstofunnar með að smella hér.
Trúar- og lífskoðunartorgið
Á trúar- og lífskoðunartorginu getur þú kannað hvað trú og lífskoðun þýðir fyrir ólíku fólki frá ólíkum löndum. Þótt við höfum ólíkan bakgrunn að þessu leiti getum við samt unnið saman að frið, réttlæti og bættum heim. Til að skoða dagskrá þessa torgs getur þú smellt hér.
Kvöldvakan
Á mótinu er stefnt að því að halda stærstu alþjóðlegu kvöldvöku heims.
Skátar um allan heim eru hvött til að senda inn stutt kvöldvöku myndbönd. Það getur verið af þeim að flytja söng, leikatriði, leik, dans eða brandara.
Á síðasta degi mótsins verða öll myndböndin klippt saman og sýnd.
Hægt er að senda inn myndband með því að smella hér.
Hæfileikakeppnin
Ef þú eða hópurinn þinn viljið getið þið tekið þátt í alþjóðlegri hæfileikakeppni mótsins. Til þess þurfið þið að taka myndband þar sem þið kynnið ykkur áður en þið syngið, dansið, eldið eða sýnið annan frábæran hæfileika sem þið búið yfir. Þið sendið það síðan inn þar sem sérstök nefnd mun fara yfir myndbandið áður en því er hleypt áfram.
Til að taka þátt fylgið þið eftirfarandi skrefum:
- Þið skipuleggið hvað þið viljið gera.
- Þið passið að í upphafi myndbands kynnið þið ykkur með nafni, aldri og í hvaða landi þið starfið sem skátar. Að lokum kynnið þið stuttlega hvað þið ætlið að gera. Hefjist myndbandið ekki á þennan hátt tekur nefndin það ekki til skoðunar fyrir keppnina.
- Þið passið ykkur að í myndbandinu séu ekki neitt vatnsmerki eða lög sem eru varin með höfundarrétti því þá gæti nefndin þurft að vísa því frá eða klippa það til. Þó má myndbandið ykkar vera þið að taka ábreiðu af lagi sem varið er af höfundarrétti.
- Þið takið upp myndbandið og klippið til eftir þörfum.
- Þið skilið fylgið leiðbeiningum um hvernig þið skilið inn myndbandinu með því að smella hér.
- Þið fylgist með hæfileikasviðinu til að sjá hvort ykkar myndband sé sýnt.
Skátaþing 2023
Fundargerð Skátaþings 2023
Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2023 á pdf formi með því að smella hér.
Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.
Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.
STREYMI - FÖSTUDAGUR 24. MARS
STREYMI - LAUGARDAGUR 25. MARS
Dagsetning Skátaþings
Skátaþing verður haldið dagana 24.-26. mars 2023, þingið fer fram á í Háskólanum á Akureyri. Skátaþing verður sett á föstudegi kl. 20:30 og slitið á sunnudegi kl. 13:00.
Bíltúrinn á leið norður
Nú er viðbúið að fjölmörg keyri norður til að taka þátt í Skátaþingi 2023. Við höfum því tekið saman skemmtilegan leik fyrir öll að taka þátt í og stytta sér stund í bíltúrnum.
Skráning þingfulltrúa
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Skil kjörbréfa
Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.
Þinggögn
Hér birtast þinggögn jafnóðum og þau berast
Fundarboð og dagskrá Skátaþings 2023:
Fundarboð Skátaþings 2023
Dagskrá Skátaþings 2023 – Samþykkt samhljóða
Uppgjör ársins 2022:
Ársskýrsla BÍS 2022
Ársreikningar BÍS 2022 – Samþykkt samhljóða
Stefnumál framtíðar:
Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 – Samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2023 og 2024 – Samþykkt samhljóða
Starfsáætlun BÍS árin 2023-2027 – Samþykkt samhljóða
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Lög BÍS
Grunngildi BÍS
Stefna BÍS til 2025 – Fyrirmynd til framtíðar
Reglugerð BÍS um einkenni íslenskra skáta
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um merki BÍS
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Jafnréttisstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Persónuverndarstefna BÍS
Dagskrá
Fundarstjórar:
Guðmundur Finnbogason & Kjartan Ólafsson
Fundarritarar:
Elín Esther Magnúsdóttir & Erika Eik Bjarkadóttir
FÖSTUDAGURINN 24. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
19:30
Fyrirpartý
20:30
1. Setning Skátaþings 2023
2. Kosning fundastjóra og fundarritara
3. Ávörp
Látnir félagar á árinu
4. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd
Styrktarsjóður skáta – Kynning á úthlutunum 2023
Afhending skipunarbréfa
Afhending heiðursmerkja
Kynningar í pontu
22:00
Kaffihlé
22:15
5. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
6. Tillaga að dagskrá Skátaþings rædd og afgreidd
7. Inntaka nýrra skátafélaga
8. Tillaga stjórnar um gildistöku inngöngu
Skátaþingi frestað til 09:00 daginn eftir
23:05
Dagskrártilboð – Kvölddagskrá
23:20
Frestun
LAUGARDAGURINN 25. MARS – HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
08:00
Morgunmatur opnar
08:45
Mæting
09:00
9. Skýrsla stjórnar BÍS – kynning og umræður
10. Starfsáætlun BÍS 2023-2027 kynnt, rædd og afgreidd
11. Ársreikningar BÍS kynntir, ræddir og afgreiddir
12. Tillaga að ársgjaldi til BÍS 2023-2024 kynnt, rætt og afgreitt
13. Fjárhagsáætlun BÍS 2023-2024 kynnt, rædd og afgreidd
10:30
Kaffihlé
10:45
12:15
Hádegishlé
13:00
15. Reglugerðir BÍS kynntar
16. Önnur mál
13:50
17. Aðalfundarstörfum lýkur
14:00
Kynning á smiðjum og umræðuhópum
14:00 – Smiðjur og umræðuhópar 1 | 15:00 – Smiðjur og umræðuhópar 2 |
Stefnumótun í alþjóðastarfi | Aukið aðgengi að Úlfljótsvatni |
Sóknaráætlun BÍS | Sóknaráætlun BÍS |
Upplýsingagjöf til skátafélaga | Fjármál og eignir félaga |
15:55
Skátaþingi frestað til 09:45 daginn eftir
16:00
Dagskrártilboð – Síðdegisdagskrá
19:30
Hátíðarkvöldverður – val
SUNNUDAGURINN 26. MARS – HAMRAR
09:00
Morgunmatur opnar
09:45
Kynningar á smiðjum og umræðuhópum
10:00 – Smiðjur og umræðuhópar 3 | 11:00 – Smiðjur og umræðuhópar 4 |
Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn | Námskeið fyrir stjórnir Skátaskólinn |
Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn | Framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn |
Ný hvatamerki | Hamrar vetrarskátamiðstöð |
12:00
Hádegismatur
12:45
Brottför
Inntaka nýrra skátafélaga
Stjórn BÍS hefur borist ein umsókn inngöngu skátafélags í BÍS en slíkt þarf að staðfesta formlega á Skátaþingi skv. 7. grein laga BÍS.
Skátafélagið Farfuglar – umsókn um félagsaðild A – Samþykkt samhljóða
Skátafélagið Farfuglar – lög félagsins
Skátafélagið Farfuglar – skráning í Fyrirtækjaskrá
Skátafélagið Farfuglar – merki félagsins
Tillaga um gildistöku inngöngu – Flutningsaðili: Stjórn BÍS
Tillögur til afgreiðslu á Skátaþingi
Engar tillögur bárust til afgreiðslu á Skátaþingi 2023
Kjör á Skátaþingi
Samkvæmt 17. grein laga BÍS fara kosningar fram á sléttu ártali. Því er ekkert hlutverk innan BÍS laust til kjörs á Skátaþingi 2023.
Eftirfarandi voru kjörin fundarstjórar:
Guðmundur Finnbogason
Kjartan Ólafsson
Eftirfarandi voru kjörin fundarritarar:
Elín Esther Magnúsdóttir
Erika Eik Bjarkadóttir
Eftirfarandi voru kjörin í kjörnefnd:
Eygló Viðarsdóttir Biering – Skátafélagið Heiðabúar
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson – Skátafélagið Fossbúar
Védís Helgadóttir, Skátafélagið Landnemar
Eftirfarandi voru kjörin í allsherjarnefnd:
Ásgerður Magnúsdóttir – Skátafélagið Svanir
Benedikt Þorgilsson – Skátafélagið Garðbúar
Dagbjört Brynjarsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
Jóhann Gunnar Malmquist – Skátafélagið Klakkur
Ólafur Patrick Ólafsson – Skátafélagið Vífill
Lagabreytingatillögur
Lagabreytingartillaga – Um titla lagagreina Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 97,96% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingartillaga – 16. og 26. grein um kosningu ungmennaráðs Flutningsaðilar: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 52, Nei – 1, Sátu hjá – 0)
Lagabreytingatillaga – 20. grein, um aldur atkvæðisbærra fulltrúa Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
- Breytingartillaga 1 Flutningsaðilar: Ungmennaráð – Kom ekki til afgreiðslu þar sem breytingartillaga sem gekk lengra var samþykkt.
- Breytingartillaga 2 Flutningsaðili: Bjarki Geir Benediktsson – Vísað frá af fundarstjórum sem aðskildri lagabreytingartillögu
- Breytingartillaga 3 Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – Felld, náði eingöngu samþykkt 54,55% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 30, Nei – 21, Sátu hjá – 4)
- Breytingartillaga 4 Flutningsaðili: Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir – Samþykkt með 75,93% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 41, Nei – 11, Sátu hjá – 2)
Lagabreytingatillaga – 25. grein, um skipun embætta Flutningsaðilar: stjórn BÍS – Samþykkt með 98,15% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 0, Sátu hjá – 1)
Lagabreytingatillaga – 26. grein, um aldurstakmörk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Samþykkt með 84,91% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 5, Sátu hjá – 3)
Lagabreytingartillaga – 26. grein um brottfall í fastaráðum Flutningsaðilar: Stjórn BÍS
- Breytingartillaga 1 – Flutningsaðili: Jón Andri – Felld með 61,11% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 33, Já – 11, Sátu hjá – 10)
- Breytingartillaga 2 – Flutningsaðili: Sigurður Viktor Úlfarsson – Samþykkt með 72,22% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 39, Nei – 8, Sátu hjá – 7)
Lagabreytingartillaga – 26. grein um hlutverk ungmennaráðs Flutningsaðilar: Ungmennaþing – Dregin til baka
Afgreitt á Ungmennaþingi 2023
Eftirfarandi gögn eru til að upplýsa Skátaþing um mál sem afgreidd voru á Ungmennaþingi en eru þó ekki til afgreiðslu á Skátaþingi 2022.
Kjör á ungmennaþingi
Samkvæmt 16. grein laga BÍS átti ekki að kjósa í ungmennaráð á Ungmennaþingi 2023. En ungmennaráð ákvað að auglýsa allar stöður lausar og voru eftirfarandi kjörin í ráðið:
Fjögur sæti í ungmennaráði:
Jóhann Thomasson Viderö
Svava Dröfn Davíðsdóttir
Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir
Högni Gylfason
Áskoranir samþykktar á Ungmennaþingi:
Hægt er að fræðast um áskoranir ungmennaþings í fundargerð undir lið 4 sem má lesa með því að smella hér.
Tölfræði um atkvæðisbæra fulltrúa
TÖLFRÆÐI UM KJÖRMENN
Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða
Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.
Atkvæði eftir félögum
Skátafélagið Árbúar | 4 |
Skátafélagið Eilífsbúar | 1 |
Skátafélagið Fossbúar | 4 |
Skátafélagið Garðbúar | 4 |
Skátafélagið Heiðabúar | 4 |
Skátafélagið Hraunbúar | 4 |
Skátafélagið Klakkur | 4 |
Skátafélagið Kópar | 2 |
Skátafélagið Landnemar | 4 |
Skátafélagið Mosverjar | 4 |
Skátafélagið Radíóskátar | 1 |
Skátafélagið Segull | 2 |
Skátafélagið Skjöldungar | 4 |
Skátafélagið Sólheimar | 1 |
Skátafélagið Strókur | 2 |
Skátafélagið Svanir | 4 |
Skátafélagið Vífill | 4 |
Skátafélagið Ægisbúar | 4 |
Samtals | 57 |
Skiluðu ekki kjörbréfi
Skátafélag Akranes
Voru ekki viðstödd Skátaþing
Skátafélag Borgarness
Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélagið Hafernir
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Vogabúar
Skátafélagið Örninn
Um hlut ungmenna meðal atkvæðisbærra fulltrúa
Kjörmenn á þátttökualdri (Róverskátar eða yngri) voru 33 af 57 aðalfulltrúum og 9 af 16 varamönnum.
SKÁTAFÉLAG | AÐALFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | AÐALFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI | VARAFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI |
Árbúar | 4 | 0 | 1 | 0 |
Eilífsbúar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Fossbúar | 1 | 3 | 4 | 0 |
Garðbúar | 3 | 1 | 0 | 2 |
Heiðabúar | 2 | 2 | 0 | 0 |
Hraunbúar | 3 | 1 | 2 | 0 |
Klakkur | 2 | 2 | 0 | 2 |
Kópar | 1 | 1 | 0 | 0 |
Landnemar | 3 | 1 | 0 | 0 |
Mosverjar | 2 | 2 | 2 | 2 |
Radíóskátar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Segull | 2 | 0 | 0 | 0 |
Skjöldungar | 3 | 1 | 0 | 3 |
Sólheimar | 0 | 1 | 1 | 0 |
Strókur | 0 | 2 | 0 | 0 |
Svanir | 4 | 0 | 4 | 0 |
Vífill | 2 | 2 | 0 | 1 |
Ægisbúar | 1 | 3 | 0 | 3 |
Alls | 33 | 24 | 14 | 13 |
Kynning á frambjóðendum - Guðrún Stefánsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Framboð: meðstjórnandi í stjórn BÍS
Ferill þinn í skátastarfi?
Ég var vígð sem skáti haustið 1992 og á því 30 ára skátaafmæli í haust. Ég er Hraunbúi af lífi og sál. Fyrstu skátaárin mín starfaði ég í Vogabúum sem bar deild innan Hraunbúa í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar var ég flokksforingi, sveitarforingi og deildarforingi. Leið mín lá svo í Háskólann á Akureyri og þar gerðist ég sveitarforingi í skátasveitinni Skeifunum, Klakki. Eftir Háskólann flutti ég aftur á höfuðborgarsvæðið og hef nánast óslitið starfað í Hraunbúum síðan, annað hvort sem sveitarforingi og eða setið í stjórn Hraunbúa. Ég hef farið á ótal námskeið í gegnum árin en þar stendur Gilwell 2004 algjörlega uppúr. Ég fór á Jamboree 1995 og í ferð í Gilwelpark 1999. Ég var í dagskrárstjórn Landsmóts 2008, sá um fjölskyldubúðir ásamt öðrum Hraunbúum á Landsmótum 2012 og 2014 og var sá um nokkra dagskrárpósta á Landsmóti 2016. Ég hef setið nokkrum sinnum í Vormótsstjórn og mæt á óteljandi skátamót sem mér finnst vera eitt það skemmtilegasta við skátastarf. Ég sat einnig í fyrstu stjórn skátagildisins Skýjaborga.
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Ég elska útivist, mér finnst ekkert skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni í allskonar veðrum. Útilegur, dagsferðir, ratleikir og útiskátun finnst mér toppurinn á tilverunni. Ég hef eignast marga af mínum bestu vinum í skátastarfi.
Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda?
Ég vil leggja mitt af mörkum til skátastarfs á Íslandi. Efla skátastarf í litlum sem stórum félögum, endurvekja skátastarf þar sem það hefur lagst niður og fjölga í hreyfingunni okkar. Ég tel að skátastaf hafi upp á mikið að bjóða fyrir æsku landsins og langar að við séum sýnilegri í því frábæra starfi sem við nú þegar erum að framkvæma.
Kynning á frambjóðendum - Daði Már Gunnarsson
Daði Már Gunnarsson
Framboð: Alþjóðarráð
Ferill þinn í skátastarfi?
Hef verið í skátunum frá aldamótum
eg byrjaði í skátunum sem feiminn einstaklingur árið 2007 og gekk til liðs við Árbúa, þar á næstu árin átti eg eftir að eignast þó nokkra vini, bæta sjálfstraust og upplifa skáta starfið bæði sem þátttakandi, fálkaskáta foringi, síðar drótt skáta foringi og samhliða því Aðstoðarfélagsforingi Árbúa.
hef setið í stjórn Drekaskátamóts.
fór til Hollands á Agora árið 2017.
sat í dagskrár ráði 16-17′
nú þegar ég er að klára 15. skáta árið mitt er um að gera að taka að sér ný skátaverkefni
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Svo margir hlutir sem koma til greina en til að velja einn af þeim nýlegustu viðburðum að þá var það líklegast þegar ég var í félagsútilegu Skavti Kranj útí Slóveníu, águst 2021. úrhellisrigning og ekkert nema bros á allra vörum það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað í skátastarfi.
Hví gefur þú kost á þér í alþjóðarráð?
ég hef alltaf fundist gaman að eiga samskipti af alþjóðaskáta vettvanginum og mig hefur lengi langað að komast nær því. að fá þann möguleika að hjálpa öðrum skátum að spreyta sig þig í alþjóðlegu skátastarfi, yrði skemmtilegt. því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til Alþjóðaráðs.
Kynning á frambjóðendum - Kristín Hrönn Þráinsdóttir
Kristín Hrönn Þráinsdóttir
Framboð: skátaskólinn
Ferill þinn í skátastarfi?
Ég byrjaði 9 ára í ljósálfum í Hraunbúum og færði mig svo í Kópa þegar ég flutti í Kópavoginn. Ég fór í skátafrí á unglingsárunum en byrjaði svo aftur í Kópum þegar ég byrjaði í menntaskóla. Var sveitaforingi í ljósálfasveit og síðar í skátasveit og starfaði í dróttskátasveitinni Castor. Þátttakandi á Jamboree í Kanada 1983 og farastjóri Kópa á skátamóti í Odense 1988. Sjálfboðaliði á Moot 2017, bæði á Heimalandi og á Úlfljótsvatni. Fór á stórskemmtilegt vetrargilwell en náði ekki alveg að klára, tók upp þráðinn fyrir nokkrum árum og kláraði Gilwell. Hef setið í stjórn Gilwell skólans síðastliðin ár..
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Það er erfitt að velja en ferðirnar í skálana upp á Hellisheiði voru ótrúlega skemmtilegar! Vika á Gilwell um hávetur var mikið ævintýri sem og Jamboree í Kanada. Vorum vissulega allt of mikið í rútunni en þar var ýmislegt brallað 🙂 Fátt toppar skemmtilegan varðeld!
Hví gefur þú kost á þér í skátaskólann?
Ég hef setið í stjórn Gilwell skólans í nokkur ár og hef mikinn áhuga á að koma að því að þróa og útfæra þjálfun fyrir yngri skáta – leiðtoga framtíðarinnar. Tel að reynsla úr skátunum sem og öðrum félagsstörfum og menntun komi að gagni.