Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Landsmót rekka- og róverskáta

Um viðburðinn:

Landsmót rekka- og róverskáta verður haldið dagana 17.-24. júlí. Mótið verður í tveimur hlutum þar sem fyrri hlutinn er göngumót frá Landmannalaugum að Hólaskjóli og seinni hlutinn er tjaldbúðarmót í Hólaskjóli

 

Gönguhluti:

Gönguhluti mótsins byrjar í Landmannalaugum að morgni 18. júlí. Við mælum sterklega með því að fólk mæti 17. júlí og gisti þar sem lagt verður af stað snemma. Sú nótt er innifalin í verði og auk þess skapar það skemmtilega stemmningu og þið náið að kynnast hinum fyrir gönguna!

Fyrsti göngudagur er að Álftavatni þar sem við tjöldum yfir nóttina. 19.júlí heldur ferðin áfram að Strútsskála þar sem við tjöldum aftur fyrir nóttina. 20.júlí höldum við áfram að Álftavötnum þar sem við gistum síðustu nóttina af gönguhlutanum. 21.júlí leggjum við síðan af stað að Hólaskjóli þar sem tjaldbúðahluti mótsins hefst.

Hér er hægt að nálgast drög af matarplani sem hægt er að styðja sig við fyrir gönguna og almennar upplýsingar sem gott er að hafa í huga þegar verið er að gera sitt eigið plan. Matarmál rekka-og róvermót

 

Tjaldbúðahluti:

Tjaldbúðahluti mótsins byrjar 21.júlí og er staðsettur á Hólaskjóli. Þar munum við endurspegla þema mótsins ,,náttúrulega“ í gegnum dagskrá yfir helgina sem verður bæði skemmtileg, krefjandi og spennandi.

 

Undirbúningur fyrir mótið:

Stofnaður hefur verið instagram aðgangur fyrir mótið ,,natturulega_skatamotid“  þar sem munu koma frekari upplýsingar um mótið ásamt undirbúningi og ítarefni sem gott er að hafa í huga fram að mótinu sjálfu.

Haldinn var upplýsingafundur 20.júní þar sem farið var yfir helstu upplýsingar um mótið, hægt er að nálgast glærurnar hér:  Rekka & Róvermót.pptx

Hér er hægt að sjá tillögu af útbúnaðarlista: Rekka-og-róverskátamót-útbúnaðarlistinn

 

Skráning:
Skráningin á mótið fer fram hér, eða inn á Sportablersíðu skátanna, skráningin opnar kl. 10 mánudaginn 28. febrúar. Skráningin fer fram í tveimur pörtum og ef skátarnir vilja bæði taka þátt í göngunni og í tjaldbúðinni þarf að skrá sig tvisvar, Í fyrsta lagi er skráning á göngupart mótsins sem kostar 25.000 kr og í öðru lagi skráning á tjaldbúðapart mótsins sem er 20.000kr. Ef skátarnir komast einungis á annan hvort hlutann þá geta þau skráð sig á þann hluta. Innifalið í mótsgjaldi er gisting (tjaldsvæðisgjald, þátttakendur koma með sín eigin tjöld), öll dagskrá og einkenni. Að auki er matur innifalið í mótsgjali tjaldbúðarhlutans og trúss innifalið í gönguhlutanum en þátttakendur taka sinn eigin mat í gönguna. Skráning lokar 4. júlí.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
17/07/2022 @ 19:00
Endar:
24/07/2022 @ 16:00
Kostnaður:
45000kr.
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar

Staðsetning

Hólaskjól
Fjallabaksleið nyrðri
Kirkjubæjarklaustur, 880
+ Google Map

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website